Guðrún Benediktsdóttir, innan-hússarkitekt FHÍ, er eigandi INNlifunar. Hún hefur selt innréttingar í yfir aldarfjórðung og býr að mikilli reynslu í hönnun innréttinga. „Eldhúsinnréttingarnar frá INNlifun eru einstaklega vandaðar og vel hannaðar. Þær koma í fjölbreyttum stíltegundum, efnum og litum þannig að þær henta fyrir afar breiðan hóp viðskiptavina,“ segir Guðrún.

„Framleiðendurnir leggja mikla áherslu á hagkvæmni og að sjálfsögðu gæði sem tryggir innréttingar á góðu verði. Við veitum því ódýrari innréttingum á markaðnum verðuga samkeppni með hagstætt verð en jafnframt eru innréttingarnar samsettar sem er hluti af gæðum innréttinganna.“

Innréttingarnar koma samsettar og það styttir uppsetningatíma til muna.

Draumurinn verður að veruleika með INNlifun

Í verslun INNlifunar starfa reynslumiklir og menntaðir innanhússarkitektar og arkitektar sem veita viðskiptavinum góða og vandaða þjónustu. Kosturinn við þjónustu INNlifunar segir Guðrún vera að farið er vandlega yfir óskir hvers viðskiptavinar og innréttingin síðan teiknuð upp í þrívídd. Vel er farið yfir allt og sjálfsagt að gera margar tillögur þar til draumaeldhústillagan er tilbúin. „Þú kemur með teikningu af rýminu sem um ræðir til okkar á Suðurlandsbraut 26 og starfsfólk okkar leiðir þig í gegnum möguleikana. Þú færð síðan þrívíðar teikningar þér að kostnaðarlausu til að sjá hvernig rýmið kemur til með að líta út. Allar innréttingar eru síðan sérsmíðaðar fyrir þig og þitt rými.

Við sjáum líka til þess að allt ferlið sé skilvirkt og þægilegt fyrir viðskiptavini okkar og fylgjum eftir verkefnum allt frá fyrirspurn til uppsetningar. Eldhús þarf að lifa lengi og því skiptir það okkur máli að viðskiptavinir séu ánægðir með eldhúsið sitt eftir að það er sett upp,“ segir Guðrún. „Við viljum láta draumaeldhúsið þitt verða að veruleika,“ bætir hún við.

INNlifun býður upp á fjölbreyttar innréttingar frá þýskum gæðaframleiðendum sem henta breiðum hópi viðskiptavina.

Traust og fagmannleg þjónusta

Að sögn Guðrúnar er góð og fagmannleg þjónusta lykilatriði í rekstri INNlifunar. Innréttingar frá INNlifun koma samsettar og tilbúnar til uppsetningar til landsins og eru með fimm ára ábyrgð. „Einingarnar koma samsettar og búið er að setja skúffur í og framhliðar á og bora fyrir höldum eða þá að griplistar eru tilbúnir eða ásettir. Uppsetningartíminn styttist þar af leiðandi um marga daga miðað við innréttingar sem eru afhentar algerlega ósamsettar.“

INNlifun hefur svo milligöngu um að útvega reynda og vandaða fagmenn til uppsetninga á innréttingunum. „Þeir fagmenn sem við mælum með og treystum hafa unnið lengi með uppsetningar á innréttingum frá okkur og þekkja hvernig best er að standa að og skila vönduðu verki. Flutningurinn er einnig í höndum vanra flutningabílstjóra sem skila eldhúsinnréttingunni á verkstað,“ segir Guðrún.

Innréttingarnar koma uppsettar og það styttir uppsetningatíma til muna.

Umhverfið í fyrirrúmi

Innréttingarnar frá INNlifun eru samþykktar af Umhverfisstofnun og því eru þær viðurkenndar í Svansvottuð hús, sem Guðrún segir að sé mikill kostur á markaðnum í dag. „Það eru margir að huga að umhverfisvernd og eru að byggja Svansvottuð hús og því eru innréttingarnar frá okkur góður kostur,“ segir hún að lokum.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu INNlifunar, innlifun.is.

Það skiptir máli að viðskiptavinurinn sé ánægður með nýja eldhúsið til lengri tíma.
Láttu draumaeldhúsið þitt verða að veruleika með INNlifun.
Allar eldhúsinnréttingar INNlifunar eru sérsmíðaðar.