Péturstorg er dæmi um slíkt, en um er að ræða torg í kvosinni á Sólheimum, sem er hjarta staðarins,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima.

Pétur Sveinbjarnarson kom fyrst að starfi Sólheima árið 1979 og leiddi starfið þar sem formaður stjórnar Sólheima til ársins 2017, eða í hartnær fjörutíu ár. Pétur var framsýnn og hugmyndaríkur og fór gjarnan ótroðnar slóðir í störfum sínum, sem var ekki alltaf til vinsælda fallið. „Í dag efast þó enginn um þau verk sem hann leiddi til lykta, þá starfsemi sem byggðist upp í hans tíð, eða um þá leiðsögn sem hann veitti.“

„Með Péturstorgi vill stjórn Sólheima heiðra störf góðs vinar og leiðtoga, sem helgaði starfskrafta sína Sólheimum. Péturstorg verður formlega vígt í lok sumars, en við það tækifæri munu vinir Péturs reisa honum minnisvarða. Auk þess verður afhjúpað nýtt listaverk á torginu sem er gjöf listamannsins Sigurðar Guðmundssonar til Sólheima í tilefni 90 ára afmælis staðarins. Pétur tók skóflustungu að Péturstorgi 6. apríl 2019, en hann lést í desember sama ár.“