Við höfum brennandi áhuga á nýsköpun og norrænum lífsstíl. Þar stendur Fibo undir nafni og sameinar hið náttúrulega og stílhreina,“ segir Sváfnir Hermannsson, sölumaður hjá Þ. Þorgrímssyni, um norska gæðamerkið Fibo sem býður hagkvæmar og snjallar lausnir með nútímalegri hönnun.

„Fjölbreytt hönnun, litir og form einkenna Fibo og þar hefur áhersla á nýsköpun verið helsti drifkrafturinn. Hjá fyrirtækinu er lögð aðaláhersla á að finna bestu lausnirnar fyrir erfiðustu verkefnin, eins og votrými, þar sem engin mistök má gera, og þess vegna er Fibo oft valið þar sem mestu kröfur eru gerðar,“ upplýsir Sváfnir.

Flott er að blanda saman mismunandi munstrum og stærðum.

Ný, norræn hönnun

Hjá Þ. Þorgrímssyni er leikur einn að fá nýjar og skapandi hugmyndir til að innrétta heimkynnin samkvæmt því nýjasta í norrænni hönnun.

„Fibo vinnur að stöðugri vöruþróun og leggur mikla áherslu á að laga framleiðsluna að óskum og þörfum viðskiptavina til framtíðar litið. Hægt er að blanda saman einingum að vild og þar haldast í hendur framúrskarandi hönnun og gæði,“ segir Sváfnir um veggjakerfi Fibo sem er vottað í samræmi við viðmið um votrými og með fimmtán ára ábyrgð.

„Því þarf ekki lengur að hugsa um að leggja gifs, rakasperru eða flísar. Þiljurnar eru skrúfaðar eða límdar beint á vegg eða grind sem fyrir er. Jafnframt er einfalt að sníða þær til og fella þær að vegg eftir óskum. Allar þiljur Fibo eru afhentar með sérstöku Aqualock-kerfi sem er mjög auðvelt í uppsetningu. Yfirborðið er slétt og sterkt, þolir bæði miklar hitasveiflur og að vatni sé sprautað á þær. Það er fljótlegt að þurrka af þeim og auðvelt að halda þeim hreinum, og sé farið eftir einföldum leiðbeiningum um uppsetningu má treysta því að kerfið haldi um ókomna tíð,“ upplýsir Sváfnir.

Sváfnir Hermannsson er viðskiptavinum innan handar hjá Þ. Þorgrímssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Umhverfisvænn kostur

Viðmið Fibo um sjálfbærni slær flestum flísum við.

„Eigendur Fibo eru sannfærðir um að skynsamlegt sé að stunda viðskipti á ábyrgum og sjálfbærum grundvelli. Þess vegna er miðað við sem allra minnstu losun í umhverfið og þess vandlega gætt að birgjar Fibo hlíti ströngum kröfum á öllum þrepum,“ upplýsir Sváfnir um veggþiljur Fibo sem eru PEFC-vottaðar í samræmi við markmið um sjálfbæra nýtingu skóga. „Tré geyma kolefni sótt í gufuhvolfið allan sinn líftíma en það er mikilvægur kostur þess að nota timburvörur,“ segir Sváfnir.

Marmari fer aldrei úr tísku og fæst í einkar glæsilegu úrvali frá Fibo.

Mæta mismunandi smekk

Vörulínur Fibo eru heillandi, fjölbreyttar og mæta ólíkum smekk og þörfum viðskiptavina.

„Marcato er stærsta og fjölbreyttasta vörulína Fibo. Þar má finna viðaráferð, marmara- og steinsteypuyfirborð og margs konar áhrifaríka áferð. Í Marcato er einnig að finna þiljur með margvíslegum útlitseinkennum sem nota má til að fá fjölbreytni í rýmið,“ útskýrir Sváfnir um Marcato sem fæst í ýmsum flísastærðum og með mismunandi mynstrum og yfirborðsáferð.

„Hægt er að velja um náttúrutóna sem sóttir eru í við, mold og grjót og á fibo.no er hægt að notfæra sér Fibo Visulizer sem gefur færi á að prófa öll blæbrigði og mismunandi samsetningar til að finna hvaða þiljur henta best,“ upplýsir Sváfnir.

Dæmi um Marcato-þiljur er nútímalegur marmari.

„Marmari fer aldrei úr tísku og hægt er að velja úr fjórum tilbrigðum með óhefðbundnu marmaramynstri sem og mynsturþiljur án fúgu eða með stórum fræstum mynstrum í samræmi við það sem er vinsælast í baðherbergjum,“ segir Sváfnir.

Í Marcato-línunni er einnig hægt að velja hrjúfa steinsteypuáferð.

„Cracked Cement selst eins og heitar lummur og passar við flest og fyrir flesta. Hægt er að velja úr miklu úrvali blæbrigða og mynstra sem geta endurspeglað persónulegan stíl hvers og eins, og það er gaman að segja frá því að Marcato-þiljurnar fást í lengri lengdum fyrir húsnæði þar sem hátt er til lofts,“ upplýsir Sváfnir.

Helstu einkenni norræna stílsins hafa alltaf verið stórir fletir og hreinar línur.

„Fibo færir norræna náttúru inn með því að nota þiljur með viðaráferð sem veita algjört frelsi við val á innréttingum og einstakt að geta mótað þægilegt andrými með mjúkum litatónum og ljósum þiljum,“ segir Sváfnir.

Hvítt flísamunstur er hreinlegt, sígilt og alltaf vinsælt í eldhús.

Hið einstaka Crescendo

Crescendo-vörulínan er einstök á alla lund.

„Með Crescendo-vörulínunni er hægt að móta notalegt umhverfi á baðherbergjum með mynsturþiljum en þar er einnig að finna það sem við erum stoltust af: 100 prósent þrívíddarþiljur,“ segir Sváfnir.

Yfirborð Crescendo er sumsé með þrívíddarmynstri.

„Baðherbergi geta fengið einstaka áferð með skrautlegum mynsturþiljum sem hægt er að setja saman með 600 mm breiðum þiljum til að móta alveg nýtt útlit. Crescendo-þiljurnar hafa mismunandi yfirborð hvað varðar hæð og áferð og yfirbragðið er náttúrulegt. Crescendo er svo sérhannað fyrir mjög náttúrulegar fúgur en þær eru ekki fræstar heldur hluti samræmds yfirborðs þiljanna,“ útskýrir Sváfnir.

Fibo kann að gera híbýlin stílhrein og fögur með fádæma flottri skandinavískri hönnun.

Litir gleðja og fegra

Það er auðvelt að fegra heimilið með litum frá Colour Collection.

„Við vitum að litir gleðja og bjóðum upp á fjölbreytt úrval nýtískulegra lita með ýmist háglans eða mattri áferð. Þannig verður úr mörgu að velja og margir samsetningarkostir bjóðast. Nýkomnir eru þrír nýir litir til viðbótar við litaflóru Colour Collection: Dusty Blue og Smokey Blue með mjög möttu yfirborði sem færa öllum rýmum notalegan blæ. Nýjasti háglans liturinn er svo Midnight Blue en skapandi fólk sem þorir að tjá sig kröftuglega heillast af háglans litum,“ segir Sváfnir og bendir enn og aftur á Fibo Visulizer á fibo.no til að prófa öll mynstrin í raunverulegu baðherbergi eða eldhúsi til að sjá hvernig hinar ýmsu þiljur virka saman.

Seiðandi fögur útkoma í eldhúsinu.

Virðulegt og sígilt

Vörulínan Fortissimo er sígildur og stílhreinn kostur sem kemur vel út á flestum heimilum.

„Í boði er fjölbreytt úrval mynstra og hægt að velja úr mismunandi breidd og litum á fúgum. Mörg Fortissimo-munstur fást einnig á sérlega löngum þiljum fyrir nútímahús þar sem hátt er til lofts,“ segir Sváfnir.

Frá Fibo fæst einnig vörulínan Legato.

„Hún einkennist af stílhreinum mynstrum án fúgu og með sléttum yfirborðsflötum. Þiljurnar eru ljósar eða grátóna og koma vel út á flestum heimilum með sígildum litatónum. Hægt er að velja silkiáferð sem einkennist af naumhyggju eða stáláferð á yfirborði Titan,“ upplýsir Sváfnir.

Veggþiljur með viðaráferð veita þægilegt andrúmsloft og frelsi við val á innréttingum.

Topplok á salerniskassa

Fibo býður upp á frábærar lausnir fyrir upphengda salerniskassa.

„Tilsniðin topplok með Fibo-þiljum auðvelda klæðningu á skolkassa,“ segir Sváfnir um plöturnar sem eru hluti af klæðningakerfi Fibo.

„Topplokin eru límd eða fest ofan á salerniskassann á einfaldan hátt og fást í þrenns konar útgáfum: svörtu með steináferð, hlutlausu hvítu með sléttu yfirborði og Sawcut-eik,“ segir Sváfnir.

Stórar flísar eru vinsælar á baðið.

Kitchen Board í flott eldhús

Eldhúsið fær nýtískulegt útlit með Kitchen Board-þiljunum frá Fibo.

„Samkvæmt tímaútreikningi er að lágmarki fimm sinnum fljótlegra að setja upp Fibo-veggþiljur en flísar. Mestur tími sparast við undirbúningsvinnuna því hægt er að setja Fibo beint á ýmsar gerðir veggja og vegggrindur,“ upplýsir Sváfnir um Kitchen Board sem hefur slegið í gegn.

„Hægt er að velja á milli glansandi málmáferðar sem með jarðarlitum úr náttúrunni gefur flott eldhús sem vekja mun mikla athygli; steináferð sem gerir eldhúsveggina einkar smart, og nútímalegum marmara sem gerir andrúmsloftið í eldhúsinu alveg einstakt. Þá er hægt að fegra eldhúsið með eða án lita, en hvert sem valið verður er tryggt að þrifin verða auðveldari því Fibo Kitchen Board þolir bæði vatnsskvettur og hitasveiflur,“ upplýsir Sváfnir.

Farðu inn á fibo.is eða korkur.is til að afla þér meiri upplýsinga og innblásturs.

Þ. Þorgrímsson er í Ármúla 29. Sími 512 3360.

Steinsteypuáferð selst eins og heitar lummur í dag enda hæstmóðins.
Marmaraáferð gerir baðherbergið glæsilegt en veggjakerfi Fibo er vottað í samræmi við viðmið um votrými og með fimmtán ára ábyrgð.
Dökkar marmaraþiljur með mjórri fúgu eru afar smart.
Hvítt er litur hreinleikans og á passar alltaf vel inn í baðherbergjum.