Stundum er talað um að stangveiði sé dýrt sport. Vissulega getur hún verið það en svo þarf alls ekki að vera. Með tilkomu Veiðikortsins er til dæmis hægt að veiða í 34 vötnum vítt og breitt um landið í allt sumar fyrir aðeins 7.900 krónur.

„Stangveiði er einnig frábært fjölskyldusport og það jafnast ekkert á við að dvelja við árniðinn eða á bakka fallegs vatns. Tengingin við náttúruna og slökunin er alger. Við í Veiðihorninu viljum svo sannarlega hvetja Íslendinga til þess að stunda veiðar í sumar í hreinni og fallegri náttúrunni,“ segir Ólafur Vigfússon hjá Veiðihorninu.

Óbreytt verð

„Gengi krónunnar hefur sigið verulega síðan vorið 2019 og við hjá Veiðihorninu viljum leggja okkar af mörkum í núverandi árferði. Í því skyni ætlum við að bíta á jaxlinn og halda áfram að bjóða úrval af flottum veiðipökkum, hvort heldur er vöðlupökkum eða veiðistangapökkum, á óbreyttu verði frá í fyrra, að minnsta kosti út apríl.“

Mikið úrval af flugum í öllum regnbogans litum.

Fantafínt verð og Veiðikortið á hálfvirði eða 3.950 krónur

Veiðihornið býður upp á gott úrval af vöðlupökkum fyrir konur, karla og krakka frá Simms og Redington, en þetta eru stærstu merkin í vöðlum í Bandaríkjunum í dag. Einnig er flott úrval af fluguveiðipökkum frá Redington og Sage auk kaststanga og hjóla frá Kinetic og DAM á fantafínu verði. „Við erum nú þegar búin að taka inn fjóra gáma af nýjum veiðivörum fyrir sumarið, svo það ætti að vera nóg til. Þar fyrir utan bjóðum við áðurnefnt Veiðikort á hálfvirði með öllum fluguveiði- og vöðlupökkum. Því er hægt að veiða í allt sumar fyrir einungis 3.950 krónur. Mér er til efs að það finnist ódýrara sport en það og svo er heilnæm útiveran í fallegri náttúrunni ómetanlegur kaupauki.“

Fluguhjól.

Veiðihornið, veiðibúð allra landsmanna á internetinu Veiðihornið sýnir að sjálfsögðu samfélagslega ábyrgð og takmarkar fjölda viðskiptavina inni í búðinni við 15 manns. „Þá bendum við fólki á að halda um það bil einni stangarlengd á milli sín. Til þess að undirstrika samfélagslega ábyrgð okkar enn frekar bendum við fólki á netverslun okkar, veidihornid.is, sem við höfum endurbætt heilmikið síðustu daga og vikur og stóraukið þar vöruúrvalið. Einnig höfum við bætt við lifandi netspjalli sem hefur aldeilis slegið í gegn. Við vöktum netspjallið afskaplega vel og erum skjót til svars. Netverslunin hefur vaxið gífurlega upp á síðkastið og heimsóknafjöldinn margfaldast. Við erum að fá orðið langt á þriðja þúsund heimsóknir á dag alls staðar að af landinu og víðar suma dagana. Þá sjáum við bæði mikla fjölgun netpantana sem við sendum samdægurs, en einnig er greinilegt að veiðimenn skoða vefinn heima í rólegheitunum og kíkja svo til okkar í Síðumúlann til þess að ganga frá kaupunum. Við erum því ófeimin við að tala um vefinn okkar sem veiðibúð allra landsmanna á netinu.“

Úrval veiðiflugna er að finna í Veiðihorninu.

Sumarið verður frábært

„Við trúum því að sumarið verði mjög gott. Þegar þjóðin fer að hressast nú strax í sumarbyrjun flykkist hún út í sveitir landsins með stöng í hönd.“

Veiðihornið er að Síðumúla 8, 108 Reykjavík.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Veiðihornsins, veidihornid.is. Sími: 568-8410. Tölvupóstur: [email protected] Lifandi netspjall á Veidihornid.is.

Fluguhjól.
Ólafur Vigfússon hjá Veiðihorninu býður viðskiptavini velkomna í verslunina að Síðumúla. „Stangveiði er frábært fjölskyldusport og alls ekki eins dýrt og fólk heldur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI