Á dögunum undirrituðu NOW og Víkingamótin samstarfssamning til næstu þriggja ára. Markmið samningsins er að hvetja fólk til útivistar og hreyfingu og þar með stækka utanvegahlaupin enn meira.

NOW Eldslóðin var haldin í fyrsta skipti í fyrra sem partur af Víkingamótaröðinni. NOW Eldslóðin er utanvegahlaup í fallegri og stórbrotinni náttúru Íslands rétt við borgarmörkin. Hlaupið er frá Vífilsstöðum í Garðabæ, með fram Vífilsstaðavatni, inn að Búrfellsgjá og þar upp að Helgafelli og aftur til baka að Vífilsstöðum, alls 28 km.

Byrjendur sem lengra komnir

Leiðin er hugsuð þannig að hlaupið sé áskorun fyrir lengra komna en á sama tíma er brautin falleg og auðfarin með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Tvær styttri vegalengdir verða einnig í boði, 5 og 9 km, með það að leiðarljósi að í lok sumars verði þetta skemmtilegt uppskeruhlaup þar sem byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran dag saman í Heiðmörkinni.

Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á liðakeppni þar sem fjórir keppendur hlaupa 28 km hringinn hver og gildir samanlagður tími þeirra í liðakeppninni en að sjálfsögðu gildir tími þeirra einnig sem einstaklingstími. Eins og í öllum Víkingamótum verður lögð áhersla á öryggi, umgjörð og gleði.

Rauðrófuduftið frá NOW er öflugur orkugjafi.

Bætiefni hlauparans

Lára Sigríður Lýðsdóttir, markaðsstjóri NOW, segir að í gegnum tíðina hafi þau stutt vel við bakið á íþróttafólki með góðu móti. Hins vegar hafi það alltaf verið á teikniborðinu að styrkja stærri hlaup. Nú þegar náttúruhlaupin hafa farið ört vaxandi síðastliðin ár var það kjörið tækifæri til að fara í samstarf við Víkingamótin og nefnir hún að NOW sé gríðarlega stolt af samstarfinu og hlakki til að byggja viðburðinn upp.

Magnesíumspreyið frá NOW hefur gefið góða raun meðal hlaupara.
Magnesíum- og kalktöflurnar eru frábærar eftir hlaupið.

NOW er með vörur sem ættu að henta öllum þeim sem stunda hreyfingu á annað borð og því í takt við vörumerkið að semja við viðburð sem þennan. NOW er með heila sportlínu þar sem allir ættu að geta fundið þau bætiefni sem henta hverju sinni, hvort sem er fyrir, eftir eða á meðan að á hreyfingu stendur. Dæmi um vinsæl bætiefni meðal hlauparans eru steinefnafreyðitöflur, magnesíumtöflur og sprey, rauðrófuduft, BCAA-koffínduft og B12.

B-12 er nauðsynlegt í verkfæratösku hlauparans.

Ógleymanleg upplifun

Síðastliðin ár hefur NOW átt í góðu samstarfi við Arnar Pétursson og Þórólf Inga Þórólfsson en þeir eru meðal fremstu hlaupara landsins.

Arnar Péturs segir að utanvegahlaup séu frábær hreyfing þar sem í þeim er hlaupið á mýkra undirlagi og þannig förum við betur með líkamann. Hann segir einnig að tíminn sé mun fljótari að líða í utanvegahlaupunum þar sem náttúran spilar stórt hlutverk. Eldslóðin er með fjölbreytt undirlag sem gerir hlaupið að skemmtilegri upplifun bætir Arnar við.

Þórólfur tekur í sama streng og hefur orð á því að honum finnist best að komast út í náttúruna að hlaupa og ná þannig góðri endurheimt fyrir líkama og sál. Utanvegahlaup séu frábær leið til þess að stunda hreyfingu og upplifa kyrrðina í náttúrunni á sama tíma. Þórólfur segir NOW Eldslóðina vera einstaklega fallega hlaupaleið í bakgarði höfuðborgarsvæðisins og eina keppnishlaupið á landinu þar sem sést í eldgosið í Fagradalsfjalli.

Lára segir NOW Eldslóðina vera mikla náttúruupplifun þar sem leiðin býður upp á stórbrotið landslag í fallegu umhverfi. Vanir hlauparar jafnt sem þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í utanvegahlaupum eru hvattir til að skrá sig í hlaupið á neðangreindri vefslóð þar sem hægt er að velja milli vegalengda sem henta hverjum og einum. Lára segir umgjörðina í kringum hlaupið vera einstaklega skemmtilega og verður boðið upp á grillveislu og drykki ásamt fjörugri tónlist að hlaupi loknu. Búast má við miklum vinsældum og eru áhugasamir því hvattir til að skrá sig fyrr en seinna.

NOW Eldslóðin fer fram 5. september og er skráning hafin. Skráning fer fram á: http://www.netskraning.is/eldslodin/

Hægt er að fylgjast með á Instagram-miðlunum: @nowiceland – @arnarpeturs @thorolfur76 – @vikingamotin