NTC var stofnað árið 1976 sem ein 100 fermetra verslun á Laugavegi, en það var verslunin Sautján. Fyrirtækið verður 45 ára í haust og er í eigu Svövu Johansen og Björns Sveinbjörnssonar. María Greta Einarsdóttir, eða Maya eins og hún er alltaf kölluð, er innkaupa- og rekstrarstjóri Galleri 17 og hefur starfað hjá fyrirtækinu í 15 ár. Henni finnst alltaf gaman að fara í vinnuna, enda eru engir dagar eins.

„Í dag rekur NTC ellefu verslanir. Í Kringlunni er Galleri 17, SmashUrban, GS SKÓR, Kultur, Kultur Menn, og Companys. Í Miðbænum eru tvær glæsilegar verslanir, Verslunin EVA á Laugavegi og GK REYKJAVIK dömu- og herraverslun á nýja Hafnartorginu,“ segir Maya. „Í Smáralind er kvenfataverslunin Karakter, GS SKÓR og Galleri 17. Í dag erum við svo að opna mjög flotta Galleri 17 á nýjum stað í Smáralind. Þessi verslun státar af glænýju útliti sem við erum stolt af og við erum mjög spennt að taka á móti viðskiptavinum þar.

Með hækkandi sól viljum við klæða okkur í bjartari liti og og sumartískan er einstaklega skemmtileg. Í kvenfatnaði eru fallegir pastellitir ásamt jarðlitum og brúnum tónum áberandi núna í vor og sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

NTC rekur einnig öfluga heildsölu sem selur vörur frá vinsælum erlendum merkjum sem og eigin framleiðslu NTC til flottra verslana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Maya. „Heildsalan hefur blómstrað undanfarin ár, enda hefur orðið mikil aukning á verslun á landsbyggðinni, sem gaman er að segja frá. Golffatnaður hefur líka margfaldast en NTC er umboðsaðili J. Lindeberg á Íslandi og selur til valinna golfklúbba og golfverslana um allt land.“

Ný verslun og opnunartilboð

„Ný og skemmtileg Galleri 17 verslun verður opnuð í Smáralind í dag klukkan 16, en Galleri 17 var fyrst opnuð í Smáralind árið 2009,“ segir Maya. „Verslunin er einstaklega björt og falleg og með innblástur frá náttúrunni, en mikið er um grænan gróður þar inni og stílhreinar innréttingar sem sýna fatnaðinn á besta máta.

Hjá Galleri 17 er fjölbreytt úrval af fatnaði fyrir bæði dömur og herra.

Við bjóðum upp á 17% afslátt af öllum vörum dagana 28.-29. apríl í Galleri 17 verslunum okkar í Smáralind og Kringlu í tilefni af opnuninni,“ segir Maya.

Mikið um nýjungar

„Við rekum ólíkar margmerkjaverslanir og getum því bætt nýjum merkjum inn í takt við tískuna. Við bjóðum almennt upp á þrjá verðflokka í verslunum okkar en það á vel við okkur Íslendinga að geta blandað saman,“ segir Maya. „Við fáum mjög ört inn nýjar vörur svo það er gaman að heimsækja okkur, hvort sem það er í verslanir okkar eða á vefverslun NTC.is, sem margfaldaðist á síðasta ári. Ný og betrumbætt vefverslun NTC.is mun líta dagsins ljós núna í sumar, en þar eru settar inn nýjar vörur daglega og við kappkostum að afgreiða þær vörur næsta dag.

Verslanir okkar eru einnig mjög öflugar á samfélagsmiðlum og það er mjög skemmtilegt að sjá hve svörunin er mikil, bæði á Facebook og Instagram,“ segir Maya. „Við bjóðum líka upp á mjög vinsælan NTC+ vildarklúbb þar sem viðskiptavinir fá 5-10% afslátt eftir árlegri verslun. Auðvelt er að sækja um aðild að klúbbnum á NTC.is.“

Galleri 17 er alltaf að bæta við nýjum vörum svo það er gaman að kíkja í heimsókn og fylgjast með vefversluninni.

Vor- og sumartískan tekur við

„Með hækkandi sól viljum við klæða okkur í bjartari liti og sumartískan er einstaklega skemmtileg. Við erum á fullu að taka upp vor- og sumarvörur í öllum okkar verslunum núna, sem er alltaf fjör,“ segir Maya. „Í kvenfatnaði eru fallegir pastellitir ásamt jarðlitum og brúnum tónum áberandi. Hjá herrunum er einnig mikið af ljósum litum og brúnum tónum, en skemmtilegir „80’s“ litir eru líka að poppa upp hjá þeim í sumar. Dökkblár og grár eru þó enn klassískustu litirnir fyrir þá.

Gallabuxur eru áberandi hjá báðum kynjum og mikið er um útvítt hjá dömunum í hvers kyns buxum. Falleg mynstur í „mesh“ efni er vinsælt hjá dömum í bolum og kjólum, sem og maxi kjólar með silkiáferð,“ segir Maya. „Dragtir sem hægt er að nota við fínni tilefni en eru einnig notaðar hversdags við strigaskó eru líka áberandi og jafnvel stuttbuxur eða joggingbuxur við dragtarjakkann.

Mokkasíur af öllum toga eru mjög áberandi í skóvali sem og þægilegir hælabandasandalar og það sem hefur sjaldan klikkað síðustu ár eru hvítir strigaskór fyrir bæði kynin, sem og auðvitað í öðrum litum. Þar erum við nýbúin að fá margar sendingar – bæði hvíta, svarta og í öðrum fallegum litum,“ segir Maya að lokum.