Djúsinn hefur fengið nafnið Fiber up og er nafnið vísun í hversu trefjaríkur safinn er.

„Þegar ég var spurð hvort að ég myndi vilja þróa djús með Lemon fannst mér mjög mikilvægt að hafa hann eins næringaríkan og mögulegt væri. Sellerí er lykilhráefni í Fiber up djúsnum enda er það kaloríulágt, fullt af vítamínum og andoxunar efnum. Öll innihaldsefnin í djúsnum, sellerí, appelsína, gúrka og ananas fara beint í blandara en ekki í djúsvél og þar af leiðandi er hann trefjaríkari en aðrir djúsar. Ég fer sjálf oft á Lemon og fær mér djús og samloku og finnst mér gaman þegar að það koma nýjar vörur til að prófa.“ segir Guðríður Torfadóttir eða Gurrý eins og hún er alltaf kölluð.

„Við leggjum mikla áherslu á að vera sífellt að þróa nýjungar til að bjóða okkar viðskiptavinum. Undanfarið hefur eftirspurnin eftir sellerídjús aukist verulega og því fannst okkur tilvalið að prófa að gera slíkan drykk í samstarfi við Gurrý. Nú þegar vorið er á næsta leiti og landsmenn farnir að huga að því að hlaupa út í sólina fannst okkur kjörið að bjóða viðskiptavinum uppá ferskan en mjög hollan djús“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.

Lemon er skyndibitastaður sem að sérhæfir sig í hollum samlokum og ferskum djúsum. Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda og eru staðirnir nú sjö talsins, fjórir staðir á höfuðborgarsvæðinu og þrír á Norðurlandi.