Þeir sem velja Quarter fá þjónustu sem jafngildir því að vera með fjármálastjóra og fjármáladeild í hlutastarfi. Því fylgja margir möguleikar eins og hraður svartími ásamt beinum aðgangi líkt og viðskiptavinurinn væri sjálfur með slíka deild,“ segir Erla Símonardóttir, eigandi Quarter. Erla hefur víðtæka reynslu af öllu sem viðkemur reikningshaldi, endurskoðun, áætlanagerð, uppgjörsvinnu, greiningum og fjármálastjórnun. Hún er með meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og vann í mörg ár hjá Deloitte við ýmis flókin verkefni. Þá starfaði hún einnig sem fjármálastjóri Búseta í nokkur ár og sem sérfræðingur hjá slitastjórn Kaupþings.

Erla segir að Quarter sé hugsað sem sérsniðin lausn fyrir lítil en ört vaxandi fyrirtæki sem vilja meira en hefðbundna bókhalds- og reikningsskilaþjónustu og vilja hafa allt í 100% lagi. „Til dæmis gæti framkvæmdastjóri í litlu fyrirtæki viljað spara sér tíma með því að fá aðstoð við áætlanagerð, greiningar, stofnun fyrirtækja, val á fjárhagskerfum og uppsetningu þeirra, tengingu við kassakerfi, tiltekt í eldra bókhaldi, ráðgjöf um fjármögnun og samskipti við fjármálastofnanir vegna slíks. Stefna okkar er í raun að vera „one stop shop“ varðandi allt sem viðkemur fjármálum lítilla, ört vaxandi fyrirtækja.“

Erla segist bjóða upp á persónulega þjónustu og hún sé alltaf helsti tengiliður allra viðskiptavina varðandi öll mál. „Stundum koma aðrir sérfræðingar að þjónustunni,“ segir hún, „en ég kynnist hverju og einu fyrirtæki og sérþörfum þess, og ætlunin er alltaf að stofna til langtímasambands.“

„Við leggjum mikið upp úr því að spara viðskiptavinum tíma og auka skilvirkni. Til dæmis með því að kenna þeim aðferðir sem seinna spara tíma í bókhaldsvinnu, minnka skutl og annað óþarfa vesen eins mikið og hægt er, og veita aukinn beinan aðgang að bókhaldsupplýsingum og sjálfvirkum skýrslum með því að nota nýjustu fjárhagskerfi. Á heildina litið gerum við allt sem hægt er til að fjármál fyrirtækja í viðskiptum hjá okkur verði eins lítið vesen fyrir stjórnendur þeirra og hægt er,“ upplýsir Erla og bætir við að markmiðið sé að vera reglulega með ókeypis námskeið og ráðgjafartíma á netinu. Fyrir þá sem vilja fylgjast með er gott að fara inn á heimasíðu Quarter og skrá sig á póstlistann.

Nánari upplýsingar á heimasíðunni www.quarter.is eða koma við á skrifstofunni í Kringlunni 1.