Smári Jón Hauksson, vörustjóri hjá Rúmfatalagernum, segir að amerískar dýnur séu langvinsælastar. „Það er ekkert skrítið þar sem þær eru á frábærum verðum og hafa staðist allar væntingar og kröfur sem viðskiptavinir okkar gera. Við erum með mjög breitt vöruúrval í rúmum og bjóðum upp á gormadýnur, latexdýnur, memorydýnur, svampdýnur og margt fleira. Stórir sýningarsalir eru á Smáratorgi og Bíldshöfða en þar getum við sýnt nánast allar gerðir okkar í rúmum og dýnum. Vörumerkin eru þekkt og get ég nefnt Dunlopillo, Temprakon og Höie sem fást í mörgum stærðum,“ segir Smári og bendir á að starfsfólkið sé sérþjálfað og hafi sótt námskeið um allt sem varðar rúm og svefn.

„Við erum tilbúin til að taka á móti viðskiptavinum og leiðbeina þeim við val á réttu rúmi. Margir eru óvissir og ég bendi þeim á að leita til söluráðgjafa okkar. Þeir spyrja ákveðinna spurninga til að greina hvað getur hentað fyrir viðkomandi en svo eru líka viðskiptavinir sem eru búnir að gera heimavinnu sjálfir og vita einfaldlega hvað þeir vilja þegar þeir koma í verslunina. En aðalatriðið er að koma og máta rúmin í sýningarsölum okkar,“ útskýrir hann.

Stór sýningarsalur er á Smáratorgi þar sem auðvelt er að ganga um og skoða úrvalið.

Sumir vilja rafmagnsrúm og Smári bendir á að þau hafi ákveðna sérstöðu þar sem þau bjóði upp á aukin þægindi. „Það er auðveldara að komast fram úr rúminu þar sem hægt er að lyfa upp baki sem er líka þægilegt fyrir þá sem lesa í rúminu. Einnig geta hrotur minnkað ef bakhlutanum er lyft upp smávegis sem er sömuleiðis gott fyrir þá sem eru með bakflæði. Þá er mjög gott að geta lyft undir fæturna til að létta á blóðþrýstingi í þreyttum fótum. Einnig erum við með dönsku Temprakon-rúmin sem eru með þá sérstöðu að minnka hitasveiflur yfir nóttina ásamt að fjarlægja allan raka.

Rúmin eru 200 cm að lengd en hægt er að sérpanta lengri rúm fyrir þá sem vilja 210 cm. Rúmin eru framleidd í Evrópu og Asíu. Luxury, Prestige og Unique koma meðal annars frá Asíu en við höfum verið með þær dýnur í sölu frá 2015 svo það er komin mjög góð reynsla af þeim,“ segir Smári.

Rúmfatalagerinn er með mikið úrval af vinsælum rúmum fyrir fermingarbörn. „Sleepwell hafa verið afar vinsæl ásamt glæsilegri Luxury-dýnu sem hefur slegið í gegn hjá okkur síðustu ár. Luxury dýnan er byggð upp með 5 þægindasvæðum í gormum sem gefur mjög góðan stuðning við bak og mjaðmir, það er mýkra svæði við axlir sem léttir á þrýsting þar. Latex yfirdýna veitir frábæra mýkt í rúmið,“ segir Smári og bendir á að alltaf skuli nota dýnuhlíf. „Það kemur í veg fyrir skemmdir á dýnu og lengir líftíma hennar.“

Þegar fólk fær sér nýtt rúm leitar það oft að rúmgafli og náttborðum í stíl. Smári segir að Rúmfatalagerinn bjóði mikið úrval af slíkri vöru, auk þess hirslur til að geyma lök, sængurfatnað og rúmteppi. „Við erum mjög sterkir í rúmfötum með gríðarlegt úrval í öllum stærðum og frábær verð. Ég get vel mælt með norsku sængurverunum frá Höie sem standa alltaf fyrir sínu,“ segir hann.

Hægt er að skoða vöruúrvalið á heimasíðunni rumfatalagerinn.is sem jafnframt er vefverslun.