Nýja skíðadeildin hjá GG Sport hefur notið mikilla vinsælda frá því hún var opnuð. Þar fæst allt sem þarf til að renna sér á skíðum og snjóbrettum, þar á meðal skíði og búnaður frá MADSHUS og K2. Skíðaíþróttir eru í miklum vexti hér á landi og starfsfólk GG Sport hjálpar fólki að velja búnaðinn sem hentar því.

„Við vorum að opna skíðadeild og eftir það hefur orðið mikil uppsveifla hjá okkur. Hún nýtur mikilla vinsælda og hefur sett mark sitt á markaðinn,“ segir Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG Sport. „Þetta hefur vantað lengi hjá okkur og við tókum þá ákvörðun alveg strax í upphafi að gera þetta vel og bjóða bæði upp á topp þjónustu og viðhald, ásamt frábærum vörum, en við bjóðum bæði upp á gönguskíði, svigskíði og fjallaskíði, ásamt snjóbrettum.

Gönguskíði eru að verða afar vinsæl um þessar mundir og það er að verða vitundarvakning í sportinu,“ segir Leifur. „Við sjáum að fólk er að fara út fyrir hefðbundnar aðferðir til að stunda útivist af miklu kappi og þá koma gönguskíði gríðarlega sterk inn. Fólk er að leita leiða til að vera saman og njóta útiveru og þá eru gönguskíði skemmtilegur kostur.“

GG Sport leggur áherslu á að bjóða upp á skíðapakka þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi en einnig nauðsyn þess að meta þarfir hvers og eins og gefa ráðleggingar eftir þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Mikil aukning í gönguskíðaiðkun hjá þjóðinni

„Við bjóðum upp á gönguskíði frá MADSHUS, sem er búnaður í fremsta flokki í heiminum, og seljum tvær gerðir af gönguskíðum. Annars vegar svokölluð brautarskíði, sem eru notuð á afmarkaðri braut eða spori eins og finnast til dæmis í Bláfjöllum, Heiðmörk og á ýmsum golfvöllum. Svo erum við líka með utanbrautarskíði með stálköntum og það hefur komið okkur á óvart hvað þau eru vinsæl,“ segir Leifur. „Ég myndi segja að þau séu líka að sækja í sig veðrið, enda gera þau fólki kleift að ganga um í villtri náttúrunni.“

Skíðaganga er að verða afar vinsæl um þessar mundir og það er að verða vitundarvakning í sportinu. Fólk er að leita leiða til að vera saman og njóta útiveru og þá eru skíðagangan skemmtilegur kostur. MYND/AÐSEND

„Það hefur verið gífurleg aukning og vakning í þessu og það er biðlisti langt fram á veturinn í allri gönguskíðakennslu í Bláfjöllum,“ segir Guðmundur Gunnlaugsson, sérfræðingur í skíðadeild. „Ég veit að fólk er að fara af höfuðborgarsvæðinu til Ísafjarðar, Akureyrar og Siglufjarðar bara til að komast á námskeið.“

Finna það sem hentar hverjum viðskiptavini

„Við leggjum áherslu á að bjóða upp á skíðapakka þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi en einnig að lesa kúnnann, átta okkur á þörfum hans og gefa ráðleggingar út frá þeim. Jafnvel þó að fólk sé að stíga sín fyrstu gönguskíðaspor mælum við ekki alltaf með byrjendapakkanum,“ segir Leifur. „Við mælum oft með því að fólk eyði frekar aðeins meira í búnaðinn til að eiga þá meiri notkunarmöguleika inni svo græjurnar geti haldið áfram að þjóna því þegar getustigið eykst og það fer að prófa nýja hluti.“

„Við höfum heyrt frá fólki sem segir okkur að það hafi keypt það ódýrasta og svo farið á námskeið og þá vill það fá stífari skíði með meira rennsli, gripi og hraða,“ segir Guðmundur. „Þar fær það lánaðan betri búnað og þegar það fær að upplifa muninn brosir það allan hringinn.“

GG Sport býður upp á gönguskíði frá MADSHUS, sem eru í fremsta flokki í heiminum. Þar eru seldar tvær gerðir af gönguskíðum, annars vegar brautarskíði og hins vegar utanbrautarskíði með stálköntum. MYND/AÐSEND

„Á sama tíma erum við ekkert að gera lítið úr ódýrari búnaði, það skiptir bara máli að fólk kaupi það sem er við hæfi og hentar því,“ segir Leifur. „Það skiptir máli að geta notið þess að vera á skíðunum og geta gert það sem maður vill, þá er svo miklu skemmtilegra.“

„Til okkar kemur mjög breiður hópur fólks og yngri kynslóðin, fólk sem er 50 ára og yngra, er mjög oft að sækjast eftir að fara á námskeið og fara í Landvættina og Fossavatnsgönguna, eða í það minnsta eiga möguleika á því, og þá gengur ekki að vera bara á byrjendapakka,“ segir Guðmundur. „Amma og afi eru svo frekar í byrjendapakkanum og hafa hann kannski uppi í sumarbústað til að fara aðeins út, en ekki til að fara hratt yfir.“

Skilar heilsu og hamingju

„Skíðaganga er mikið fjölskyldusport og er stunduð af börnum, unglingum og fullorðnum og alls kyns vinahópum og saumaklúbbum,“ segir Guðmundur.

„Það er mjög gaman að sjá þetta sport, og vetrarsport almennt, vaxa,“ segir Leifur. „Fjallaskíðin eru heldur aldrei langt undan og við leggjum auðvitað líka ríka áherslu á þau og svigskíði, en skíðadeildin okkar er ein sú sterkasta á landinu.“

„Staðan er þannig í samfélaginu í dag að fólk þráir að komast út og fá útrás,“ segir Guðmundur.

„Það eitt að fara út og anda að sér hreinu lofti er eitt það besta sem er hægt að gera fyrir heilsuna og gerir manni auðveldara að þrauka daginn og halda líkamlegri og andlegri heilsu,“ segir Leifur. „Þetta skapar mikil ævintýri fyrir þá sem fara út í sportið og víkkar ævintýrasjóndeildarhringinn.“

Gönguskíði bjóða upp á mikið frelsi. Fólk er ekki háð skíðalyftum heldur er frelsið, víðáttan og upplifunin númer eitt, tvö og þrjú. MYND/AÐSEND

„Gönguskíði bjóða upp á mikið frelsi. Fólk er ekki háð skíðalyftum heldur er frelsið, víðáttan og upplifunin númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Guðmundur. „Svo er líka verið að opna skíðalyftur, þannig að svigskíða- og snjóbrettaiðkun er að fara aftur í gang og þær íþróttir höfða líka til mjög breiðs hóps.“

„Við tókum svo inn vörur frá vörumerkinu K2, sem er með flottari merkjum í skíðavörum og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar,“ segir Leifur. „Þetta var þekkt merki hér á landi fyrir og sendingarnar hafa ítrekað selst upp, sem við bjuggumst ekki við.“

„Já, við sprengdum í rauninni alla skala varðandi áætlanir þegar við opnuðum þessa skíðadeild, henni hefur verið tekið rosalega vel,“ segir Guðmundur. „Núna erum við því bara mjög vel sett og tilbúin til að taka á móti fólki.“


Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu GG Sport, ggsport.is.