Dýrindis dádýr, kengúrur, alifuglar, steikur í freistandi marineringum og ferskur fiskur eru meðal þess sem Nettó býður landsmönnum á sumargrillið úr kjötborðinu og auðvitað æðislegt meðlæti og sósur með. Hægt er að elta sólina í sumar og grilla hvar á landinu sem er því sama góða verðið er í öllum nítján Nettó-verslununum um land allt.

„Við hjá Nettó erum stolt af „Kjötborðinu“ okkar því rétt eins og á árum áður er kjötborðið stolt hvers kaupmanns og við vinnum með þá ímynd,“ segir Hallur Heiðarsson, rekstarstjóri Nettó-búðanna.

„Kjötborðið“ sem Hallur vísar til er vörumerki Nettó í ferskum kjötvörum.

„Undir merkjum Kjötborðsins fá grillarar landsins 100 prósent ferskt og ómeðhöndlað kjöt, allt huggulega snyrt og vel fram borið. Við notum eingöngu íslenskt hráefni í þessa línu og fólk getur alltaf gengið að 100 prósent gæðum,“ upplýsir Hallur.

Í Nettó fæst allt til alls til gómsætrar grillmáltíðar, bæði kjöt, krydd, marineringar, sósur, kjöt, fiskur og hvers kyns meðlæti.
Marineringar frá Kjötborðinu kóróna góða grillmáltíð en æ fleiri kjósa að krydda og marinera grillkjötið sitt heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

Fyrir grillara sem vilja skara fram úr

Í takti við indælt vor og ilmandi grillangan sem líður um loftin hafa nýjar vörur bæst við freistandi úrval Kjötborðsins.

„Fyrir þá sem vilja skara fram úr við grillið bjóðum við upp á ómótstæðilega grillkjötslínu úr Kjötborðinu, úr fersku, ókrydduðu og ómarineruðu lamba-, nauta- og svínakjöti. Hún nýtur mikilla vinsælda því fjöldi þeirra sem vilja krydda sitt kjöt og marinera það sjálfir fer ört vaxandi. Þá erum við líka með nýja línu af kryddmarinerningum undir Kjötborðsvörumerkinu, meðal annars úr trufflum og grillsmjöri yfir í suðrænar og seiðandi krydd­mareningar,“ upplýsir Hallur um heillandi steikur sem Nettó býður á grillið.

„Við hjá Nettó gerum okkur líka grein fyrir að til þess að skara fram úr þurfum við að bjóða enn fjölbreyttari flóru af grillmarineruðu kjöti en aðrir, og það gerum við undir merkjum Kjötsels. Nú í fyrsta sinn getur fólk valið á milli fjölbreytts úrvals af hefðbundnu grillkjöti og einhvers meira framandi, svo sem dádýrasteikur í trufflu og kengúru-fille með reyktum pipar,“ segir Hallur.

Alifugl verður sífellt vinsælli á grillið og Nettó mælir því að sjálfsögðu með grillmarineruðum kalkún og kjúklingi í úrvali.

„Það er engu líkara að fólki líki vel við þann sælkeramat því sala á marineruðum kjúklingabringum hefur aldrei verið meiri en þessa dagana,“ segir Hallur.

„Endrum og sinnum náum við líka góðum kaupum á hrossakjöti og skilum því þá hratt til viðskiptavina en hrossakjöt er ekki í jafn stöðugu vöruframboði og folaldakjöt sem á sér nú fastan sess í hillum okkar.“

Í Nettó fást yfir 70 tegundir af grillkjöti, bæði marineruðu og tilbúnu beint á grillið, sem og kjöti til marineringar heima við. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

Aðal grillbúðin á landinu

Nettó er aðal grillbúðin á landinu. Þar fást yfir sjötíu tegundir af grillkjöti, en einnig gæða grillsósur sem fullkomna máltíðina.

„Með grillmat er ómissandi að bjóða upp á Kjötsels-grillsósurnar okkar. Þær eru meiriháttar einfaldar lausnir fyrir þá sem vilja bara grilla góða steik og henda í fljótlegt og lostætt meðlæti,“ segir Hallur.

Hann segir Nettó fyrsta valkost hjá öllum metnaðarfullum grillurum.

„Okkar leiðarljós er að bjóða eingöngu fyrsta flokks gæði á besta mögulega verði og gott úrval. Til að geta skarað fram úr í fiski jafnt sem kjöti gerðum við samning við Hafið, eina fremstu fiskbúð landsins, sem sér okkur stöðugt fyrir fersku sjávarfangi og þar halda langa, lax og bleikja sínum sess sem vinsælasti fiskurinn á grillið.“

Ríkulegt úrval dýrindis hráefnis á grillið fæst í átján Nettó-búðum um land allt og allsstaðar er sama góða verðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

Nettó opnar í Mosó í sumar

Nettó er nú með átján búðir um land allt og í sumar bætist sú nítjánda við í Mosfellsbæ.

„Því er leikur einn að elta sólina í sumar og nálgast uppáhalds grillmatinn sinn í Nettó hér og þar, því grillkjötið er á sama verði hvar sem er á landinu,“ upplýsir Hallur.

„Í hverri viku er Nettó með verðsprengju í verslunum sínum á kjöti og í sumar verður grillið auðvitað í aðalhlutverki,“ segir Hallur og gefur lesendum uppskrift að dýrindis grillaðri nautasteik með Bernaise-sósu frá Kjötseli.

Fyrsta flokks nautasteikur fást í úrvali á grillið í Nettó. FRETTABLAÐIÐ/ANTON

Grilluð nautalund með Bernaise

Takið nautalund úr ísskáp og látið standa á bekk. Penslið lundina með smjöri og saltið með grófu gæðasalti, duglega eða jafnvel óhóflega. Setjið lundina því næst á svaka hita á grillið og snúið reglulega þar til steikin er orðin vel lokuð. Lækkið þá hitann eða setjið steikina á efri grind. Þar er henni snúið reglulega í 15 til 20 mínútur, eða þar til kjötmælir sýnir 57°C í kjarnhita. Þá er steikin tekin af grillinu og látin standa í rúmar 10 mínútur, en sú hvíld skiptir jafn miklu máli og grillunin.

Borið fram með meðlæti og Bernaise-sósu frá Kjötseli.Nettó er um land allt. Hægt er að gera innkaupin líka á netto.is