Myndin er framhald af kvikmyndinni Shazam! sem kom út árið 2010.

Hér snýr Asher Angel aftur í hlutverki Billy Batson og Zachary Levi snýr aftur sem Shazam. En Þegar Billy segir töfraorðið „SHAZAM!“ breytist hann í fullorðnu ofurhetjuna Shazam.

Shazam! hlaut mikið lof gagnrýnenda fyrir að vera léttari og skemmtilegri en fyrri myndir í DCEU-röðinni en það hefur verið nokkur bið eftir framhaldinu. Upphaflega átti Shazam! Fury of the Gods að koma út 1. apríl 2022, en heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn. Eftir þrjár frestanir í viðbót geta áhorfendur loks fengið að sjá framhaldið af ævintýrum ofurhetjunnar Shazam í kvikmyndahúsum nú í mars.

Í myndinni þurfa Billy Batson og fóstursystkin hans, sem öll geta breyst í ofurhetjur, að berjast við Dætur Atlasar. Dæturnar eru leiknar af ekki síðri leikkonum en Helen Mirren, Lucy Liu og Rachel Zegler. Billy og fóstursystkinin, sem leikin eru af Jack Dylan Grazer og Adrian Brody sem Frederick „Freddy“ Freeman, Ross Butler og Ian Chen sem Eugene Choi og Meagan Good og Faithe Herman sem Darla Dudley, þurfa að koma í veg fyrir að dætur Atlasar noti vopn sem gæti eytt heiminum.

Frumsýnd 17. mars 2023

Aðalhlutverk: Zachary Levi, Asher Angel, Jack Dylan Grazer, Rachel Zegler, Adam Brody, Ross Butler, Meagan Good, Lucy Liu, Djimon Hounsou, Helen Mirren

Handrit: Chris Morgan, Henry Gayden og Laura Nativo

Leikstjórn: David F. Sandberg

Bönnuð innan 12 ára

Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó