„Rafbox er áhugamál okkar og ástríða frekar en bara vinna og sökum þess höfum við gífurlegan metnað til þess að skila verkefnum af okkur eins vel og hægt er. Mörg fyrirtæki á markaðnum bjóða upp á sambærilega þjónustu og Rafbox en við höfum þá sérstöðu að við sérhæfum okkur í þjónustu við viðskiptavini okkar og sjáum um allt ferlið frá hugmynd til hleðslu,“ segir Júlíus, sem er einn eigandi Rafbox.

Sænsk gæðaframleiðsla

Hleðslulausnir Rafbox koma frá sænskum aðila, Charge Amps, sem framleiðir hleðslustöðvar úr endurunnu áli. „Fyrirtækið er rómað fyrir að einblína á gæði fremur en magn og leggur mikið upp úr því að bjóða upp á góða vöru með langa endingu. Við bjóðum almennt upp á þrjár týpur frá þeim en erum að bæta við okkur svo við getum boðið upp á alla flóruna þegar kemur að hleðslustöðvum fyrir rafbíla.

Stefnan er að þjónusta kúnnana okkar á þeirra forsendum. Viðskiptavinir koma með verkefni til okkar og við leysum þau með þeim á sem hagkvæmastan og skilvirkastan máta. Núna erum við til dæmis að taka inn fyrstu hraðhleðslustöðina okkar, sem við flytjum inn fyrir fyrirtæki með stóran rafbílaflota. Það leitaði fyrst til okkar og þá settum við upp hefðbundnar hleðslustöðvar fyrir það. Núna er flotinn að stækka og þá er þörfin orðin meiri á að hlaða bílana á styttri tíma.“

HALO er einstaklega stílhrein og smekkleg og tekur sig vel út sem heimahleðslustöð. „Við fáum oft hrós frá viðskiptavinum sem kunna vel að meta hversu vel hún kemur út og passar utan á húsið.

AURA er auglýst hjá okkur sem hleðslustöð fyrir almenningssvæði, en hún er einnig vinsæl hjá fyrirtækjum og fjölbýlishúsum. AURA stöðin getur hlaðið tvo rafbíla í einu og nær tvisvar sinnum 22 kW. Því þarf bara að setja upp einn hleðslustöðvarstaur fyrir hver tvö hleðslustæði. Einnig er tvöfalt stýrikerfi á stöðinni og henni fylgir möguleiki á greiðslulausn.

Hleðslukaplar frá ANS eru svo stærsta söluvaran hjá okkur um þessar mundir og hafa rokið út hjá okkur. Þetta eru frábærar vörur á sanngjörnu verði og eru einstaklega hentugar til að hafa í bílnum á ferðalagi til þess að stinga rafbílnum í samband við hleðslustöðvar hjá hótelum, við verslanir og víða annars staðar.“

Við seljum búnaðinn, sjáum um jarðvinnu, uppsetningu og allt sem henni fylgir, þjónustum búnaðinn og margt fleira. Mörg fyrirtæki og fjölbýlishús kunna vel að meta að fá alla þjónustuna á einu bretti.

Dínamísk álagsstýring

„Allar hleðslustöðvar frá okkur eru með álagsstýringu og fasadeilingu, sem ver heimtaugina inn í húsið ásamt því að fullnýta það rafmagn sem er í boði. Rafmagnsneysla hússins er því í forgangi yfir bílnum. Þetta kemur sér vel til dæmis á álagsstundum, eins og jólunum, þegar öll rafmagnsnotkun er í botni. Þá gefa rafbílarnir eftir og á meðan geta notendur eldað jólasteikina í ofninum og haft jólaljósin kveikt án vandkvæða. Sama gildir um til dæmis fjölbýlishús þar sem eru lyftur. Álagsstýringin kemur í veg fyrir að hleðslustöðvarnar geti sprengt heimtaugina. Það á því enginn að sitja fastur í lyftunni á aðfangadagskvöld,“ segir Júlíus léttur í bragði.

Rafmagnsfræðilegar forsendur

Álagsstýringin segir Júlíus að sé eitt af því sem Rafbox hugsar fyrir, en öll hleðslukerfi frá þeim eru hönnuð á rafmagnsfræðilegum forsendum. „Við erum rafverktakar með rafmagnstæknifræðing og verkfræðing sem tryggja að allt sé eins og best verður á kosið. Fyrirtæki sem eru að huga að því að innleiða rafbílaflota í stað bensínbílaflota geta gengið að heildrænni þjónustu hjá okkur. Við seljum búnaðinn, sjáum um jarðvinnu, uppsetningu og allt sem henni fylgir, þjónustum búnaðinn og margt fleira. Mörg fyrirtæki og fjölbýlishús kunna vel að meta að fá alla þjónustuna á einu bretti. Hjá okkur þarf ekki að gera upp reikninga frá mörgum mismunandi aðilum.“

Einfalt og fljótlegt ferli

Tíminn sem það tekur að setja upp hleðslustöð fer eftir umfangi verkefnisins hverju sinni, að sögn Júlíusar. „Ferlið byrjar á því að fyrirtæki heyrir í okkur. Við komum og skoðum svæðið, metum stærð heimtaugar og hvort rafmagnstaflan taki við búnaðinum frá okkur. Eftir það gerum við tilboð í verkið sem felur í sér hönnun, jarðvinnu, rafmagnsvinnu, allt efni, hleðslustöðvar, staura, festingar, uppsetningu og allt sem þarf. Þá sjáum við um alla þessa þætti þegar þar að kemur. Sé verkið samþykkt gerum við verksamning þar sem allt sem viðkemur verkefninu kemur skýrt fram. Einnig skilgreinum við verkefnastjóra sem er jafnframt ábyrgðarmaður fyrir verkinu og dagsetningar á því hvenær verki skuli vera lokið.

Eftir samþykki á verksamningi mætum við með jarðvinnuverktaka sem vinnur sitt verk frá tveimur dögum upp í tvær vikur, allt eftir umfangi verkefnisins. Yfirleitt eru svo komnar upp einhverjar stöðvar sem eru tengdar og tilbúnar til notkunar eftir eina viku. Stundum þarf að hinkra eftir heimtaug ef það þarf að skipta um hana, en sá biðtími veltur á veitunum. Einnig fer það eftir verkefnastöðu okkar megin hvenær hægt er að hefja verk, en sá biðtími er oftast um tvær vikur, eða yfirleitt ekki mikið meira en mánuður. Við reynum að klára okkar, eftir að við byrjum verk, á 2-3 vikum.“

Rafbox setti upp glæsilegar hleðslustöðvar fyrir rafbílaflota A4 fyrir stuttu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Græn og væn vegferð með A4

„Fjöldi verkefna okkar hleypur á hundruðum, enda sjá fyrirtæki, fjölbýli og rafbílaeigendur hagkvæman og umhverfisvænan kost í því að fjárfesta í hleðslustöðvum í dag. Við aðstoðuðum meðal annars A4 fyrir stuttu síðan við að innleiða græna umhverfisstefnu fyrirtækisins um rafvæðingu bílaflotans. Með þeim áttum við einstaklega gott og gjöfult samstarf,“ segir Júlíus.

Um samstarf A4 og Rafbox segir Jónas Birgisson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs A4: „Partur af stefnu A4 í umhverfismálum er að rafvæða bílaflota félagsins á næstu árum. Fyrsta skrefið í þeirri vegferð var að fá Rafbox til að setja upp fyrir okkur hleðslustöðvar við höfuðstöðvar fyrirtækisins. Stöðvarnar hafa reynst okkur vel.“

„Við hjá Rafbox hvetjum fyrirtæki og einkaaðila sem eru að huga að því að skipta yfir í rafbíl, til að hafa samband við okkur. Við hjálpum svo við að innleiða ykkar framtíðarsýn,“ segir Júlíus að lokum.

Nánari upplýsingar um Rafbox og þjónustu þeirra má finna á vefsíðu rafbox.is. Einnig má hafa samband við fyrirtækið í síma 620-9200 og með tölvupósti info@rafbox.is.