Þórir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ræstitækni ehf., segir að vegna fjölbreyttari þjónustu hafi nafninu verið breytt. Nýja nafnið hentar betur rekstrinum eins og hann er í dag.

„Áður sérhæfðum við okkur í þjónustu við húsfélög og höldum við því áfram ásamt því að vinna fyrir fyrirtæki og stofnanir í auknum mæli. Við gerum langtímasamninga sé þess óskað og bjóðum reglubundna ræstingu.“ Þórir segir að eftirspurnin eftir þjónustunni hafi aukist með hverju ári frá stofnun fyrirtækisins

„Við þjónustum fjölda fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Selfossi. Einnig erum við með starfsstöð á Akranesi, en þar starfa ellefu starfsmenn. Þar ræstum við bæjarskrifstofur, framhaldsskóla, leikskóla auk sameigna húsfélaga af öllum stærðum og gerðum.

„Marga af okkar viðskiptavinum höfum við þjónustað árum saman en við leggjum mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu. Við sinnum fjölbreyttri flóru fyrirtækja, húsfélaga, stofnana og einstaklinga svo fátt eitt sé upp talið.“

Eingöngu eru notuð vönduð vistvæn efni til þrifa sem fyrirtækið flytur inn sjálft að hluta til.

Starfsfólk Ræstitækni ehf. fæst við ýmiss konar þrifnað í stórum sem smáum fyrirtækjum.

„Við notum sömuleiðis eingöngu öflug og góð áhöld og tæki. Einnig erum við ávallt að þróa aðferðirnar sem við notum og þjálfum starfsfólkið okkar reglulega.

Við tileinkum okkur allar nýjungar sem bjóðast hverju sinni. Þar fyrir utan rekum við mottuleigu og þvottahús undir nafninu motta.is. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum hvers viðskiptavinar,“ segir Þórir.

Fyrirtækið fjárfesti í eigin húsnæði að Nýbýlavegi 32 árið 2016.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 419-1000 [email protected] eða í gegnum heimasíðuna ræstitækni.is.

Hjá motta.is er sérstök þjónusta í að sækja og senda mottur.

Leigja út vandaðar mottur í anddyri

Motta.is er vörumerki í eigu Ræstitækni ehf. Fyrirtækið þjónustar fyrirtæki, húsfélög og stofnanir með hágæða mottur sem skipt er um mánaðarlega eða oftar, allt eftir þörfum viðskiptavinarins. Þórir Gunnarsson framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið bjóði hágæða mottur til leigu. „Það eru bæði fyrirtæki, stofnanir og húsfélög sem leigja mottur hjá okkur. Við skiptum um mottur mánaðarlega eða oftar eftir þörfum. Hægt er að fá sérmerktar mottur, hvort sem fólk vill hafa einhverja vísun í þjónustu eða nafn fyrirtækisins. Vinsælt núna er að merkja þær með slagorðinu „Munið að þvo hendur“.  

Við framleiðum og sérsníðum mottur eftir óskum viðskiptavinarins Þessar mottur eru sérhannaðar fyrir mikla umgengni en eru engu að síður til mikillar húsprýði.Við erum einnig með þrif á mottum fyrir heimili. Hægt er að þrífa allar heimilismottur enda erum við með öflugar þvottavélar og tæki. Það er gaman að geta þess að sjálfur fór ég á námskeið til Wales fyrir nokkrum árum og lærði handbragðið. Það var Armeni búsettur í Bandaríkjunum sem kenndi á námskeiðinu en hún er af þriðju kynslóð í fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í mottuhreinsun Í framhaldinu höfum við sérhæft okkur í þessari starfsemi,“ segir Þórir sem er líklega eini Íslendingurinn sem hefur farið á slíkt námskeið.

„Fyrirtækið er sömuleiðis með mottur til sölu og við höfum hug á að auka þá þjónustu umtalsvert með haustinu. Við erum í tengslum við mjög öflugt fyrirtæki sem er eitt það fremsta á þessu sviði og er með sérlega flott úrval af vönduðum mottum. Það verður gaman að geta boðið þær í versluninni hér hjá okkur í haust.“

Nánar um þjónustuna á motta.is eða í síma 538-4000 eða [email protected]

Gluggahreinsun og þrif á utanhússklæðninum

Nú er rétti tíminn fyrir vorhreingerningu á gluggum og utanhússklæðninguRæstitækni ehf hefur sérhæft sig í gluggaþvotti á öllum stærðum húsa frá árinu 2002. Starfsmenn Ræstitækni ehf eru með áralanga reynslu. Hvort sem um er að ræða stærstu hús á höfuðborgarsvæðinu eða einbýlishús. Fyrirtækið er vel útbúið tækjum með eigin körfubíla og háþrýstitæki.Gluggahreinsun hjá Ræstitækni er fyrir Húsfélaög, fyrirtæki eða heimiliGerð eru föst verðtilboð í stærri verk og sömuleiðis eru langtímasamningar í boði sé þess óskað.

Nánari upplýsingar á heimasíðunni rtk.is eða [email protected]