OH MY COD! andlits-serumið er nýjasta afurð Feel Iceland. Það er svo hreint og náttúrulegt að óhætt er að borða það, þótt ekki sé sérstaklega mælt með því.

Nafnið OH MY COD! varð fyrir valinu til að gera sem mest úr uppruna vörunnar, jafnvel þótt ekki sé svo aðlaðandi að bera þorsk framan í sig, en að sjálfsögðu er engin fiskilykt af andlits-seruminu.

Það er sannarlega óvanalegt að nota þorsk í fegrunarvörur, en erlendis eru seldar gríðarvinsælar andlitsmeðferðir með snigilsslímskremum og fuglaskítsmeðferðum. Íslenska aðferðin verður því þorskur í andlitið.

Með OH MY COD! er nýttur hluti þorsks sem áður var hent og því hefur varan jákvæð áhrif á umhverfið. Afurðir íslenska þorsksins, sem áður var fargað, eru nú notaðar í ólíklegustu vörur.

Feel Iceland kollagen er svo ekki aðeins að finna í nýja andlits-seruminu heldur einnig í hágæða fæðubótaefnum frá Feel Iceland sem vinna á móti seruminu innan frá.

Leikkonan Saga Garðarsdóttir er andlit OH MY COD!, nýja og náttúrulega andlits-serumsins frá Feel Iceland. MYND/KÁRI SVERRISSON

OH MY COD! endurnýjar húðina

Í íslenska andlits-seruminu OH MY COD! er öflug blanda af ensímum og kollageni úr íslenskum þorski, auk hýalúronsýru.

Húð okkar er stöðugt að endurnýja sig. Ferlið byrjar í neðstu lögum húðarinnar, þar sem frumur margfaldast og færast svo upp á yfirborðið. Við fjarlægjum ensímið Trypsin úr þorski og notum það í OH MY COD! serumið. Trypsin er ensím sem líkaminn framleiðir sjálfur og spilar stórt hlutverk í endurnýjunarferli húðarinnar með því að fjarlægja dauðar frumur í efsta húðlagi og örva endurnýjun húðarinnar í kjölfarið.

Þorskensím eru hitastigsnæm og verða mjög virk þegar þau komast í snertingu við hefðbundinn líkamshita og hjálpa húðinni að endurnýjast með því að leysa upp eldri húðfrumur. Með því að bera ensímin á húðina hjálpa þau við endurnýjun með því að brjóta niður eldri húðfrumur sem eykur teygjanleika og stuðla að sléttari húð. Því næst taka hýalúronsýra og kollagen til starfa og gefa húðinni aukinn raka, ásamt því að mýkja hana, styrkja og draga úr fínum línum.

Andlits-serumið OH MY COD! er íslensk náttúruafurð unnin úr ensímum og kollageni íslensks þorsks.

Hannað fyrir andlit og háls

Feel Iceland er frumkvöðlafyrirtæki sem var stofnað af Hrönn Margréti Magnúsdóttur og Kristínu Ýr Pétursdóttur árið 2013. Það framleiðir fæðubótarefni og húðvörur og nýtir til þess hráefni úr hafinu sem áður voru ekki nýtt og jafnvel hent. Markmið Feel Iceland er að bæta líðan, kraft og fegurð á sjálfbæran hátt, fyrir líkama okkar og jörðina.

Meðal vinsælla vara Feel Iceland er Age Rewind Skin Therapy sem inniheldur einstaka blöndu fyrir húðina. Hún inniheldur hýalúronsýru sem gegnir lykilhlutverki þegar kemur að raka húðarinnar, kollgen sem er eitt aðal uppbyggingarprótín líkamans og gerir húðina stinna, og C-vítamín sem styður við kollagenframleiðslu líkamans.

Age Rewind virkar einstaklega vel með OH MY COD! andlits-seruminu. Saman mynda þessar vörur fullkomna tvennu fyrir heilbrigða og ljómandi húð.

„OH MY COD! serum er framleitt og þróað á Íslandi, og sérstaklega hannað fyrir andlit og háls. Það hentar öllum húðgerðum og inniheldur einungis níu innihaldsefni.

Berið tvo til þrjá dropa á hreina húð. Sýnið varkárni þegar borið er í kringum augnsvæðið. Oh my Cod! serum er ofnæmisfrítt og án olíu, parabena og ilmefna. Inniheldur fisk.

*Samkvæmt þriggja mánaða rannsókn á 55 konum á aldrinum 36 - 60 ára sem notuðu serumið 2x á dag í 3 mánuði

OH MY COD! andlits-serum fæst í Hagkaup, Lyfju, Lyf og heilsu og Heilsuhúsinu. Sjá feeliceland.com