Það er eitthvað gefandi við það að geta búið til draumaeldhúsið fyrir fólk, vitandi að þau eiga eftir að vera í þessu eldhúsi næstu tuttugu árin, maður verður pínu stoltur af því,“ segir Leó Gunnar Ingólfsson sölufulltrúi. Hann segir viðskiptavini geta valið á milli margra ólíkra samsetninga og miðað sé við óskir hvers og eins. „Við getum sniðið lausnirnar að þörfum viðskiptavinarins og það er hægt að fá skápana í mismunandi stærðum, alls konar litum og útfærslum.“

Þá sé allt sem þarf á einum stað. „Hjá Byko er hægt að fá heildarpakkann, við erum með gólfefnin, málninguna og flísarnar og allt það,“ segir Leó. „Þetta er svona „one stop shop“, með mikið úrval af samsetningum og getum boðið upp á að klára dæmið fyrir viðskiptavininn.“

Leó Gunnar Ingólfsson, sölufulltrúi í BYKO segir hvert eldhús sérsniðið að þörfum viðskiptavinarins.

Þrívíddin gagnleg

„Við teiknum upp í þrívídd, veitum ráðgjöf og aðstoðum við að setja upp eldhús,“ segir Leó. „Viðskiptavinurinn getur komið til okkar og ef hann er með einhverja grunn- eða rýmisteikningar þá getum við farið í það að teikna upp fyrir viðskiptavininn eftir fyrirmælum hans.“

Leó segir valmöguleikana endalausa og að forritið veiti viðskiptavinum umtalsvert frelsi til að prófa sig áfram. „Þá er mjög auðvelt að fara að leika sér með liti eða útfærslur og þá sér maður ef til vill að eitthvað sem virkaði vel í hausnum á manni er ekki endilega að virka vel þegar það er búið að setja það upp í þrívídd.“

Innréttingarnar hjá BYKO eru frá danska gæðamerkinu JKE.

Huga þarf að ýmsu

Þrívíddin gerir viðskiptavinum kleift að sjá möguleika rýmisins frá nýju og hagnýtu sjónarhorni sem komi sér afar vel fyrir nýbyggingar. „Svo er hægt að skoða þetta í þrívídd sem hentar oft sérstaklega vel þegar um er að ræða nýbyggingar, húsið er kannski ennþá í smíðum og fólk hefur jafnvel ekki séð rýmið í raun og veru, þá er oft gott að fá þessa þrívíddarteikningu til að átta sig á þessu,“ útskýrir Leó.

„Svo eru oft litlir hlutir sem fólk fattar ekkert endilega að leiða hugann að og þá erum við kannski að benda viðskiptavinum á að það sé betra að hafa þetta á vissan hátt út af smáatriðum, eins og að passa að hurðir lemjist ekki saman, þessi litlu atriði sem auka lífsgæðin,“ segir Leó. „Flestir fara í eldhús kannski einu sinni á 10–20 ára fresti en við erum að gera þetta daglega þannig að við höfum kannski aðeins betri þekkingu á þessu.“

Eldhúsinnréttingarnar frá JKE eru einstaklega vandaðar.

Litaval í samræmi við rýmið

Leó segir hvíta litinn sívinsælan en að fólk sé þó í ríkari mæli farið að prófa sig áfram í dekkri litum. „Hvítt selst alltaf ágætlega, en svo er fólk byrjað að taka eik eða dökka eik, og blanda því saman við svarta litinn eða mjög dökka liti, það kemur mjög fallega út.“

Þá hefur stærð rýmisins sem unnið er með gjarnan áhrif á litaval viðskiptavina. „Við sjáum svo muninn, sérstaklega eins og í nýbyggingum, að þá er oft rýmið miklu stærra sem eldhúsið er í, það er partur af stofunni og þá er fólk tilbúið að leika sér með dekkri liti, en í litlu eldhúsunum þá henta ljósari litir betur upp á að láta rýmið virka stærra.“

Þá sækir fólk mikið í náttúruleg og hrá efni. „Svona lífrænir eða mýkri litir eru aðeins að skríða inn hjá okkur og það er dálítið um rustic fíling og hráa eik, svona jarðtengingu.“ Hann segir andrúmsloft sjöunda áratugarins enn eftirsótt. „Oft er fólk líka að sækjast eftir endurhvarfi til sjöunda áratugarins, hansahillufílinginn og allt það, fólk er ennþá dálítið að leika sér með þá hluti.“

Eldhússkápana frá JKE er hægt að fá í mismunandi stærðum, alls konar litum og útfærslum.

Ekki verra að undirbúa sig

Leó ráðleggur fólki sem hyggst fara í eldhúsframkvæmdir að undirbúa sig með því að velta fyrir sér hvað það er sem sóst er eftir. „Það hjálpar mikið að vera búinn að glugga í bæklinga og skoða Pinterest og allt þetta til þess að fá innblástur og sjá hvað það er sem manni finnst spennandi.“

Það sé misjafnt hversu mótaðar hugmyndirnar eru. „Sumir koma og vita alveg nákvæmlega hvað þau vilja á meðan aðrir hafa ekki hugmynd.“

Næsta skref sé þá að skoða hugsanlegar útfærslur í samráði við BYKO-teymið. „Svo er það bara að vera með góða teikningu af rýminu, eða rétta, þá er hægt að setjast niður með fólkinu og byrja að púsla saman, sérstaklega ef þau vita um það bil hvernig þau vilja að þetta líti út og virki,“ útskýrir Leó. „Eftir smá spjall fær maður oftast á tilfinninguna hvað fólk er að vonast eftir.“

Þá sé gott að hafa hugfast að ferli af þessu tagi taki alltaf dálítinn tíma. „Þetta tekur alltaf einhvern smá tíma, bæði að rífa niður gamla eldhúsið og setja upp nýja, það þarf að muna eftir því.“

Fjárfesting til frambúðar

Innréttingarnar sem BYKO býður upp á eru frá danska gæðamerkinu JKE. „Þetta er kannski ekki endilega fyrsta eldhús sem þú kaupir en þetta er svona eldhús sem þú kaupir sem þú veist að þú munt vera að nota næstu 25 árin. Það er líka 5 ára ábyrgð á frontunum og 25 ára ábyrgð á öllu innvolsi þannig að þeir standa alveg við sína vöru.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.jke.is eða senda fyrirspurn á [email protected]