„Við hjá FlyOver vitum hversu strembið það getur verið að velja rétta jólagjöf fyrir fjölbreyttan hóp fólks,“ segir Valgeir Bjarnason, sölustjóri FlyOver Iceland.

„Tveir miðar í FlyOver Iceland eru skemmtun sem hentar öllum aldurshópum og við fáum ítrekað umsagnir um að sýningin fari fram úr væntingum gesta. Það þykir okkur alltaf frábært að heyra.“

Nýjar og magnaðar sýningar

FlyOver Iceland er grunnsýning sem er alltaf í boði.

„Íslandsmyndin hefur verið sýnd í Vancouver og Las Vegas við frábærar viðtökur. Hún var meðal annars tilnefnd sem ein af bestu flugsýningum í heimi af Blooloop, fagtímariti í heimi skemmtigarða. Myndin okkar er að stóru leyti íslensk framleiðsla, enda voru það heimamenn sem völdu staðina sem flogið er yfir og sömdu tónlistina undir. Við einblínum mikið á hálendið í myndinni okkar enda er landslagið ótrúlega fjölbreytt og ég sé eitthvað nýtt í hvert sinn sem ég horfi á hana,“ segir Valgeir.

Nú í vetur tekur FlyOver einnig til sýninga The Real Wild West, sem er nýjasta sýning FlyOver ­Attractions.

„Ég mana lesendur til að finna sýnishorn úr þeirri sýningu á YouTube; hún verður mögnuð. Þar er meðal annars flogið yfir ýmis svæði í Arizona, Utah og Kaliforníu og landslagið er stórfenglegt,“ upplýsir Valgeir.

„Gjafabréfin okkar gilda á allar sýningar þannig að þeir sem hafa þegar komið á Íslandsmyndina geta þá nýtt sinn miða á gestasýningarnar. The Real Wild West sýnum við fram á vor og er von á annarri gestasýningu næsta haust.“

Það þyrfti bæði súperjeppa og þyrlu til að ferðast eins og fuglinn fljúgandi yfir stórbrotið landslagið sem blasir við í sýningum FlyOver. MYND/AÐSEND

Gott aðgengi fyrir alla

Hjá FlyOver er mikið lagt upp úr góðu aðgengi og í húsakynnum fyrirtækisins komast allir í gegnum sýninguna.

„FlyOver Iceland er sýndarflug­sýning á heimsmælikvarða og við viljum að allir geti notið hennar. Fyrir flest okkar er þetta líka besta leiðin til að sjá hálendi Íslands í návígi, enda þyrfti maður bæði súperjeppa og þyrlu til að sjá suma staðina í myndinni okkar,“ segir Valgeir.

Já, það er svo sannarlega satt. Gjafabréf frá FlyOver er ótrúleg upplifun. MYND/AÐSEND

Miðar afhentir í gjafbréfsformi

Valgeir segir sum fyrirtæki byrja að hugsa um jólagjafirnar í júlí en hjá flestum viðskiptavinum FlyOver hefst sú vinna í október.

„Við getum afgreitt pantanir hratt og höfum undanfarin jól verið að klára törnina á Þorláksmessu. Það er aldrei of seint að redda jólagjöfunum hjá FlyOver en auðvitað best að vera tímanlega. Flestir vilja fá gjafabréfin í umbúðum enda er skemmtilegra að afhenda pakka þannig og umbúðirnar okkar eru prentaðar á endurunninn pappír.“ n

Fyrirtæki geta haft samband við söludeild FlyOver í síma 527 6700 eða með tölvupósti á netfangið sales@flyovericeland.is. Sjá nánar á flyovericeland.is.