Að sögn Þórarins Gunnars Birgissonar, framkvæmdastjóra Birgisson, verður mikið um að vera um helgina. „Við viljum halda sóttvörnum í góðu lagi og gefa fólki kost á að versla á netinu í stað þess að koma í búðina. Við bjóðum 20% afslátt af parketi, flísum og hurðum og 40% afslátt af öllu undirlagi, listum og fylgihlutum,“ segir Þórarinn. „Með þessu losnar fólk við að standa í biðröð í kuldanum fyrir utan verslunina. Að auki ætlum við að bjóða upp á fría heimsendingu um allt land. Nettilboðin fóru í gang á fimmtudag og munu standa út mánudaginn,“ segir Þórarinn og bætir við að sendingarkostnaður á vörum út á land geti verið mikill. „Á meðan á tilboðinu stendur fær fólk vöruna heim að dyrum frítt. Með þessu viljum við koma til móts við viðskiptavini okkar á landsbyggðinni. Hægt er að fá sendar prufur út á land og afsláttur fæst gegn því að staðfesta pöntunina.“

Umhverfisvottaðar vörur

Þórarinn segir að verslunin sé stútfull af nýjum og glæsilegum vörum. „Við erum með góða og aðgengilega netsíðu. Ef fólk vill frekari upplýsingar er hægt að hringja eða hafa samband við okkur í gegnum birgisson@birgisson.is. Hjá Birgisson er eitthvert mesta úrval landsins af parketi frá viðurkenndum framleiðendum sem hafa verið hér á markaði í langan tíma. Við höfum lagt áherslu á að hafa allar okkar vörur umhverfisvottaðar og höfum tekið þátt í verkefnum varðandi það. Við reynum að leggja okkar af mörkum í að minnka kolefnisspor fyrirtækisins, þetta gerum við meðal annars með flokkun á úrgangi og með því að koma öllu okkar plasti í endurvinnslu hjá Pure North Recycling í Hveragerði,“ segir Þórarinn.

„Við finnum vel fyrir auknum kröfum um að vörur og framleiðsla séu umhverfisvænar. Allt okkar harðparket er vottað með bláa englinum og viðarparketið er Svansvottað,“ segir hann. „Umhverfismál eru í brennidepli í allri okkar vinnslu. Við höfum sömuleiðis lagt ríka áherslu á gott, hljóðdempandi undirlag undir gólfefni. Nýbreytni hjá okkur í þeim efnum er umhverfisvottuð framleiðsla á undirlagi.“

Salka Sól valdi fallega grábæsaða eikarplanka á ibúðina sína. Eik Mossy frá BJELIN.

Gjafaleikur á Instagram

Birgisson ehf. í samstarfi við Sölku Sól ætlar að gefa einum heppnum fylgjanda 150.000 kr. gjafabréf fyrir parketi, flísum eða hurðum. Með því að vera vinur Birgisson og Sölku Sólar á Instagram og merkja þann sem fólki þykir vænt um við færsluna er maður kominn í pottinn! Dregið verður 3. desember. Endilega skrá sig á Instagram: @‌birgissonehf @salkaeyfeld

Gæðavörur og þjónusta

Hjá Birgisson er fagmennskan í fyrirrúmi, mikil þekking og reynsla. Verslunin er sérhæfð í sölu á gólfefnum og hurðum. Birgisson er í Ármúla 8. Sími: 516 0600. Netfang: birgisson@birgisson.is. Sjá nánar á birgisson.is.

Í verslun Birgisson í Ármúla er hægt að skoða úrvalið af parketi og flísum.
Glæsilegt parket frá Birgisson í eldhúsi og stofu. Parketið setur heildarsvip.