Fyrirtækið dk hugbúnaður framleiðir og selur langútbreiddasta bókhaldskerfið á Íslandi fyrir allar greinar atvinnulífsins og býður upp á alls kyns sérlausnir fyrir fyrirtæki.

Sjálfsafgreiðslulausnir dk

„Meðal nýjunga í sjálfsafgreiðslulausnum dk hugbúnaðar er sjálfsafgreiðsla fyrir sjúkra-, þjálfunar- og kírópraktorstofur. Sjálfsafgreiðsla fyrir kírópraktorstofur einfaldar til muna móttöku viðskiptavina og greiðsluferli tengt þeim. Kerfið keyrir á iPad spjaldtölvum með tengingu við þráðlausa kortaposa,“ segir Hafsteinn Róbertsson, sérfræðingur afgreiðslukerfa.

Meðal kírópraktorstofa sem hafa tekið upp lausnina er LÍF Kírópraktík. Vignir Þór Bollason, eigandi LÍF Kírópraktík, segir að það sé komin góð reynsla á kerfið og viðskiptavinir hafi tekið þessari nýjung mjög vel.

Ein þeirra kírópraktorstofa sem hafa tekið upp sjálfsafgreiðslulausnina frá dk hugbúnaði með góðum árangri er LÍF Kírópraktík í Kópavogi.

„dk mun á næstunni kynna þessa sjálfsafgreiðslulausn fyrir sjúkraþjálfunarstofum. Sjálfsafgreiðslan keyrir líka á iPad spjaldtölvum og er með tengingu við Gagna, sem er vefkerfi frá hugbúnaðarfyrirtækinu Prógramm. Gagni er hvort tveggja vefkerfi fyrir samskipti við Sjúkratryggingar Íslands og líka bókunar- og skráningarkerfi sem er sérhannað fyrir sjúkraþjálfunarstofur,“ segir Hafsteinn.

„Með sjálfsafgreiðslukerfi dk sparast mikill tími við skráningu og móttöku viðskiptavina. Allt greiðsluferlið er einfaldað til muna ásamt því að allar sölur flytjast beint yfir í fjárhagsbókhaldið. Þannig sparast mikill tími við söluuppgjör hvers dags.“

Að sögn Vignis Þórs, eiganda LÍF Kírópraktíkur, er komin góð reynsla á kerfið og viðskiptavinir hafa tekið þessari nýjung mjög vel.

dk í áskrift

„Á vefsíðu fyrirtækisins dk.is er val um áskriftarleiðir og verð og þar er hægt að panta aðgang að hugbúnaðinum. Það tekur aðeins einn dag að afgreiða leyfi og nýtt bókhald með grunnkerfum dk sem duga fyrir flest fyrirtæki,“ segir Dagbjartur.

Sjálfsafgreiðsla fyrir kírópraktorstofur einfaldar til muna móttöku viðskiptavina og greiðsluferli tengt þeim. Kerfið keyrir á iPad og kortaposa.

Pappírslaust og sjálfvirkt bókhald

„Kosturinn við að vera hjá dk hugbúnaði er að öll vinna við bókhaldið er mjög fljótleg, sjálfvirk og skemmtileg. Sjálfvirkni í móttöku og sendingu rafrænna reikninga, hvort sem er á PDF- eða XML-formi, einfaldar líf bókarans, dregur úr villuhættu og tryggir rétta meðhöndlun gagna,“ segir Dagbjartur. „Bankakerfið annast sjálfvirka afstemmingu bankareikninga og sýnir raunstöðu þeirra á einum stað. Öll vinnsla á sér stað í kerfinu og ekki þarf lengur að skrá sig inn í netbanka til að greiða og móttaka reikninga sem og sækja greiðslur. PDF-reikningar til viðskiptavina og frá birgjum eru sendir og mótteknir og tengdir við færslur þar sem við á. Við bjóðum líka upp á tengingar við allar helstu vefverslanir og sérsniðnar sjálfsafgreiðslulausnir fyrir verslun og þjónustu,“ segir Hafsteinn. „Allt er þetta liður í að gera dk viðskiptahugbúnaðinn sem mest pappírslausan og sjálfvirkan.“

dk hugbúnaður er með skrifstofur í Kópavogi og á Akureyri. Nánari upplýsingar má finna á dk.is. Sími: 510-5800