Með nýuppfærðri námsbraut Framabraut – Tæknistjórnun, er þörfum atvinnulífsins mætt. Starf kerfisstjóra hefur tekið miklum breytingum og námsbrautin er uppfærð reglulega í takti við þarfir vinnumarkaðarins. Promennt aðlagar námið nýjum aðstæðum og má þar nefna sérstaka áherslu á þjónustu, öryggismál og skýjaþjónustur Microsoft Office 365, Windows 10, AWS og Azure. Stóraukin áhersla á notkun skýjalausna í atvinnulífinu kallar á þjálfun fólks á nýjum vettvangi í nýrri námsbraut Framabraut – Tæknistjórnun.

Innifalið í námsbrautinni eru svo fjögur alþjóðleg Microsoft-próf,“ útskýra kennarar Promennt, þeir Guðni Þór Hauksson og Guðmundur Pétur Pálsson, en þeir eru einu Íslendingarnir sem bera meistaragráðu frá Microsoft (Microsoft Certified Master) í Active Directory og communications.

Námið hentar öllum, segja Guðmundur og Guðni og hvetja konur til að sækja um.

Sérstök vottun frá Microsoft Promennt er eina fræðslufyrirtækið á Íslandi sem er með sérstaka vottun fræðsluaðila frá Microsoft og Amazon Web Services, en til þess að öðlast slíka viðurkenningu þarf að uppfylla mjög ströng gæðaskilyrði bæði frá Microsoft og Amazon. Þar má til dæmis nefna sérstaklega öflugan vélbúnað, sérsniðið vottað námsefni, úrvalsaðstöðu og kennara með svokallaðar MCT-gráður (Microsoft Certified Trainer). Allir kennarar Promennt á Framabraut – Tæknistjórnun eiga það sameiginlegt að búa yfir gríðarlega mikilli reynslu í upplýsingatækni og hafa þar að auki Microsoft Certified Trainer gráðu frá Microsoft. Promennt er viðurkenndur fræðsluaðili hjá Menntamálastofnun. „Kjarnastarfsemi Promennt er fjórþætt en það er markmið okkar að vera eftirsóttasti kostur atvinnulífsins í fræðslumálum,“ segja þeir

Nám fyrir alla

Þegar Guðni er spurður hverjum námið þjóni best, svarar hann: „Námið hjá Promennt hentar öllum sem hafa áhuga á tæknigeiranum, tölvum og þeim sem vilja í raun fara inn á þann starfsvettvang. Promennt fær alls konar námsmenn á öllum stigum. Um er að ræða mjög gagnlega og áhugaverða námsbraut sem gerir talsverðar kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem hafa áhuga á að skapa sér frama á upplýsingatæknisviði með tæknistjórnun sem aðalgrein. Námið er því upplagt fyrir byrjendur í upplýsingatækni, þar sem hvorki er krafist reynslu né annarrar menntunar á sviði upplýsingatækni,“ upplýsir Guðni og bætir við: „Sem dæmi höfum við fengið til okkar konu sem vann áður í frystihúsi og vildi breyta um starfsvettvang og kemur hún í námið til okkar – klárar það með glans og útskrifast með vinnu. Það er þó gott að hafa almenna grunnþekkingu á tölvum áður en byrjað er.“

Guðmundur bendir á að Framabraut – Tæknistjórnun sé nýuppfærð námsbraut Promennt sem áður hét Kerfisstjórnun. „Tekin var ákvörðun um að breyta nafninu þar sem tækninni hefur fleygt mikið fram og við þróum brautina okkar alltaf eftir nýjustu lausnunum sem eru í boði og passaði því heitið Kerfisstjórnun ekki lengur, þar sem mikið af hugbúnaðarlausnunum er komið í skýið,“ segir hann.

Vilja fjölga konum

Að sögn þeirra félaga hefur verið mikil eftirspurn eftir fólki með sérfræðimenntun og sérfræðiþekkingu í upplýsingatækni hjá íslenskum fyrirtækjum. Þau hafa í sívaxandi mæli sóst eftir starfsfólki úr nemendahópi Promennt. Þá hefur aukist að óskað sé eftir konum til starfa í tæknigeiranum til að jafna kynjahlutföll. „Bæði konur og karlar sækja þetta nám. „Við erum mjög hreinskilin með að við værum til í að fá fleiri konur í námið, þar sem mikil eftirspurn er eftir þeim í tæknigeirann. Karlar eru í meirihluta en við erum að sjá hlutföllin ca. 70/30 og upp í 90/10 og þá karlar í meirihluta. Námsbrautin hentar svo sannarlega báðum kynjum og mannleg samskipti eru orðin stór partur af starfinu sem fylgir tækniog notendaþjónustu.“

Góðar viðtökur

Guðni segir að námsbrautin hafi verið unnin í samstarfi við Microsoft og verið sett upp í samvinnu við mörg af stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum á Íslandi, með þarfir þeirra í huga. „Námsbrautin hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur bæði nemenda og vinnumarkaðarins og hafa margir nemendur okkar hafið störf á nýjum vettvangi eftir námið. Fólk kemur úr öllum starfsgreinum og á öllum aldri. Sömuleiðis koma líka einstaklingar sem vilja endurmennta sig í faginu. Promennt fær einnig margar fyrirspurnir frá fyrirtækjum um nemendur sem eru að klára námið þar sem mikil vöntun er á fólki í þessari atvinnugrein. Sömuleiðis hafa fyrirtæki kostað starfsfólk í þetta nám svo það geti tekist á við nýjar áskoranir á vinnustað. Okkar markmið er að útskrifa sem flesta, en þess má geta að nemendur okkar útskrifast með alþjóðlega Microsoft-gráðu í tæknistjórnun.“

Aðstaðan hjá Promennt er mjög góð og boðið upp á allra nýjustu tækni.

Atvinnuskapandi nám

Guðmundur bendir á að tæknigeirinn sé mjög dýnamískur og þess vegna þurfi ráðgjafar og leiðbeinendur að fylgjast vel með hröðum breytingum og nýjustu tækni hverju sinni. „Við uppfærum Tæknistjórnarbrautina okkar hratt með tilliti til nýjustu tækni og lausna,“ segir Guðmundur. Þeir segjast finna vel fyrir því að fólk vilji stöðugt leita sér meiri þekkingar. Hluti þess sé að fólk vilji skipta um starfsvettvang eða bæta við sig þekkingu. „Námið okkar er krefjandi, talsverður heimalestur, verkefni og lokaverkefni. Nemendur hafa verið mjög ánægðir í náminu enda er það atvinnuskapandi og þá sérstaklega í tæknistörfum. Við erum með 18 pláss hverju sinni en getum brugðist við ef eftirspurnin eykst mikið og verið með tvo bekki.

Promennt er til húsa í Skeifunni 11b í Reykjavík. Námið er kennt á staðnum en hægt er að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Þannig er hægt að taka þátt í kennslustund óháð búsetu. Einnig er hægt að stunda bæði staðnám og fjarnám, en þannig geta nemendur stundum verið á staðnum og stundum í fjarkennslu. Flest stéttarfélög eða fræðslusjóðir niðurgreiða námið hjá Promennt. Framabraut – Tæknistjórnun er tveggja anna námsbraut sem samanstendur af sex námseiningum, alls 541 kennslustund.

Hægt er að stunda nám í Tæknistjórnun hjá Promennt á kvöldin. Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17.30–21 og svo annar hver laugardagur frá 9–12.

Nemendur hafa aðgang að upptökum af öllum kennslustundum í gegnum Microsoft Teams. Upptökurnar veita góðan stuðning við námið, sem mun gagnast nemendum vel, hvort sem námið er stundað í fjarkennslu eða í staðnámi. n Frekari upplýsingar um námið Framabraut – Tæknistjórnun má fá á heimasíðunni promennt.is eða í síma 519 7550.