Gistimöguleikarnir innan Hey Ísland eru mjög fjölbreyttir: sumarhús, íbúðir, gistiheimili af öllum stærðum og gerðum og hin glæsilegustu sveitahótel. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Ferðaþjónustu bænda.

Víða er afþreying í boði á gististaðnum, eða í nánasta umhverfi hans.

„Það er hægt að kynnast dýrunum í sveitinni, kanna skemmtilegar gönguleiðir, fara í hestaferðir, kajakferðir, eða spila golf. Möguleikarnir eru endalausir á ferðalögum um landið okkar.“

Einnig er hægt að leita að veitingastöðum, en margir þeirra bjóða upp á hráefni beint frá býli eða annað spennandi hráefni úr héraði.

„Margir þessara veitingastaða eru mjög skemmtilegir og það er gaman að kynnast ólíku hráefni og réttum eftir landshlutum.“

Gjafabréfin eru vinsæl

„Einfalt er að kaupa gjafabréf á hey.is en þau verða sífellt vinsælli gjafakostur, enda stórsniðug gjöf sem gleður,“ segir Berglind. Þau gilda bæði fyrir ferðalög innanlands með Hey Íslandi og Bændaferðum út í heim, sem er annað vörumerki Ferðaþjónustu bænda hf.

Tilboð og séróskir

Fjölbreytt tilboð eru í gangi yfir sumarið sem gott er að kynna sér þegar sumarfríið er skipulagt. Má þar meðal annars nefna gistingu og golf um allt land, lúxusgönguferðir eða gistiupplifun, aftur til gamla tímans á Austurlandi og matarupplifun á Norðurlandi.

„Svo má skoða ævintýradvöl á Vestfjörðum, sjálfbærni í sveitinni á Suðurlandi og sveitasælu á Vesturlandi, svo nokkur tilboð séu talin upp.“

Þeir sem ferðast um landið á rafbílum, eða eru með gæludýr með sér á ferðalaginu, geta leitað á hey.‌is eftir gististöðum sem bjóða upp á sérhæfðri þjónustu, sem og gististaði með hjólastólaaðgengi.

Mögnuð, íslensk náttúra

Berglind segir magnað að vera úti í íslenskri náttúru og í sumar gefist Íslendingum einstakt tækifæri til að njóta hennar og jafnframt að upplifa alla þá grósku sem fyrirfinnst í íslenskri ferðaþjónustu í dag.

„Við hjá Hey Íslandi hvetjum alla til að ferðast sem mest innanlands í sumar og njóta alls þess sem náttúran og fólkið í landinu hefur upp á að bjóða. Gleðilegt ferðasumar!“

Hey.is