Hvort sem þig vantar rafhjól, útileguvörur, góða skó eða vélsleða, þá er allsendis víst að þú finnir það hjá Ellingsen. „Hjá okkur er gott úrval af gönguflíkum, regnheldum flíkum, íþróttafatnaði og skóm frá þekktum gæðamerkjum fyrir alla fjölskylduna fyrir hvers kyns útiveru.

Á sumrin setjum við upp Tjaldaland á efri hæðinni, sem er ein stærsta útilegudeild landsins. Þá er BRP ferðatækjadeildin með öll skemmtilegustu leiktækin; fjórhjól, sexhjól, sæþotur, rafkrossara, vélsleða og buggy-bíla,“ segir Freyja Leópoldsdóttir, sölu- og markaðsstjóri S4S.

Bjartari og betri verslun

Í upphafi árs 2018 sameinuðust Ellingsen og S4S, sem hafði þangað til verið með skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skechers, Kaupfélagið og Toppskóinn, sem og Nike by Air búðirnar. Breytingar voru gerðar á rekstri Ellingsen sem og búðinni, sem voru kláraðar á dögunum. „Við skiptum út allri lýsingu í búðinni, máluðum, færðum afgreiðsluborð og endurröðuðum versluninni. Búðin er nú mun bjartari og opnari og vörurnar fá að njóta sín enn betur með nýrri lýsingu og betri deildaskiptingu.“

Besta úrvalið af rafhjólum

Einnig var nýverið glæsilegt rafhjólasetur Ellingsen opnað, en um er að ræða heilsársdeild með mesta úrval landsins af rafhjólum og rafhlaupahjólum. „Við erum með umboð fyrir nokkra framleiðendur, meðal annars Merida, sem er einn stærsti hjólaframleiðandi í heimi og býður upp á breiða línu rafhjóla, allt frá borgarhjólum upp í fulldempuð fjallahjól. Þá erum við með vinsæl hjól frá Mate og Tern, sem sérhæfa sig í rafhjólum. Eftirsóttustu rafhlaupahjól landsins, Zero, fást einnig hjá okkur, en þau eru aflmeiri en flest rafhlaupahjól á markaðnum og einstaklega sterkbyggð. Því henta þau íslenskum aðstæðum vel.“

Frábær þjónusta við rafhjól

„Við lögðum mikið í setrið, bæði útlitslega og faglega. Þá stækkuðum við rafhjólaverkstæðið okkar, bættum aðstöðuna og réðum inn sérhæft starfsfólk til að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur. Rafhjólasetrið er nýtt og enn í þróun, en við teljum okkur vera komin á gott ról. Markmiðið er síðan að bjóða áfram upp á mesta úrvalið og einnig bestu þjónustuna.“

Freyja hvetur alla til að líta við í Ellingsen á Granda, skoða uppfærða verslun og úrvalið. „Komdu og spjallaðu við starfsfólkið okkar sem er uppfullt af fróðleik um allar okkar vörur og ávallt tilbúið að ráðleggja viðskiptavinum við val á réttum fatnaði, skóm, bakpokum, rafhjólum og ferðatækjum. Þá er einnig hægt að prófa öll þau rafhjól og rafhlaupahjól sem við seljum.“