Sérfræðingarnir hjá New Nordic eru víða þekktir fyrir brennandi áhuga á lækningarmætti náttúrunnar og hefur fyrirtækið yfir 30 ára reynslu af jurtum og lífeflandi eiginleikum þeirra. Með því að nota náttúrulegar jurtasameindir er hægt að virkja lífsferla og virkni í húð okkar og hárfrumum með ótrúlegum árangri.

New Nordic hefur gefið út vandaða hárlínu sem hentar öllum gerðum hárs en notkun fæðubótarefna í töfluformi samhliða hárvörum sem innihalda sömu virku jurtarefnin er einstaklega áhrifarík leið til þess að næra og endurbæta hárið. Með þessari nýju byltingarkenndu fegurðarrútínu styður þú vistkerfi hársins bæði innan frá og utan.

Fegurð að innan sem utan

Hárlínan frá New Nordic kallast Beauty In & Out™ sem táknar einfaldlega fegurð að innan sem utan. Bætiefni eru í töflu- eða hlaupformi, sem vinna innan frá í sátt og samlyndi við þinn líkama með það að markmiði að ná niður í hinar dýpstu hárfrumur og hafa áhrif þar sem almennar hárvörur, svo sem sjampó, nær ekki til. Hárvörurnar sem eru síðan notaðar í hárið hafa að markmiði að vinna gegn einkennum vandans.

Hárvörurnar stuðla að auknum hárvexti og einnig að líflegra og fallegra hári utan frá. Til þess að ná sem bestum árangri er mikilvægt að vinna innan frá og út á við, ásamt því að nota bætiefnin samhliða hárvörunum.

Hair Volume töflur eru vegan, mjólkur- og glútenlausar.

Fegurðarmáttur epla á húð og hár

Á Norðurlöndunum er mikið rætt um epli og virkni eplaþykknis á líkamlega heilsu, og það er ekki að ástæðulausu þar sem epli hafa meðal annars verið notuð sem tákn eilífrar æsku í norrænni goðafræði.

Í dag hafa niðurstöður nútímavísindarannsókna sýnt fram á heilsubætandi áhrif epla og að þau geti haft einstaklega jákvæð áhrif á húð okkar og hár. Eplaþykkni sem inniheldur náttúrulegt Procyanidin B2 er einmitt virka innihaldsefnið í hinni margverðlaunuðu Hair Volume™ hárlínu og hafa niðurstöður klínískra rannsókna sýnt fram á einstakan árangur.

Hair Volume hlaupin eru með einstöku eplabragði.

Vinsælasta hárbætiefnið sem hefur unnið til margra verðlauna

Hair Volume™ töflurnar innihalda náttúrulega vaxtarvakann Procyanidin B2 sem unninn er úr eplum. Töflurnar næra rætur hársins með bíótíni, sem hvetur hárvöxt og eykur umfang hársins, kopar sem hjálpar til við að viðhalda hárlit, ásamt amínósýrunni L-cysteine, sem kemur í veg fyrir hárþurrk og viðheldur áferð og þykkt hárs.

Að auki inniheldur varan eplasafa, sink og þykkni úr hirsi, sem er mikilvægt fyrir hárið og hefur að markmiði að gera það líflegra og fallegra.

Bragðgóð eplahlaup sem stuðla að viðhaldi heilbrigðs hárs

Hair Volume™ hlaupin eru einstaklega bragðgóð eplahlaup sem innihalda eplaþykkni í bland við hirsi, piparrót, bíótín, pantótensýru og sink. Biótín og sink hjálpa til við að viðhalda heilbrigðu hári og heilbrigðri húð, en einnig viðhaldi á heilbrigðum nöglum. Hlaupin eru svo einstaklega góður kostur fyrir þá sem ekki vilja innbyrða töflur.

Heilbrigðara hár og hársvörður

Hair Volume™ sjampó hefur að markmiði að næra hárið að utan og stuðlar að því að veita hárinu fyllingu sem og viðhalda því hreinu, mjúku og glansandi.

Sjampóið inniheldur hvorki SLS/SLES súlfat né silíkon, heldur er einungis notast við náttúrulegar olíur til að gefa hárinu silkimjúka áferð. Varan inniheldur að auki eplaedik, sem hefur þann einstaka eiginleika að örva hársvörðinn, djúphreinsa hárið og endurheimta pH-gildi án þess að hárið þurrkist upp. Hair Volume™hárnæringin er frábær viðbót beint eftir sjampóið en næringin inniheldur epli, hirsi og amínósýrur sem stuðla að því að endurbæta hárið ásamt því að veita því silkimjúka og glansandi áferð.

Punkturinn yfir i-ið

Hair Volume™ Shine Serum er lokaskrefið í þessari einstöku hárumhirðurútínu. Ilmandi droparnir sjá um að endurheimta og næra hárstrengina, ásamt því að auka enn frekar við glans og fyllingu hársins. Mælt er með að nota dropana í rakt hárið til þess að ná sem bestum árangri.

Vöruþróun New Nordic er alfarið byggð á niðurstöðum vísindarannsókna sem skilar sér í nýstárlegum, áhrifaríkum og 100 prósent náttúrulegum vörum sem vinna í sátt og samlyndi við þinn líkama.