Íslensku húðvörurnar frá TARAMAR fara nú sigurför um heiminn. Þær hafa fengið fjölda verðlauna í alþjóðlegum samkeppnum og meðal annars verið valdar sem „Best Organic Beauty Brand 2020“ hjá Global Makeup Awards og „Most Innovative Company of the Year 2021“ hjá Lux-life Health and Wellness Awards. Auk þess voru TARAMAR vörurnar valdar úr miklum fjölda umsókna til að koma fram í Galleríi Flying Solo á Manhattan í New York, en þessi nýtískulega búð setur til hliðar ákveðið rými til að kynna það sem þeim finnst nýtt og spennandi á markaðnum.

Vildarklúbbur TARAMAR hefur vaxið hratt bæði hér heima og erlendis og telur nú rúmlega 3.000 manns. Allir vildarvinir hafa aðgang að vörunum á góðu verði og fá inneign á viðskiptareikning í hvert skipti sem þeir versla á taramar.is, eða taramarseeds.com ef viðkomandi er erlendis. Nýir vildarvinir fá alls 5.000 punkta (5.000 krónur) í inneign í fyrsta skipti sem þeir skrá sig í klúbbinn.

TARAMAR vörurnar eru framleiddar í Sandgerði en þær byggja á íslensku hráefni sem safnað er um allt land, svo sem frá Móður Jörð á Fljótsdalshéraði, Hæðarenda í Grímsnesi og Bláskel í Breiðafirði. TARAMAR hefur þróað sérstakar aðferðir til að hámarka gæði

Húðvörur svo hreinar að það má borða þær

Nýsköpunin á bak við TARAMAR vörurnar á uppruna sinn í tveimur ólíkum sviðum innan Háskóla Íslands, en stofnendur TARAMAR, Guðrún Marteinsdóttir og Kristberg Kristbergsson, eru bæði prófessorar, annars vegar við í Líf- og umhverfisvísindadeild og hins vegar við Matvæla- og næringarfræðideild.

Guðrún segir að þar sem þau komu ekki úr lyfjageiranum, þar sem flestar húðvörur eru þróaðar, heldur úr fagsviðum matvæla- og sjávarlíffræði, þá hafi TARAMAR vörurnar orðið líkari matvælum heldur en venjulegum snyrtivörum, sem oft innihalda efni sem ekki má borða og jafnvel efni sem hafa slæm áhrif á húð og innra umhverfi líkamans.

„Það var vissulega eitt af markmiðum okkar að vörurnar okkar yrðu svo hreinar að það mætti tæknilega borða þær. Það hefur tekist og í dag innihalda þessar vörur ekkert sem er skaðlegt, hvorki fyrir mannfólkið né umhverfið,“ segir Guðrún. „Þegar ég fór fyrst að skoða innihaldsefni í húðvörum þá má segja að ég hafi orðið fyrir smá sjokki. Það er eiginlega ótrúlegt hvaða efni má finna í þessum vörum, en fyrir utan að vera oft skaðleg þá eru þetta almennt ódýr efni sem maður er vanur að sjá í flísalími, málningu eða jafnvel í dekkjum undir bifreiðar,“ segir Guðrún.

„Þetta eru efni sem eru framleidd í milljónum tonna og hægt að kaupa mjög ódýrt. Það gerir mann vissulega reiðan að sjá síðan þessi sömu efni komin í flottar og glitrandi krukkur og seld sem rándýr krem.

Íslensku húðvörurnar frá TARAMAR hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga og voru meðal annars valdar úr fjölda snyrtivörumerkja til kynningar á nýsköpun hjá tískuhúsinu Flying Solo á Manhattan í New York.

Lífvirkar ferjur færa andoxunarefnin í dýpri lög húðarinnar

„Við gerðum okkur snemma grein fyrir því hvaða verðmæti voru fólgin í íslensku hráefnunum og einsettum okkur að þróa aðferðir sem hámörkuðu gæði og virkni þessara efna sem og leiðir til að vernda þau, allt frá uppskeru jurtanna og þangað til þær höfðu verið verkaðar í tilbúin extrökt sem eru blönduð saman við önnur efni í formúlunni,“ útskýrir Guðrún.

„Til að ná þessu markmiði og búa til virkar formúlur sem höfðu afgerandi jákvæð áhrif á húð þá nýttum við meira en 25 ára reynslu Kristbergs við rannsóknir og gerð á lífvirkum ferjum til að pakka efnunum inn í litla bolta (liposome) sem voru gerðir úr sama efni og finnast í öllum frumuhimnum (fosfólípíð) en þessar ferjur vernda efnin og færa þau inn í dýpri lög húðarinnar.“

Staðfest virkni frá óháðri franskri rannsóknarstofu

„Ferjurnar gjörbreyta virkni formúlanna. Þannig nýtast eiginleikar þangsins og jurtanna sem best, en við höfum þróað gríðarlega öflug andoxunarefni sem og efni sem styrkja frumuhimnur, stuðla að heilbrigðum bruna innan í frumunum, draga úr þrota og stoppa niðurbrot á uppbyggingarvefjum húðarinnar, s.s. kollageni og elastin,“ segir Guðrún.

„Í dag höfum við fengið þessa virkni staðfesta hjá óháðum erlendum rannsóknarstofum og höfum þannig staðfesta tölfræði yfir hvað vörurnar gera. Prófanir á 32 konum í 28 daga í Frakklandi sýndu til dæmis að serumið eykur kollagen í húð um allt að 20% um leið og það byggir upp raka og dregur úr vökvamissi um 18%, jafnar húðina og gerir hrukkur og fínar línur minna áberandi. Í öllum tilfellum þá fer húðin að ljóma og fær á sig fallegri lit,“ segir Guðrún.

„Reynsla okkar hefur einnig sýnt að fólk metur mikið hvað húðin verður þægileg og skemmtileg viðkomu. Húðin er stærsta líffærið okkar og það hefur því áhrif á alla líkamsstarfsemina sem og andlega líðan að hún sé í lagi og að okkur líði vel í henni.“

Morgunfrú frá lífrænu býlunum Móður Jörð og Hæðarenda er undirstaða í dagkreminu og veitir því sérstaka eiginleika sem felast í styrkingu húðarinnar. MYND/AÐSEND

Dagkremið endurræsir húðina

„Dagkremið er fyrsta kremið í TARAMAR línunni sem ég þróaði,“ segir Guðrún. „Ég var orðin 55 ára gömul og ég upplifði að húðin var orðin föl og líflaus. Þegar ég fór að lesa mér til og skoða rannsóknir annarra þá komst ég að því að þetta er algengt og ástæðan liggur meðal annars í því að húðin er orðin stífluð, bæði vegna notkunar á kremum og snyrtivörum sem innihalda efni sem húðin á erfitt með að losa sig við, en einnig vegna hægari bruna og uppsöfnunar á úrgangsefnum úr líffræðilegum ferlum líkamans.

Mér fannst þetta mjög áhugavert og það fór í gang langt og mikið rannsóknaferli þar sem ég prófaði og mældi fjöldann allan af efnum og formúlum. Á þremur árum varð dagkremið til en í dag er ég einna stoltust af þessu kremi,“ segir Guðrún. „Það er byggt upp til að fá frumurnar til að vinna betur og losa út úrgangsefni. Það inniheldur efni úr þörungum, morgunfrú og hvönn sem styrkja frumurnar, gera húðina teygjanlegri og sterkari og viðhalda mildri hreinsun (sem margir verða ekki varir við) með þeim afleiðingum að húðin fer að ljóma og tekur á sig hraustlegt og fallegt útlit. Ég geng ekki lengur um eins og draugur, heldur er húðin mín falleg á litinn og mér líður bara frábærlega. Í raun stend ég mig oft að því að strjúka hana og fyllast vellíðan, sem er svo dásamlega skemmtilegt.“

Það má líka geta þess að dagkremið fékk verðlaun í flokki „Best Moisturizing Cream“ í stórri alþjóðlegri samkeppni, the Global Makeup Awards UK 2021.

Nánari upplýsingar um vörurnar á taramar.is sem jafnframt er vefverslun.