Inulin trefjar má finna í lauk, blaðlauk, hvítlauk, banönum, spergli og í kaffifífli (síkoríu), en Inulin er einmitt unnið úr honum. Inulin, eins og aðrar vatnsleysanlegar trefjar, verða seigfljótandi og eru taldar geta örvað vöxt æskilegra baktería í ristlinum með því að vera fæða (e. prebiotics) fyrir þær. Þær eru því góður áburður fyrir góðu gerlana í þörmunum.

Ónot, hægðatregða eða óreglulegar hægðir

Meltingarónot, hægðatregða og vandamál tengd því, eru allt of algeng og geta haft slæm áhrif á heilsufar okkar. Trefjar í formi bætiefna geta verið lausn fyrir marga, en trefjaneysla Íslendinga er of lítil. Ráðlögð neysla trefja er að minnsta kosti 25-35 grömm á dag, en síðustu tölur sem til eru um meðal trefjaneyslu Íslendinga finnast í neyslukönnun frá 2010-2011 og er meðaltrefjaneysla okkar 17 grömm á dag.

Innri fita er hættuleg fita sem við sjáum ekki, en hún umlykur líffærin okkar og getur valdið okkur heilsutjóni ef það er of mikið af henni.

Melting, blóðrásarkerfi og óheilbrigð innri fita

Inulin er 100% náttúrulegt og hefur það verið rannsakað töluvert. Hér eru nokkrir áhugaverðir punktar um þessar einstöku trefjar:

  • Inulin getur bætt meltinguna og getur, með nægilegu vökvamagni, auðveldað hægðalosun.
  • Inulin getur eflt fjölgun vinveittra gerla í þörmunum. Talið er að hátt hlutfall þessara gerla hjálpi til við niðurbrot á trefjum, fóðri þarmaveggina og geti einnig haft góð áhrif á ónæmiskerfið.
  • Inulin er talið hafa jákvæð áhrif á (heildar) kólesteról og þríglýseríð í blóði.

Innri fita er hættuleg fita sem við sjáum ekki, en hún umlykur líffærin okkar og getur valdið okkur heilsutjóni ef það er of mikið af henni. Inulin er talið hjálpa til við niðurbrot á þessari fitu.

Þegar þessar trefjar koma í þarmana, verða til ýmiss konar fitusýrur sem taldar eru hafa góð, heilsufarsleg áhrif á okkur. Þetta eru til dæmis asetat, proprionate og butyrate fitusýrur, sem geta hjálpað til við niðurbrot á innri fitu og auðveldað upptöku á steinefnum eins og kalki, magnesíum, fosfór, kopar, járni og sinki.

Prófaðu að setja bragðlausu Inulin trefjarnar í kaffið.

Auðvelt í notkun

Inulin er auðvelt í notkun. Það er í duftformi og einfalt að hræra til dæmis út í glas af vatni og skella í sig. Einnig má setja það í boost, grauta eða strá yfir morgunkorn eða jógúrt. Það er bragðlaust og sumir skella því jafnvel í kaffibollann sinn. Trefjarnar taka smá tíma til að drekka í sig vökva og verða seigfljótandi.

Inulini í duftformi má bæta út í drykki og út á grauta. Hanna Þóra notar inulin í hrökkkex sem einfalt og fljótlegt er að baka.

Hanna Þóra Helgadóttir matarbloggari, sem sérhæfir sig í lágkolvetna- og ketó uppskriftum, deildi með okkur þessari bragðgóðu uppskrift að trefjaríka hrökkkexinu sínu þar sem hún notar einmitt Inulin trefjar.

Inulin trefjakex

1 egg

2 msk. Inulin trefjar

2 dl hörfræ

1/2 dl möndlumjöl

Himalaja-salt (magn eftir smekk – gott að hafa smá saltað)

Öllu blandað saman í skál og smurt þunnu lagi á bökunarpappír.

Bakið í 12-15 mínútur á 180 gráðum á blæstri þar til stökkt. Slökkvið á ofninum og leyfið kexinu að þorna inni í ofninum í nokkrar mínútur.

Hægt er að fylgjast með Hönnu Þóru á Instagram – hannathora88.

Inulin fæst í verslunum Krónunnar og í flestum apótekum.