Fyrirtækið Pure Labs ehf. í Suðurnesjabæ framleiðir vörurnar. Daði Freyr Ingólfsson lyfjafræðingur stofnaði fyrirtækið og hefur þróað vörurnar ásamt Sölva Geir Ottesen knattspyrnumanni.

„Ég útskrifaðist með MA-gráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og svo frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn með MA-gráðu í nýsköpun. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á CBD-vörum og öllum efnum í kannabisplöntunni. Það eru svo mörg efni í henni og margir viðtakar. Þetta er lítið rannsakað efni sem mér finnst skrítið, miðað við hvað það er vitað um virknina í því,“ segir Daði Freyr.

Daða Frey langaði að hanna CBD-vörur frá grunni, en þegar hann byrjaði að líta í kringum sig hér á landi fannst honum lítið af CBD-vörum á markaði og þær misgóðar og misspennandi.

„Mig langaði að hanna vörur þar sem ég get stjórnað CBD-magninu út frá nýjustu rannsóknum. Ég kom mér í samband við félaga minn, Sölva Geir Ottesen knattspyrnumann, en hann hafði líka áhuga á CBD. Hann var sérstaklega að horfa á bólgueyðandi virknina fyrir íþróttamenn sem fá til dæmis oft hnjámeiðsl,“ útskýrir Daði Freyr.

Þeir Daði Freyr og Sölvi Geir stofnuðu Pure Labs árið 2019 og byrjuðu á að þróa Sprota CBD-vörurnar með það að markmiði að hafa sem fæst aukaefni í vörunum.

„Við vildum einbeita okkur að því að hafa gott CBD og nýta nýjustu rannsóknir til að hanna formúlu svo upptaka CBD verði mjög góð. Við hófum þróun á vörunum og komum með þessa vörulínu sem við erum mjög sáttir með. Hún hefur líka fengið gríðarlega góðar viðtökur,“ segir Daði Freyr.

Innihaldsefnin í Sprota CBD-vörunum stuðla að mjög góðri upptöku CBD.

Virkni CBD fyrir húðina

Daði Freyr útskýrir að í öllum frumum mannslíkamans séu viðtakar sem CBD nemur. Í taugafrumum, húðfrumum og meira að segja hárfrumum.

„CBD er fyrst og fremst andoxandi. Það ver húðina fyrir skemmdum, til dæmis frá sólarljósi. Það er líka bólgueyðandi og virkar sérstaklega vel á exem, útbrot og bólur. CBD hjálpar til við að minnka roða í húðinni og halda henni unglegri,“ segir Daði Freyr.

„Það fólk sem hefur prófað okkar vörur hefur verið með ýmiss konar húðvandamál. Það eru allir alveg svakalega sáttir við vörurnar. Sérstaklega af því hvað varan er hrein. Vegna þess að við notum engin ilmefni eða aukaefni þá henta vörurnar öllum og eru ekki ofnæmisvaldandi. Vörurnar eru sérstaklega góðar fyrir fólk með viðkvæma húð sem þolir illa sterk krem.“

Vörurnar eru framleiddar á Íslandi en Daði Freyr segir að CBD-ið komi enn þá að utan, þar sem það er ekki fáanlegt á Íslandi.

„En það breytist vonandi bráðum. Við leggjum líka áherslu á að varan sé umhverfisvæn, en allt glerið í umbúðunum er úr endurunnu gleri. Það er að sjálfsögðu endurvinnanlegt líka,“ segir hann.

„Vörurnar komu á markað nýlega og eru til sölu í apótekum og fleiri verslunum. Það er líka hægt að kaupa þær á netinu.“

Vörurnar eru fjórar eins og er og eru í umbúðum úr endurunnu gleri. MYND/AÐSEND

Einstök virkni

Sproti CBD-línan inniheldur fjórar vörur; CBD-andlitskrem, CBD-body lotion, CBD-húðolíu og CBD-serum.

„Grunnurinn í vörunum er samsettur þannig að hann margfaldar upptöku CBD í húðinni. CBD dregst ekki mjög vel inn í húðina eitt og sér svo það þarf að hafa önnur efni með sem auka upptökuna. Þess vegna settum við fitusýrur með í vörurnar sem auka upptökuna til muna,“ útskýrir Daði Freyr.

„CBD virkar öðruvísi á húðina en önnur efni. Það er vegna kannabínóíða-viðtakanna sem kannabínóíða-efni virkja. Það veldur því að bólgumyndun minnkar, sem hefur margt í för með sér. Bólgumyndun getur komið fram sem exem eða roði eða sem mikill þurrkur í húðinni. Ég hef séð fólk koma til mín með stór rauð útbrot á höndum eða fótum. Það ber á sig serumið eða húðkremið og eftir viku eru útbrotin farin. Þau koma ekkert aftur ef fólk er að bera þetta á sig. CBD hefur einstaka virkni. Þú finnur þessa virkni ekki í öðrum efnum.“

Daði Freyr segir að serumið hafi sérstaklega mikla virkni og mælir með því til að byrja með og sérstaklega fyrir verstu tilfellin. Hann mælir svo með kremunum til að halda einkennunum niðri.

„Í andlitskremunum og body lotion-inu þá erum við með hýalúronsýru sem er græðandi. Í þeim kreer líka kollagen. Kremin eru mjög góð til að halda raka í húðinni,“ segir hann.

„Þessar fjórar vörur eru grunnvörur. En svo er á dagskrá að koma með fleiri vörur seinna meir. Það verður vonandi í lok árs eða á næsta ári.“