Að sögn Söndru Lárusdóttur, eiganda Heilsu og útlits, hefur nýjasta meðferð stofunnar algerlega slegið í gegn hjá íslenskum viðskiptavinum. „Það er ekki langt síðan við fjárfestum í nýju tæki sem nefnist Verndarhjúpur, en um er að ræða heildrænt heilsu- og fegrunartæki sem veitir endurnærandi og slakandi meðferðir fyrir huga, líkama og sál.

Tækið byggir á innrauðri þurrgufutækni en hitameðferðir sem þessar eru þekktar fyrir að hafa gífurlega góð áhrif á alla líkamsstarfsemina. Fólk hefur sýnt meðferðunum gríðarlegan áhuga og áhrifin láta ekki á sér standa, enda höfum við ekki haft undan því að bóka í tækið. Því erum við að fá annað tæki til okkar núna í janúar til þess að anna þessari gífurlegu eftirspurn.“ segir Sandra sem er umboðsaðili þýsku fegrunar- og lækningatækjanna frá Weyergans á Norðurlöndunum. Þá tók hún nýlega við umboði fyrir Verndarhjúpana á vegum Wellness USA. Sandra bætir við að allir geti komið í dekur og bataferli hjá Heilsu og útliti, án þess að það krefjist mikillar snertingar.

Heildræn meðferð

Vinsældir Verndarhjúpsins koma Söndru ekki á óvart enda þekkir hún áhrif verndarhjúpsins á eigin skinni. „Hugtakið vellíðan nær einfaldlega nýjum hæðum í Verndarhjúpnum og teygir sig jafnvel inn fyrir veggi líkamsræktar- og jógastöðva.

Tækið færir okkur aftur inn í kjarna gamalgróinna, náttúrulegra og heildrænna vellíðunaraðferða. Maður leggst einfaldlega niður í hjúpinn og getur valið um mismunandi meðferðir, eins og líkamsrækt, slökun og þyngdarstjórnun.“

Hvernig virkar verndarhjúpurinn

Sandra segir Verndarhjúpinn veita alhliða vellíðan með því að sameina í einni og sömu meðferðinni virkni vöðvaspennu, innrauðra ljósa, heilnudds og ilmkjarnameðferða. „Hann veitir slakandi og endurnærandi meðferð fyrir huga, líkama og sál. Þá byggir tækið á háþróaðri tækni sem framkallar vellíðan með hjálp samsettra ytri þátta á borð við þurran hita (innrauða orku), nudd, ilmmeðferð, saltloft og jade-steina sem eru samsettir úr tveimur náttúrulegum steinefnum, annars vegar jadeite (natríum, áli og kísil) og nefrít (kalsíum, magnesíum og kísil).“

Varanlegt þyngdartap

Í verndarhjúpnum er hitastýrikerfi sem gestir geta stillt að vild, allt frá stofuhita og upp í 90°C. Tækið nýtir tækni innrauðs ljóss til þess að hita upp umhverfið og jafnframt líkama þess sem notar tækið. „Það sem innrauður hiti hefur umfram hefðbundið gufubað og þurrgufu er að orka og hiti innrauðra geisla skila sér mun dýpra inn í húð og líkama við tiltölulega lágt hitastig. Þá efla þeir upptöku næringarefna, auka blóðflæði og styrkja hjarta- og æðakerfi líkamans. Þannig hafa geislarnir áhrif á allt kerfið og geta stuðlað að aukinni slökun, bætt andlega líðan, hjálpað til við þyngdarstjórnun og veitt almenna vellíðan.

Innrauðir geislar eru rafsegulgeislar með lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós. Þeir gefa því ekki frá sér hættulega útfjólubláa UV-geisla sólarljóssins og því stafar ekki af þeim nein hætta.“

Verndarhjúpurinn hefur slegið í gegn hjá viðskiptavinum enda býður hann upp á fjölbreytta og áhrifaríka hitameðferð. Auk áhrifanna af meðferðinni sjálfri getur hitameðferð einnig aukið virkni annarra meðferða.

Gífurlegur ávinningur hitameðferða

„Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á jákvæð áhrif hita á líkamsstarfsemi mannsins og með því að stunda háhitameðferðir (e. hyperthermic therapies) líkt og þá sem Verndarhjúpurinn býður uppá getum við stuðlað að styrkingu ónæmiskerfisins og ýmislegt fleira. Hærri hiti veitir einnig aukinn bruna hitaeininga með tilheyrandi þyngdartapi. Þó svo að þyngdartap vegna vatnsmissis sé tímabundið er ávinningur og vellíðan tvímælalaus og virkar sem hvatning til að viðhalda heilbrigðum lífsstíl.

Meðferðin hjálpar aukinheldur við að hreinsa óhreinindi úr líkamanum og hún örvar efnaskipti sem leiðir til varanlegs þyngdar- og ummálsmissis,“ útskýrir Sandra. Þá bætir hún við að hægt sé að gera æfingar til að tóna líkamann á meðan verndarhjúpurinn nuddar hann allan. Að auki bætir hún við að hitameðferðið geta og hafa reynst íþróttafólki vel til að ná auknum árangri í íþrótt sinni.

Margvíslegur heilsufarslegur ávinningur fæst í einni og sömu meðferð verndarhjúpsins. Þar á meðal:

 • Róandi, vöðvaslakandi hitanudd stuðlar að andlegu jafnvægi og ró
 • Brennir hitaeiningum og stuðlar að þyngdarmissi og minnkun á ummáli
 • Eykur blóðrás, súefnisupptöku, brennslu, hreyfigetu og liðleika
 • Er verkjalosandi
 • Endurmótar líkamann
 • Afeitrar
 • Endurnærir húðina og veitir húðinni raka
 • Kemur jafnvægi á magn kortisóls (kortisól er hormón sem hjálpar við slökun og jafnvægi í aðstæðum streitu og álags)
 • Hjálpar við svefnleysi
 • Hreinsar öndunarveginn
 • Hjálpar gegn árstíðabundnu ofnæmi/frjókornaofnæmi
 • Hefur góð áhrif sem meðferð við berkjubólgu

Svifið á dúnmjúku orkuskýi

„Upplifun og vellíðan eykst enn frekar þegar andað er að sér fersku, hreinsuðu lofti sem er blandað með Himalaya-saltkristöllum. Þegar rakastig andrúmslofts er eðlilegt dregur loftið að sér saltagnirnar sem mýkja húðina og opna öndunarveginn. Saltið hjálpar einnig við að opna ennis- og kinnholur, og stuðlar að hugarró. Þá er jafnframt boðið upp á meðferð með hreinum ilmkjarnaolíum til að auka enn á slökun og vellíðan,“ upplýsir Sandra. Bólstrað nuddkerfi verndarhjúpsins gerir það að verkum að varmaorkan sem fæst úr steinefnum sem liggja að innri veggjum verndarhjúpsins nýtist fullkomlega.

„Líðanin er eins og maður svífi um á dúnmjúku orkuskýi. Steinefnin senda frá sér innrauða orku þar sem 20 prósent orkunnar hita andrúmsloftið í verndarhjúpnum en um 80 prósent orkunnar skila sér djúpt inn í líkamann.“ Ráðlagður meðferðartími í hvert skipti er frá 15 til 60 mínútna, tvisvar til þrisvar í viku, og svo vikulega til að viðhalda árangri.

Sandra hefur rekið heilsulindina Heilsu og útlit síðan í júní 2014, en stofan sérhæfir sig meðal annars í meðferðum á sogæðavandamálum.

Tilvalið að samtvinna

Sandra segir að hitameðferðir eins og sú sem verndarhjúpurinn veitir séu þekktar fyrir að virka vel með öðrum meðferðum. „Þá er Lífvörðurinn (e. The Bodyguard) engin undantekning en með því að samtvinna þessar tvær meðferðir má auka árangurinn til muna. Lífvörðurinn er algjör bylting þegar kemur að sogæðameðferðum. Það stinnir húð, losar um bjúg í líkamanum, afeitrar líkamann, hefur góð áhrif á æðakerfi, exem, gigt og appelsínuhúð,“

Lífvörðurinn er bylting þegar kemur að sogæðameðferðum. Tækið stinnir húð, losar um bjúg í líkamanum, afeitrar líkamann, hefur góð áhrif á æðakerfi, exem, gigt og appelsínu­húð. Fréttablaðið/ernir

Byltingarkennt heilsutæki

„Tækið er svipað og súrefnishjálmurinn sem við höfum unnið með lengi og margir þekkja og dá en virknin er enn meiri og heildrænni. Með sérstakri raftækni er hreinu súrefni hleypt inn í húðina sem aftur stuðlar að sjáanlegri yngingu hennar. Þetta nýja tæki hentar fyrir allan aldur og ekki síður fyrir yngra fólk, því framleiðendur segja að því fyrr sem við förum í tækið, því fyrr getum við lækkað pH-gildið og minnkað súrnun líkamans.“

„Í tækinu eru kollagenljós líkt og í súrefnishjálminum okkar. Þetta er algjört undur fyrir líkamann, eykur allt í senn blóðflæðið, stinnir húðina, er streitulosandi og er gott fyrir bein og vöðva. Auk alls þessa eykur tækið kollagen-framleiðslu líkamans, en það er ekki að ástæðulausu að kollagen sé nýja undraefnið. Kollagen er það sem gerir húðina okkar stinna og slétta.“

Slökun og vellíðan

„Það er ótrúlegt hvað fólk slakar vel á í þessari meðferð. Sumir steinsofna og slaka á öllum vöðvum og fólk segist oftar en ekki vera endurnært eftir meðferðina. Fyrst á eftir pissar fólk svolítið oft þar sem tækið er vatnslosandi en um leið verður það orkumeira og ferskara.

Tækið hefur einnig gefið góða raun í faraldrinum enda hefur það sýnt sig að það hjálpi til við kvíða- og streitustjórnun. Ég hef mælt með að fólk komi í tíu skipti til að finna verulegan mun á sér til lengri tíma, en hver meðferð tekur 30-40 mínútur,“ segir Sandra.

Heilsa og útlit býður margs konar meðferðir og er að Hlíðasmára 17, síminn er 562-6969. Nánar má fræðast um meðferðir á heimasíðunni heilsaogutlit.is.