Danielle Rodriguez sneri aftur í boltann á nýju leiktímabili í september 2022 eftir kærkomið tveggja ára hlé. „Ég spilaði körfubolta í Háskólanum í Utah í Bandaríkjunum á meðan ég stundaði þar nám í markaðsfræðum. Eftir það flutti ég til Íslands árið 2016 því ég vildi reyna fyrir mér í atvinnumennskunni. Fjórum árum síðar, 2020, ákvað ég að það væri kominn tími til að ég tæki mér hlé, enda þá búin að spila af kappi í átta ár.

Þetta er auðvitað heilmikið álag á líkamann enda er háskólaboltinn eins og 100 prósent vinna með náminu. Ég var að spila að meðaltali um 38 mínútur af 40 í hverjum leik. Rúmlega tvítugur líkami á mun auðveldara með að spila 40 mínútna leik og er mun fljótari að ná sér eftir það heldur en 26 ára gamall líkami. Ég var farin að finna vel fyrir því daginn eftir leiki. Stundum var eins og ég hefði orðið undir bíl og þurfti á þessum tímapunkti sárlega á andlegri og líkamlegri hvíld að halda,“ segir Danielle.

Fann til í öllum líkamanum

Hún tók sér því rúmlega tveggja ára hlé, flutti til Bandaríkjanna og æfði körfubolta á menntaskóla- og háskólastigi í San Diego. „Fyrst um sinn saknaði ég þess ekki að vera ekki að spila, en ég hafði endurkomuna á völlinn þó alltaf bak við eyrað. Eftir tvö ár, orðin 28 ára gömul og í skrifstofustarfi, sá ég fram á að ég gæti vel hugsað mér að byrja aftur að spila. Ég ákvað því í mars að skrá mig á samning hjá Grindavík og byrjaði að spila með þeim í september síðastliðnum.“

Í byrjun síðasta árs var Danielle enn í fullu starfi og hóf að æfa meðfram því. Þá hafði hún lítið sem ekkert æft í eitt og hálft ár. „Þetta var því nokkuð stórt stökk hjá mér. Í apríl, þegar ég kláraði uppsagnarfrestinn í vinnunni, gat ég svo hellt mér út í æfingar þrisvar á dag. Það var óneitanlega mikið álag á líkamanum frá mars til júlí og það var ný reynsla að skipuleggja allar æfingar sjálf. Ég fann til í öllum líkamanum eftir æfingar, og þá sérstaklega í liðum, hásinum, hnjám og ökklum.

Ég heyrði af kollageni og Joint Rewind frá Feel Iceland á samfélagsmiðlum og vissi til þess að margt afreksfólk í íþróttum væri að taka þetta inn. Ég ákvað því að taka af skarið og prófa, enda var ég tilbúin í allt sem gæti hjálpað frammistöðunni svona fyrsta árið eftir hlé. Ég vissi líka að ég þyrfti að taka þetta inn í um þrjá mánuði til að finna árangurinn.“

Danielle segist oft hissa á því hve miklu sprækari hún sé daginn eftir leikdaga, miðað við fyrir nokkrum árum. Eitt af því sem hjálpar til við endurheimtina er kollagenið frá Feel Iceland. Fréttablaðið/Valli
Valli

Líður betur í kroppnum nú en fyrir fjórum árum

Danielle tekur kollagenduft og Joint Rewind kollagenhylki frá Feel Iceland daglega. „Stundum blanda ég þessu út í smoothie eða kaffið mitt á morgnana. Mér finnst þó best að taka þetta inn strax eftir æfingu og þá hentar mér að blanda því út í vatn. Ég hafði fyrst áhyggjur af því að það væri eitthvert eftirbragð af þessu en ég hafði kynnst því í öðrum vörum sem hjálpa til við endurheimt. En ég kann vel að meta að það er ekkert skrítið eftirbragð af þessu.

Danielle blandar yfirleitt kollagenduftinu út í vatnsbrúsann eftir æfingar.

Ég viðurkenni alveg að ég hef gleymt að taka þetta inn endrum og eins og þegar ég fór til Bandaríkjanna fyrir stuttu tók ég það ekki með mér. Ég missti því úr skammt í tvær vikur. Fyrst um sinn hugsaði ég með mér hvort þetta væri nú að gera eitthvað, en svo eftir tvær vikur fann ég að ég þyrfti nú að byrja aftur að taka þetta sem allra fyrst,“ segir Danielle.

„Í dag get ég sagt með nokkurri vissu að mér líður betur í líkamanum heldur en áður en ég tók mér hvíld frá boltanum árið 2020, þrátt fyrir að vera nú orðin nokkrum árum eldri. Sumt kemur hægt eða aldrei aftur og þegar ég var yngri gat ég tekið hnébeygjur með mun meiri þyngd en ég geri í dag. Ég spila líka að meðaltali einni mínútu styttra í hverjum leik en áður.

Mesti munurinn sem ég finn fyrir er daginn eftir leik. Hér áður fyrr átti ég erfitt með að standa upp úr rúminu og gat illa gengið vegna verkja og stirðleika. Það tók mig nær allan daginn að ná mér. Í dag líður mér mun betur í kroppnum og get jafnvel tekið létta skotæfingu daginn eftir leik. Það var óhugsandi áður.

Mánudags- og þriðjudagsmorgna byrja ég á lyftingaæfingu og tek skotæfingu í kjölfarið. Áður en ég fer svo á æfingu seinnipartinn skipulegg ég daginn, fæ mér að borða og fæ mér kríu ef ég hef tíma. Þjálfarastarfið bætir um þremur tímum við vinnudaginn og það er síður en svo kyrrsetustarf. Fimmtudagar og föstudagar eru svipaðir og svo eru leikdagar á miðvikudögum. Á laugardögum vakna ég fyrr en vanalega og tek vel á því út daginn, en tek svo hvíld á sunnudögum. Ég finn að ég á orðið mun auðveldara með að ná mér á milli æfinga, og er oft hissa á mér hversu spræk ég er á fimmtudögum eftir leikdaga.“

Nýtur sín betur en áður á vellinum

„Það helst auðvitað margt í hendur við að bæta andlega og líkamlega líðan: kollagenið, Joint Rewind hylkin, en líka að borða vel og fá nægan svefn. Ég finn líka að hléið gerði mér gott, bæði að æfa ekki jafn stíft og áður og að spila ekki í leikjum. Ég hef einnig öðlast nýja sýn og get með sanni sagt að ég nýt þess mun betur í dag að spila körfubolta heldur en fyrir 3–4 árum. Það er oftast mjög gaman hjá mér á vellinum. Ég sé fram á að geta spilað í takmarkaðan fjölda ára í viðbót og vil því njóta þess tíma sem ég á eftir á vellinum.“

Feel Iceland vörurnar fást meðal annars á eftirtöldum stöðum: Lyfju, Heilsuhúsinu, Lyfjum og heilsu, Hagkaup, Fjarðarkaupum, Apótekaranum, Fríhöfninni og Nettó. Sjá nánar á feeliceland.com