Breytt landslag í samfélaginu kallar á nýjar áherslur í ræstingum og hefur Hreint. aðlagað þjónustu sína fljótt og vel að þeim. „Við höfum lagt meiri áherslu á reglulegar ræstingar á sameiginlegum svæðum á vinnustöðum sem líklegri eru til að dreifa smiti. En auðvitað þarf að passa upp á ræstinguna á öllum vígstöðvum,“ segir Skúli Örn Sigurðsson sölustjóri.

„Við settum á fót tvær nýjar þjónustuleiðir til að mæta COVID-19 ástandinu og hafa viðtökurnar verið vonum framar. Þjónustuleiðirnar eru sótthreinsandi afþurrkun og dauðhreinsun.“

Sótthreinsandi afþurrkun og dauðhreinsun

Sótthreinsandi afþurrkun er sótthreinsun sameiginlegra snertiflata. Í baráttunni við vírusinn er lykilatriði að þvo og sótthreinsa sameiginlega snertifleti en það dregur úr smithættu milli starfsfólks. Sérfræðingar Hreint hafa þróað, skipulagt og kennt völdu starfsfólki sótthreinsandi verklag til að ráðast á smitleiðir kórónaveirunnar. „Þetta er fljótleg og auðveld leið fyrir viðskiptavini sem vilja auka öryggi vinnusvæða án mikils undirbúnings eða kostnaðar,“ segir Skúli.

„Dauðhreinsunin gefur enn nákvæmari og áhrifaríkari árangur og hentar kröfuhörðum vinnustöðum þar sem þörf er á mjög mikilli hreinsun. Aðferðin kemur frá kanadíska framleiðandanum Nocospray og fjarlægir bakteríur og veirur á hörðum flötum svæða í 99,9999% tilvika. Aðferðin er mjög einföld í framkvæmd þar sem sótthreinsandi mistur smýgur um svæðið og dauðhreinsar alla fleti sem það kemst í snertingu við,“ segir hann.

Þessar nýju þjónustuleiðir eru í boði fyrir bæði núverandi og nýja viðskiptavini og eru að sögn Skúla mjög áhrifaríkar og á hagstæðu verði.

Fagið er lýðheilsumál

„Við leggjum mikið upp úr fagmennsku og sýnum metnað og frumkvæði í þjónustu okkar enda viljum við halda uppi virðingu fyrir faginu. Það er að koma bersýnilega í ljós á tímum sem þessum að ræstingar eru sannarlega lýðheilsumál og löngu orðið tímabært að vekja athygli á því,“ segir Skúli.

„Ræstingastarfsfólk er sannarlega að leggja sitt á vogarskálarnar við að halda vinnustöðum og stofnunum í landinu hreinum frá degi til dags og á hrós skilið fyrir framlag sitt á þessum erfiðu tímum.“

Hreint leggur mikla áherslu á að tryggja viðskiptavinum sínum öruggan vinnustað.

„Þegar barist er við COVID-19 er lykilatriði að þvo og sótthreinsa sameiginlega snertifleti reglulega til að draga úr smithættu milli starfsfólks og viðskiptavina. Vel skipulögð og árangursrík þrif á helstu smitleiðum vinnustaða skila ekki bara góðum árangri í baráttunni við veiruna heldur skapa þau líka hugarró hjá þeim sem þar starfa.“

Krefjandi tímar

„Það hjálpar okkur mikið að við höfum mikla reynslu, 36 ár í faginu. Við erum því vel í stakk búin að takast á við krefjandi tíma eins og þessa,“ segir Skúli.

„En auðvitað tekur þessi tími á okkur öll og reynir á. Til happs má nefna að við erum með góðan hóp viðskiptavina sem margir hafa notað þjónustu okkar yfir áratuga skeið og vinna vel með okkur við að takast á við breytt landslag. Auk þess erum við líka mjög heppin með starfsfólk sem stendur vaktina fyrir okkur af mikilli þrautseigju. Þetta er aðdáunarverður hópur fólks sem við erum stolt að vera hluti af.“