Stefán Pétur Kristjánsson, fyrirtækjaráðgjafi ELKO, segir að það sé orðið vinsælla að vinna að hluta til eða alfarið að heiman og því mikilvægt að fyrirtæki geti treyst því að starfsmenn séu með öflug en örugg tæki í þessu nýja vinnuumhverfi. Vinnuveitendur þurfa að geta treyst því að starfsfólk sé með örugg tæki þegar þau eru mögulega notuð til að tengjast inn á mörg mismunandi net með misgóðar varnir gegn netóværum.

Öruggar vinnutölvur

Stefán Pétur segir að nýju tölvurnar frá Samsung henti alveg einstaklega vel í því vinnuumhverfi sem við erum í nú til dags og heldur áfram:

„Samsung kynnti nýlega tvær nýjar fartölvur til leiks, þá annars vegar Galaxy Book2 Pro og hins vegar Galaxy Book2 Pro 360 sem er með snertiskjá sem hægt er að nota með S-penna. Báðar vélarnar eru einstaklega vel hannaðar og uppfylla allar þær kröfur sem nútíma fartölvunotendur krefjast. Galaxy Book2 línan er þunn, stílhrein og létt sem gerir hana meðfærilega og svo býður hún upp á WiFi 6E til að auka afkastagetu enn frekar. Rafhlöðuendingin er stórkostleg, allt að 21 klukkustund í notkun, en svo fylgir einnig USB-C hraðhleðslutæki sem einnig virkar á Samsung-farsíma, eitt hleðslutæki fyrir öll þín tæki. Möguleiki er á að sérpanta þessar vélar í 5G-útgáfu sem býður þá upp á nettengingu hvar og hvenær sem er, án þess að þurfa að reiða sig á hot spot-tengingu við síma,“ útskýrir hann.

„Það er markmið hjá Samsung að bjóða ekki aðeins upp á bestu tækni sem völ er á heldur einnig upplifun sem einfaldar okkur daglegt líf og hjálpar okkur að leysa verkefni á einfaldan og skilvirkan hátt. Við lifum á tímum þar sem samskipti, þægindi og einfaldleiki skiptir miklu máli og Book2 Pro vélarnar eru hannaðar með það að leiðarljósi. Þær eru vel hannaðar, léttar og öflugar og henta einstaklega vel í þennan heim, þar sem allir eru tengdir og mikið á ferðinni.“

Stefán Pétur útskýrir að Galaxy Book2 línan sé útbúin auknum öryggisbúnaði í gegnum Intel vPro og með Intel Hardware Shield er bæði vélbúnaður og hugbúnaður betur varinn gegn árásum og óværum. Með því að fylgjast bæði með BIOS og stýrikerfinu getur Galaxy Book2 hjálpað fyrirtækjum að halda starfsmönnum og viðkvæmum gögnum öruggum.

Til viðbótar er Samsung með Private Share sem er hannað sérstaklega til að dulkóða og deila gögnum á öruggan hátt milli starfsmanna og til dæmis er hægt að setja inn tímaramma á hvenær gögnin „renna út“. Starfsmenn geta einnig nýtt sér það að skrá sig inn með Samsung-reikningnum sínum og ef þeir skyldu týna vélinni er hægt að skrá sig inn á Samsung SmartThings Find og sjá hvar vélin er stödd í heiminum. Til að setja enn hærri öryggiskröfur er Book2 Pro línan sú fyrsta sem styður kröfur Microsoft um Secure Core tölvur.

Samsung Galaxy Book2 Pro 360 sem er með snertiskjá sem hægt er að nota með S-penna.

Meira fyrir fólk á ferðinni

Galaxy Book2 línan er líka sérstaklega hönnuð með Galaxy-umhverfið í huga og Stefán Pétur segir einfalt að tengjast bæði símum og aukahlutum, til dæmis Galaxy Buds heyrnartólum, samnýta gögn á milli tækja og deila efni yfir á aðra skjái.

„Galaxy Book Smart Switch einfaldar þér svo að færa gögn, myndir, stillingar og fleira af gömlu tölvunni yfir á nýju Samsung-vélina þannig að skiptin eru einföld og þægileg. Einnig býður Samsung Port tengikvíin þér einfalda og stílhreina lausn til að tengja til dæmis skjá, lyklaborð, mús, internet og rafmagn við tölvuna,“ segir hann.

„Við erum meira á ferðinni eða meira heimavinnandi en áður, hefðbundið skrifstofustarf hefur breyst mikið undanfarið og kröfur til símtækja einnig. Þetta nýja vinnuumhverfi, blanda af heimavinnu og skrifstofu, kallar á nýjar lausnir og hugsun um hvernig við getum nýtt tækin og tæknina betur í starfi. Og þá skiptir líka miklu máli að huga að öryggi tækja sem við veljum að nota.“

Samsung Galaxy Book2 Pro. Þessi lína af tölvum er þunn, stílhrein og létt sem gerir hana meðfærilega. Hún býður upp á WiFi 6E til að auka afkastagetu enn frekar.

Samkvæmt Stefáni Pétri hefur Samsung verið brautryðjandi í að styðja allar nútíma þarfir, með bæði vélbúnaði og hugbúnaði, síðast sameinað í nýja samanbrjótanlega snjallsímanum Galaxy Z Fold4.

„Með Galaxy Z Fold4 færir Samsung þér sveigjanlegan vinnustað með meiri hreyfanleika, frelsi og afkastagetu – með sömu forritum og öryggiskröfum og vinnutölvan. Galaxy Z Fold4 er nýjasta útgáfa frá Samsung á hinum fullkomna sveigjanlega vinnustað, án þess þó að skerða öryggiskröfur eða frammistöðu á nokkurn hátt,“ segir Stefán Pétur og heldur áfram:

„Við hjá ELKO teljum að þig eigi ekki að skorta neitt, jafnvel þegar þú vinnur á ferðinni eða heiman frá. Okkar starf felst í því að bjóða upp á ný tækifæri og brjóta niður takmarkanir fyrri tíma og því vinnum við hörðum höndum að því að bjóða lausnir sem hjálpa okkar viðskiptavinum inn í framtíðina. Bara vegna þess að heimurinn gerir meiri kröfur um sveigjanleika, þá teljum við að það eigi ekki að gera of miklar málamiðlanir. Þess í stað viljum við skapa ný tækifæri fyrir þig og nýta tæknina til að mæta þessum nútíma kröfum.“

Samsung Galaxy Z Fold4 snjallsíminn er á stærð við hefðbundinn snjallsíma ef hann er lokaður en opinn verður hann að spjaldtölvu sem er tilbúin í öll dagleg verkefni.

Með Samsung Galaxy Z Fold4 gerir Samsung það enn auðveldara að vera á ferðinni með alla skrifstofuna í vasanum þar sem hægt er að vera tengdur þínu fyrirtæki hvar og hvenær sem er að sögn Stefáns Péturs. „Við vitum að það eru gerðar miklar kröfur til öryggis og sveigjanleika á vinnustað og með Galaxy Z Fold4 færðu það besta úr báðum heimum. Risaskjár, KNOX-öryggi, meiri afköst og möguleikar á að tengjast öðrum skjáum á einfaldan hátt eru allt kostir sem Galaxy Fold4 býður upp á. Við erum að sjá byrjun á byltingu í því hvernig fyrirtæki setja upp sínar skrifstofur og vinnuumhverfi. Ef það er hægt að nýta eitt tæki í stað tveggja eða jafnvel þriggja þá segir það sig sjálft að þetta býður upp á gríðarlegan sparnað fyrir fyrirtæki. Að útvega starfsmanni tæki sem er bæði sími og tölva sparar mikinn pening í tækjakosti en einnig upplýsingatæknikostnaði fyrirtækja, sveigjanleikinn eykst og framleiðni einnig,“ segir hann.

Stefán Pétur segir að nýju tölvurnar frá Samsung henti alveg einstaklega vel í því vinnuumhverfi sem við erum í nú til dags. MYNDIR/AÐSENDAR

Með DeX-lausninni veitir Samsung möguleika á að nýta símtækið á sama hátt og tölvuna.

„Þökk sé Samsung DeX þá getur þú notað símann sem tölvu hvar sem er. Það eina sem þarf að gera er að tengjast við skjá eða sjónvarp. DeX gerir þér sem sagt kleift að hafa aðgang að tölvu hvar og hvenær sem er án þess að þurfa að taka hana með þér, hvort sem það er heima hjá þér, á ferðalögum eða á fundum úti í bæ. Einnig er hægt að nota þráðlausa mús og lyklaborð í gegnum Bluetooth til að breyta hvaða umhverfi sem er í skrifstofu,“ segir Stefán Pétur og bætir við að Samsung sé í mjög nánu samstarfi við Citrix og Microsoft um hin ýmsu forrit, sem gerir það að verkum að þau virka fullkomlega með DeX. Þetta þýðir að kerfið sjálft skalast upp og niður, allt eftir hvaða skjá þú tengir við símann eða ef þú notar símann sjálfan.

Stefán Pétur segir hægt að tengja símann með snúru við hvaða Windows-tölvu sem er og komast í forritin og gögnin þín – alveg sama þó að þú sért ekki með aðgang að skjá, lyklaborði eða mús. Tölvan sem þú tengist breytist þá í þitt vinnusvæði í gegnum DeX en gögnin þín eru samt sem áður í símanum þínum, algerlega ótengt gögnunum í hinni tölvunni. Þannig getur þú unnið áfram án þess að þurfa að skrá þig inn á tölvu sem þú þekkir ekki og haldið í öryggiskröfur fyrirtækisins.

Samsung Multiport tengikví er einföld lausn til að tengja saman lyklaborð, mús, internet og rafmagn við tölvuna.

Traust og örugg gögn

„Þegar við erum meira á ferðinni, notum farsíma meira við vinnu og erum kannski með viðkvæm gögn í tækjunum þá þarf að huga betur að öryggi í farsímum. Samsung Knox Suite er lausn sem er hönnuð með þetta í huga, að tryggja öryggi gagna en á sama tíma sjá til þess að við höfum aðgang að þeim þegar við þurfum á þeim að halda. Samsung Knox tryggir meðal annars að gögnin sem sótt eru á tækið séu alltaf dulkóðuð. Einnig getur fyrirtækið fjarlægt viðkvæm gögn úr tækinu ef það eyðileggst eða er stolið, án þess að hafa tækið í höndunum,“ segir Stefán Pétur og lýsir því að hjá Samsung sé öryggið til staðar frá byrjun.

„Aðalatriðið með KNOX er að það er innbyggt frá upphafi. Þegar þú opnar símann – eða spjaldtölvuna eða úrið – úr kassanum þá er tækið öruggt. Þú þarft ekki að bæta öryggishugbúnaði ofan á stýrikerfið, það er þegar innbyggt frá upphafi. Þetta lágmarkar hættuna á spilliforritum og að brotist verði inn í tækið og það er meiri áhætta fólgin í því að bæta við hugbúnaði eftir að tækin hafa verið tekin í notkun. “

Fyrir fyrirtækjaþjónustu hafið samband við b2b@elko.is