Þetta er off-menu samloka sem við þróuðum og gerðum vegan. Hún er með avókadói, spínati, tómötum og papriku og nýja vegan pestóinu sem er alveg fáránlega gott,“ segir Rúnar Kristmannsson, markaðsstjóri Joe & The Juice á Íslandi.

Heartbeet djúsinn og vegan samlokan eru á sérstöku tilboði. Vegan samlokan var þróuð í tilefni af veganúar og er með vegan pestói sem er nýung hjá veitingastaðnum.
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Heartbeet djúsinn inniheldur rauðrófu, ananas, banana, avókadó og epli og saman eru djúsinn og vegan samlokan á tilboði á 1.990 krónur. Hjá Joe & the Juice er hægt að fá bæði möndlumjólk og haframjólk út í kaffið og sjeikarnir og allir djúsarnir á matseðlinum eru vegan.

„Það er líka hægt að gera samlokurnar vegan. Hefðbundna brauðið er vegan og mikið af hráefninu sem við notum er það líka,“ útskýrir Rúnar. „En þetta er í fyrsta sinn sem við bjóðum upp á vegan pestó. Það hefur verið eftirspurn eftir því hjá okkar vegan kúnnum. Ég hef fulla trú á því að þessi vegan samloka sem við erum búin að hanna verði margumbeðin og vegan pestóið er komið til að vera.“