Pure Natura var stofnað á Sauðárkróki ári 2015 af Hildi Þóru Magnúsdóttur, en Rafn Franklín Johnson, þjálfari og heilsuráðgjafi, keypti nýlega hlut í fyrirtækinu.

„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að kaupa hlut í Pure Natura er sú að fyrir mér er þetta hin fullkomna fæðubót. Fæðubótarefnin eru samsett úr hreinni íslenskri fæðu, unnin eins lítið og mögulegt er, frostþurrkuð til að hámarka varðveislu næringarefna og koma beint frá náttúrunni,“ útskýrir Rafn Franklín.

„Staðreyndin er bara sú að náttúran veit alltaf betur. Náttúran færir okkur bestu næringuna sem völ er á og í fullkomnum hlutföllum sem líkaminn nýtir betur. Þess vegna kalla ég innmatinn, fjölvítamín náttúrunnar. Þar er gríðarlegt magn fjölbreytta næringarefna, í fullkomnum hlutföllum sem vinna saman til að stuðla að heilbrigðum líkama. Ég er á þeirri skoðun að innmatur ætti að vera hluti af mataræði allra og fyrir þá sem ekki geta, kunna eða vilja neyta innmatar, þá er frábært að geta nýtt sér fæðubótarefnin frá Pure Natura.”

Þegar Rafn Franklín ákvað að kaupa hlut í fyrirtækinu hafði hann notað vörurnar í þó nokkurn tíma og mælt með þeim við viðskiptavini sína.

„Eftir að hafa lengi verið meðvitaður um ágæti innmatar fyrir bætta heilsu uppgötvaði ég Pure Natura. Þetta er virkilega hentug leið til að tryggja mér þessa mikilvægu næringu þar sem ég er ekki nógu duglegur að matreiða innmatinn sjálfur,” segir hann.

Náttúruleg fjölvítamínsprengja

Þrátt fyrir að vörurnar innihaldi allar innmat og jurtir eru þær samt ólíkar að sögn Rafns Franklíns. „Innmaturinn er næringarþéttasta fæða sem fyrirfinnst og inniheldur því mikið af næringarefnum eins og til dæmis öll B-vítamínin, járn, A-vítamín, sink, kopar, selen og svo framvegis. Allar vörurnar eru því náttúrulegar fjölvítamín­sprengjur. Jurtirnar gefa hverri vöru sína sérstöðu með sínum heilsubætandi eiginleikum. ­Þannig inniheldur HREINSUN jurtir sem stuðla að bólguminnkun og vatnslosun og eru einnig þekktar fyrir að styðja við lifrarvirkni og afeitrunarferla líkamans. En KARLAR inniheldur jurtir sem eru þekktar fyrir kynörvandi eiginleika sína auk jákvæðra áhrifa á blöðruhálskirtilsheilsu, svo dæmi séu nefnd.“

Pure Natura hefur unnið með MATÍS að þróun og rannsóknum á vörum sínum auk þess sem hver einasta framleiðslulota er rannsökuð með tilliti til gæða og öryggis vörunnar. Í dag framleiðir Pure Natura einnig vörur fyrir Hunter and Gather Foods í Bretlandi auk þess að vera í viðræðum um framleiðslu á fæðubótarefnum fyrir bandarískt vörumerki.

„Það sem hefur einnig haft áhrif á vöruþróun okkar er hugmyndafræði sem við köllum: Líkur sækir líkan heim. Þetta kallast á ensku glandular therapy og byggir á því að neysla á ákveðnum líffærum og kirtlum eins og lifur, hjörtum, nýrum, eistum, skjaldkirtlum og fleiru styðji við virkni og heilsu samsvarandi líffæra og kirtla í okkar líkama,“ segir Rafn Franklín.

„Þessi hugmyndafræði er ekki ný af nálinni heldur hefur hún verið hluti af náttúrulækningum í árþúsundir. Það eru ýmsar áhugaverðar vísbendingar sem benda til þess að þetta sé raunin. Til að mynda finnum við í hjörtum ýmis næringarefni sem styðja við bætta hjartaheilsu og þá einkum efnið Co-Q10. Hjörtu eru ríkasta uppspretta af náttúrulegu Co-Q10 en það efni hefur ítrekað verið tengt við bætta hjartaheilsu.“

Helstu eiginleikar hverrar vöru

KARLAR

KARLAR er sérsniðin fyrir karlmenn á öllum aldri sem vilja stuðla að bættri kynheilsu, styrkja og styðja við æxlunarfæri og auka almenna orku og vellíðan. Innihald: Íslensk lambaeistu, lambahjörtu, jurtir, þörungar og smáþörungar.

NÆRING

NÆRING bætir almenna næringarinntöku, er fyrir fólk á öllum aldri og frábær viðbót við nútíma mataræði. Frábær fyrir þá sem skortir næringarefni eins og B12, járn og fólat. Innihald: Íslensk lambalifur.

ORKA

ORKA er fyrir alla þá sem vilja aukna orku og kraft. Blanda sem hentar sérstaklega vel fyrir þá sem stunda miklar íþróttir eða eru undir streitu og álagi. Innihald: Lambalifur, lambahjörtu, lífrænn hvítlaukur og burnirót.

HREINSUN

HREINSUN er fyrir alla þá sem vilja minnka bólgur og bjúg, styðja við heilbrigða lifrarstarfssemi, styrkja afeitrunarferla líkamans og stuðla að heilbrigðum efnaskiptum. Innihald: lambalifur, birkiblöð. hvannafræ og fíflarót

JAFNVÆGI

JAFNVÆGI er sérhönnuð blanda til að styðja við hjarta- og æðakerfi, hvatberavirkni, efnaskipti og orku.Innihald: Lambahjörtu, vallhumal, birki, burnirót og baldursbrá

Ný vara fyrir karlmenn

KARLAR er ný vara sem kom á markað í byrjun mars. Að sögn Rafns Franklíns varð varan svo vinsæl að hún seldist upp á einni viku. KARLAR inniheldur aðeins náttúruleg efni sem miðuð eru að kynheilsu karlmanna.
Serbl_Megin Left: „Lambaeistu og lambahjörtu innihalda góð næringarefni fyrir alla karla. Varan inniheldur einnig brenninetlurót sem ákveðnar rannsóknir hafa tengt við bætta blöðruhálskirtilsheilsu og bólguminnkun, auk þess sem langvarandi notkun virðist sýna jákvæð áhrif á hjartaheilsu. Hvannarblöð eru einnig í vörunni, en notkun á þeim er þekkt meðal karlmanna sem eiga erfitt með nætursvefn vegna tíðra þvagláta,“ útskýrir Rafn Franklín

„KARLAR inniheldur líka kerfil sem er ríkur af steinefnum sem virðast hjálpa til við að lækka blóðþrýsting auk þess sem kalíum virðist geta haft jákvæð áhrif á ófrjósemi, en kerfill inniheldur mikið magn af kalíum og kalsíum. Fíflablöð geta einnig haft áhrif á blóðþrýsting sem og aðstoðað við bætta blóðsykurstjórnun. Varan inniheldur líka astaxanthin þörunga, sem hafa mikla andoxunarvirkni sem vinnur gegn hrörnun frumna líkamans, og einnig KELP þörunga og rósmarín.“

Þær vörur frá Pure Natura sem Rafn Franklín notar mest sjálfur eru NÆRING og ORKA.

„Ég nota vörurnar frá Pure Natura sem ákveðna næringartryggingu í mínu mataræði. Þær tryggja að ég fái vel af þeim nauðsynlegu næringarefnum sem líkaminn minn þarf til að starfa eðlilega og vera heilbrigður. ORKUNA tek ég líka reglulega á morgnana sem gefur alltaf góða innspýtingu inn í daginn og hjálpar mér að höndla betur líkamlegt og andlegt álag sem fylgir því að sinna mörgum mismunandi verkefnum,“ segir hann.

„Ég er einnig nýbyrjaður að nota KARLA og er spenntur að fylgjast með framhaldinu. Áður en við settum vöruna á markað smöluðum við saman í lítinn prufuhóp til að prófa formúluna. Endurgjöfin sem við fengum út frá því var algjörlega frábær.“

39 ára karlmaður

„Eftir um það bil tvær vikur fann ég mun á því að tæma þvagblöðruna og að holdris varð betra ef það var stemning fyrir áframhaldandi kynlífi eftir sáðlát. Það hafa ekki verið nein risvandamál fyrir þennan prufutíma en það er bara greinilegur munur eftir þennan þriggja mánaða tíma hvað betri stjórn var á blöðrunni.“

49 ára karlmaður

„Ég hef tekið KARLAR frá Pure Natura í sex vikur og líkar einstaklega vel. Úthald hefur aukist auk þess sem almenn líðan er mjög góð. Mér finnst ég einnig vera minnugri og ég hef trú á, út frá því sem ég hef kynnt mér af innihaldsefnunum í vörunni að hún geti styrkt við kyn- og hjartaheilsu mína og því mun ég halda áfram að taka inn þessa vöru.“

69 ára karlmaður

Ég fer mikið á klósett á nóttunni en þetta virðist hjálpa mér við það. Ég fann einnig mun á mér á kvöldin, var hressari fram eftir og svaf betur.“


Vörur Pure Natura fást í öllum helstu heilsuvöruverslunum landsins, Hagkaup og Nettó og á purenatura.is