Það var í febrúar síðastliðnum sem vinir okkar frá Kína höfðu samband og spurðu hvort við vissum um grímur sem hindruðu veirur. Þá þegar var mikil panik í Kína og ljóst að kórónavírusinn væri mjög hættulegur og aðeins spurning hvenær hann kæmi hingað. Skyldan kallaði því, að finna út úr því hvað væri hægt að gera. Í minni fjölskyldu eru nokkrir með sykursýki, astma og annað sem setur fólk í áhættuhóp, og því setti eðlilega kvíða að okkar fólki,“ segir Alma Ösp Arnórsdóttir hjá Nanó félaginu ehf.

„Pabbi minn, Arnór Vikar, er vísindanördinn í fjölskyldunni og því rak ég hann í að leita og lesa sér til um allt það besta sem við gætum gert. Fljótlega varð ljóst að grímur úr nanóefni væru á allt öðru plani þegar kæmi að öryggi, en þær voru ekki í boði á Íslandi. Um var að ræða nýja kynslóð hátæknigríma sem eru öflug vörn gegn COVID-19. Ég fann fagnaðarerindi í því að koma nanógrímum til landsins og það blés mér í brjóst að ná í framleiðandann Respilon til að fá umboð fyrir þessar grímur á Íslandi,“ segir Alma og heldur áfram:

„Nanógrímur eru skortvara og verða kannski áfram því afkastageta er takmörkuð í framleiðslu hráefnis og heimurinn stór, allur í miklum vanda, en í lok febrúar tókst okkur loks að senda litla sendingu af nanógrímum til vina okkar í Kína, en eftir það varð allt stopp.“

Nanógrímurnar frá Respilon koma í pokum sem er hentugt að geyma þær i á milli notkunar.

Nanóþræðir grípa veiruna

Grímurnar eru ávöxtur fimmtán ára rannsóknasamstarfs fjögurra háskóla í Tékklandi. Tékkneska hátæknifyrirtækið Respilon sérhæfir sig í framleiðslu á heilsuverjandi nanónýjungum og framleiðir grímurnar.

„Nanófilman hindrar veirur af svipaðri stærð og kórónaveiran sem veldur COVID-19 í andrúmsloftinu, svo sem inflúensuveirur, en einnig myglu og allar bakteríur. Nanógríman er einnig frábær vörn gegn ofnæmisvaldandi frjókornum og kemur í veg fyrir að sótagnir úr útblæstri berist í öndunarveginn,“ upplýsir Alma.

Yfirburðir nanógrímunnar byggjast á neti sem ofið er úr rafspunnum nanóþráðum.

„Hver þráður er svo örmjór að hundrað þúsund þræði þarf til að ná gildleika mannshárs. Þræðirnir mynda marglaga himnunet og um það hlykkjast holugöng sem eru aðeins 0,01 μm að þvermáli. Það er minna en þvermál flestra veira, baktería og frjókorna. Agnir, eins og COVID-19 veiran, festast því í grímunni áður en þær komast inn í öndunarveginn,“ upplýsir Alma, en þess má geta að stærð kórónavírussins er á bilinu 60-140 nm (nanómetrar) eða frá 0.06 μm til 0.14 μm og að meðaltali 0.1 μm.

„Ending nanógrímanna er mun betri en flestra gríma því einn kostur þeirra er að sótthreinsun dregur ekki úr virkni nanóefnisins. Nanógrímuna má því sótthreinsa og endurnýta, og sjálf sótthreinsa ég mína nanógrímu allt að tíu sinnum áður en ég fæ mér nýja,“ segir Alma og bætir við:

„Nanógrímurnar frá Respilon eru með þeim öruggustu á markaðnum og standast kröfur langt umfram grímustaðla í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína (FFP2 og EN149).”

Alma Ösp segist þakklát fyrir að geta nú boðið Íslendingum nanógrímur sem ná allt að 99,9 prósentum af veirum úr andrúmsloftinu.

Langlíf og umhverfisvæn

Framleiðandinn, Respilon, gefur upp að hægt sé að nota nanógrímur í samfleytt átta klukkustundir.

„Nanógríma veitir góða vörn og hún hentar fólki sem þarf að skreppa inn í verslanir, inn í leikskóla og nota grímuna stutt hverju sinni. Hún dugar þá dögum saman og er langlíf sé hún sótthreinsuð með spritti á milli notkunar,“ segir Alma og ítrekar mikilvægi þess að notast við góðar grímur og fylgja ávallt sóttvarnareglum.

Myndin til vinstri hjálpar okkur að skilja smæðina í nanó og veirum sem við er að eiga. Stærð kórónaveiru er á bilinu 0,06 µm til 0,14 µm og að meðaltali 0,1 µm.

Nanógríma fyrir ástvini

Alma starfar við leikmyndagerð hjá RÚV og rekur fyrirtækið Studio VOLT sem veitir innanhússráðgjöf.

„Þar liggur mín ástríða og áhugasvið, en þegar ég komst á snoðir um nanógrímurnar var ekki spurning í huga mér hvaða grímur ég veldi fyrir sjálfa mig og fjölskylduna mína. Þær voru það eina sem kom til greina. Það er góð tilfinning að geta nú boðið nanógrímurnar fyrir alla sem vilja vera öruggir allan vinnudaginn, þá sem eru á ferðinni og fólk sem þjáist af astma eða öðrum öndunarfærasjúdómum, því nanógrímurnar koma í veg fyrir að örsmáar agnir, veirur og bakteríur berist ofan í öndunarveginn og lungun.“

Tvær gerðir nanógríma eru nú þegar í boði í vefverslun fyrirtækisins á nanogrimur.is og einnig í apótekum Lyfsalans á þremur stöðum, Glæsibæ, Vesturlandsvegi og Urðarhvarfi.

Hundrað þúsund örmjóa nanóþræði þarf til að ná gildleika mannshárs.

Samantekt um nanógrímurnar:

Mikil virkni: Nanógríman nær úr lofti allt að 99,9% veira, baktería, myglu, ryks og ofnæmisvaldandi frjókorna.

Lengri ending: Raki hefur ekki áhrif á virkni nanógrímanna og því endast þær lengur.

Endurnýting: Nanótrefjarnar þola spritt og því má sótthreinsa grímurnar með sprittúða ef þarf að endurnýta.