Nettó er aðal grillbúðin á landinu. Þar fæst allt hefðbundið ferskt kjöt, bæði marinerað og alveg hreint og ómengað, ásamt úrvali af ferskum fiski á frábæru verði. Þar er líka hægt að fá gæða grillsósur og framandi kjöt, eins og kengúru, dádýr, endur og gæsir. „Við hjá Nettó státum okkur af því að vera valkostur nr. 1 hjá öllum metnaðarfullum grillurum,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, innkaupastjóri yfir ferskvöru. „Við sjáum það á samfélagsmiðlum þar sem metnaðarfullir bloggarar koma saman að við hljótum almennt mikið lof fyrir vörur okkar og verð og við erum stolt af því að bjóða betra úrval og meiri gæði en aðrar lágvöruverðsverslanir.“ 100% hreint og án aukaefna „Fyrir tveimur árum síðan fundum við fyrir vaxandi eftirspurn eftir 100% íslensku hreinu kjöti eins og boðið var upp á í opnum kjötborðum hér áður fyrr,“ segir Elías. „Neytendur virðast í auknum mæli vilja sneiða hjá þeim tilbúnu marineringum sem oft er boðið upp á í grillvörum. Hér áður var fólk vant að fá hreinar íslenskar afurðir í kjötborðinu hjá kaupmanninum sínum, en nú er kjötvara mestmegnis komin í neytendaumbúðir, plöstuð og í sumum tilvikum pakkað undir köfnunarefni, allt til þess að varðveita gæðin sem mest og lengja líftíma vörunnar,“ segir Elías.

Neytendur virðast í auknum mæli vilja sneiða hjá þeim tilbúnu marineringum sem oft er boðið upp á í grillvörum.
Kjötið í Kjötborð-vörulínunni er 100% hreint og íslenskt, ókryddað og án íblöndunarefna. Vörulínan er fáanleg í öllum verslunum Nettó og í vefverslun Nettó.

Við vildum halda í gæðin sem þú gast gengið að í ferska kjötborðinu á sínum tíma og þess vegna fórum við af stað með vörulínuna „Kjötborðið“, en það er vörulína sem er algerlega 100% hrein og íslensk, ókrydduð og án íblöndunarefna af nokkru tagi,“ útskýrir Elías. „Þessi vörulína er fáanleg í öllum sautján verslunum Nettó á landsvísu og í vefverslun Nettó. Lykilatriðið hjá okkur er að bjóða upp á fyrsta flokks gæði á bestu mögulegu verðunum og gott úrval,“ útskýrir Elías. „Svo bjóðum við auðvitað líka upp á fjölbreytt úrval af kryddum og ferskum kryddjurtum, þannig að viðskiptavinir geti kryddað kjötið sitt nákvæmlega eftir eigin smekk.“ Framúrskarandi sósur „Af því að við teljum okkur vera aðal grillbúðina á landinu fórum við út í að þróa sósur sem eiga að skara fram úr,“ segir Elías. „Þetta eru sósur sem eru seldar undir vörumerkinu „Kjötsel“ og þær eru myndskreyttar með því dýri sem sósurnar passa best við. Við bjóðum upp á sæta sósu fyrir svín með graslauk og sætu sinnepi, þyngri piparostasósu fyrir lamb og loks bernaise fyrir naut. Þetta eru meiriháttar einfaldar lausnir fyrir þá sem vilja bara grilla góða steik og henda í fljótlegt en gott meðlæti.“ Fjölbreytnin ævintýraleg „Í verslunum Nettó fæst að jafnaði hefðbundið ferskt lamba-, grísaog nautakjöt í gríðarlegu úrvali,

Nettó býður upp á „Kjötsel“ sósurnar. Það er sæt sósafyrir svín með graslauk og sætu sinnepi, þyngri piparostasósa fyrir lamb og loks bernaise fyrir naut.

bæði meðhöndlað og hreint og ómeðhöndlað,“ segir Elías. „Við bjóðum líka upp á mikið úrval af ýmsu fuglakjöti, bæði kjúklingi og líka kalkúnasteikum í grillmarineringum. Svo er Nettó ein af fáum verslunum á landinu sem býður gott úrval af ófrosnu folaldakjöti allt árið um kring. Til þess að geta skarað fram úr í fiski jafnt sem kjöti hefur Nettó gert samning við eina af fremstu fiskverslun landsins, Hafið, sem sér verslunum stöðugt fyrir spriklandi fersku sjávarfangi og þar er langan, laxinn og bleikjan venjulega vinsælust á grillið,“ segir Elías. „Sjálfur grilla ég mikið af fiski á sumrin og þá er bleikjan frá Hafinu í sérstöku uppáhaldi. Í frystinum má finna margt framandi og skemmtilegt eins og dádýr, gæsabringur, andabringur og kengúrukjöt, en kengúrukjötið er orðið mjög vinsælt á grillið hjá landanum,“ segir Elías. „Það er því af sem áður var þegar lambalærisneiðar eða kótilettur voru það eina sem rataði á grillið.“ Vikulegar verðsprengjur „Vikulegar verðsprengur í kjöti er oft það fyrsta sem kemur í upp í hugann hjá neytendum þegar Nettó er nefnt á nafn,“ segir Elías. „Það er ekki furða, þar sem í hverri einustu viku er ein rosaleg verðsprengja í kjöti. Núna yfir sumarmánuðina verður grillið mjög áberandi í verðsprengjunum. Ein uppáhaldsvaran mín á grillið er nautalund og að undanförnu hefur Nettó boðið upp á fordæmalaust verð á nautalundum,“ segir Elías. „Hágæða frosnar nautalundir frá Danmörku hafa farið á 2.699kr/kg, en þetta er vara sem fæst víða á vel yfir 6 þúsund krónur.“

Í verslunum Nettó er mikið úrval af ýmiskonar kjöti og fiski. Þar fæst að jafnaði hefðbundið ferskt lamba-, grísa- og nautakjöt í gríðarlegu úrvali, bæði meðhöndlað og hreint og ómeðhöndlað, ásamt ferskum fiski frá Hafinu.