Arnór Fannar Theodórsson, vörustjóri hjá Vodafone, segir að möguleikarnir á netinu séu óteljandi og hafi breytt mörgu í lífi fólks til hins betra en hafi einnig sínar skuggahliðar. „Vodafone leggur mikla áherslu á að fjölskyldan sé vel tengd og einn liður í því er netöryggi barna. Netvörn Vodafone gerir foreldri kleift að stjórna og takmarka umferð heimilisins á vafasömum heimasíðum og með læsingu á myndlykli og í Stöð 2 appinu getur foreldri sett inn PIN-læsingu sem kemur í veg fyrir að hver sem er geti leigt sér efni,“ upplýsir hann.

„Einnig er hægt að læsa stöðvum eftir aldursstillingu sem er einstakt í sjónvarpsþjónustu á Íslandi. Með þessu stuðlar Vodafone að öruggari umgengni við internetið. Mikilvægasti þátturinn í netöryggi er fræðsla og upplýsingagjöf, bæði börn og fullorðnir verða að tileinka sér meðvitaða varkárni í umgengni sinni við internetið og má þar nefna sem dæmi netsvindl í gjafaleikjum þar sem meðvitað er reynt að hafa fé af fólki,“ útskýrir Arnór.

„Þrátt fyrir að internetið hafi verið hluti af okkar daglega lífi í tæplega 20 ár eru notendur stöðugt að læra að umgangast það, bæði hvað varðar tímann sem fólk notar á internetinu, mörk sem það setur í samskiptum sínum í gegnum internetið og áreiðanleika gagna sem það finnur þar. Internetið er sístækkandi hluti í þeirri þjónustu sem fólk sækir, hvort sem um er að ræða bankaviðskipti, að kaupa í matinn eða horfa á sjónvarpið, það er því mikilvægt að netöryggi og þær leiðir til þess að gera enn betur á því sviði séu ávallt í skoðun og að samtalið við neytendur sé lifandi.“

Arnór Fannar Theodórsson, vörustjóri hjá Vodafone, segir að Vodafone leggi mikla áherslu á að fjölskyldan sé vel tengd og einn liður í því er netöryggi barna.