Guðrún Marteinsdóttir, stofnandi TARAMAR, segir að þegar þau hófu leit að lífvirkum efnum sem væru líkleg til að geta endurmótað og grætt húð, þá hafi augu þeirra fyrst beinst að íslenska þanginu. Gríðarlega mikið magn af þangi finnst við landið og því er þetta ein af okkar stærstu vannýttu auðlindum. Síðar hafi bæst við rannsóknir og þróun á smáþörungum og núna á síðasta ári hefur TARAMAR hafið samstarf við VAXA Life sem ræktar örþörunga við einstakar aðstæður þar sem nýtt er hitaveituvatn frá virkjun ON á Hellisheiði.

Símon Már Sturluson í bláskel vinnur í takt við náttúruna og safnar þangi fyrir TARAMAR.

„Við leggjum ofuráherslu á hreinleika og sjálfbærni í öllu sem við gerum hjá TARAMAR. Það var því mikill fengur þegar við kynntumst Símoni í Bláskel og fengum fyrstu sendingarnar af þangi frá honum. Símon er einstakur náttúruunnandi og vinnur þangið á sérstakan hátt: allt í höndunum í takti við náttúruna, án þess að valda neinum spjöllum,“ segir Guðrún.

„Sama er að segja með VAXA Life en ræktun þeirra byggir á stórkostlega flottum aðferðum þar sem orka náttúrunnar er notuð til að rækta afburða hreina þörunga með afgerandi flotta lífvirkni.

Rannsóknir okkar á þanginu hafa leitt í ljós ótrúlega skemmtilega hluti. Þannig höfum við þróað efni úr þörungunum sem vinna með stoðkerfi húðarinnar og geta jafnvel stoppað niðurbrot á efnum eins og kollagen, elastin og tyrosine, sem eru helstu byggingarefni húðarinnar. Einnig sjáum við hvernig efni úr þörungunum örva frumurnar til að draga úr bólgum og stoppa oxun. Allir þessi þættir mýkja og græða húðina og aðstoð hana við að losa sig við úrgangsefni.

ICEBLU húðvörurnar frá TARAMAR byggja á lífvirkni bláa phycocyanine-efnisins.

Nýjustu vörurnar okkar sem eru í þróun, ganga undir nafninu ICEBLU en þær byggja á bláu lífvirku efni sem er unnið úr spírulínu frá VAXA Life. Þessar vörur eru að fara í prófanir á næstu vikum.“

Meðlimir í vildarklúbbi TARAMAR munu hafa tækifæri til að prófa þessar vörur, en fyrsta reynsla bendir til að lífvirkni þessa efnis sé afburðamikil og húðbætandi á margan hátt. Þeir sem hafa áhuga á að ganga í klúbbinn geta skráð sig á taramar.is. Það kostar ekki neitt og allir fá 5.000 kr. inn á vörslureikning sem þeir geta notað í fyrstu kaup í netverslun TARAMAR.

Í vöruþróuninni er metið hversu mikinn styrkleika þarf af lífvirku efnunum.