„Á hverjum einasta degi koma um 2.500–3.000 viðskiptavinir til okkar á N1 Ártúnshöfða til að sækja þá fjölbreyttu þjónustu sem við bjóðum upp á,“ segir Berta Eyfjörð Matthíasdóttir á N1 Ártúnshöfða. „Við erum að sjálfsögðu með eldsneyti og bílavörur, en einnig mikið úrval af veitingum og hér er líka afhendingarþjónusta Dropp. Stöðin fór svo nýlega í gegnum miklar endurbætur og er því komin með glæsilegt nýtt og ferskt útlit.“

Berta segir að á hverjum einasta degi komi um 2.500-3.000 viðskiptavinir á N1 Ártúnshöfða til að sækja þá fjölbreyttu þjónustu sem þar er boðið upp á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Mikið úrval af alls kyns veitingum

„Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á neysluhegðun viðskiptavina N1, sérstaklega hjá yngri kynslóðunum. Ungir neytendur hugsa almennt öðruvísi um tíma sinn, heilsu og næringu en þeir sem eldri eru og þessi hópur vill auk þess geta nýtt tæknina við ákvarðanatöku,“ segir Berta. „Þess vegna hefur áhersla N1 á þessu ári beinst að því að byggja upp þjónustumiðaða dagvöruverslun að erlendri fyrirmynd.

Á stöðinni er alltaf ilmandi bakkelsi sem er nýbakað á hverjum degi og nýmalað og rjúkandi heitt kaffi á könnunni. MYND/AÐSEND

Það ættu líka allir að geta fundið veitingar við sitt hæfi hér hjá okkur á Ártúnshöfða, hvort sem það er fyrir morgunmat, hádegismat eða kvöldmatinn og við höfum aukið framboð á hollari fæðu og skyndibita. Svo er að sjálfsögðu alltaf nýmalað og rjúkandi heitt kaffi á könnunni,“ segir Berta. „Við erum með ilmandi bakkelsi sem er nýbakað á hverjum degi og alls konar samlokur, vefjur, grauta og salöt. Svo er Ísey Skyr Bar með skálar, boozt og safa og veitingastaðirnir Local og Subway eru báðir staðsettir hér. Það er líka góð aðstaða fyrir viðskiptavini til að slaka á og njóta veitinga hér inni á stöðinni.“

N1 Ártúnshöfða er tilvalinn staður til að stoppa á þegar fólk er á leið út á landsbyggðina eða að koma í bæinn. MYND/AÐSEND

Hægt að fá sendingar frá netverslunum á þjónustustöðvar

„Lúgan er opin allan sólarhringinn, alla daga vikunnar og þar geta viðskiptavinir keypt vörur og nálgast sendingar frá Dropp hvenær sem er,“ segir Berta. „N1 er í samstarfi við Dropp og býður upp á afhendingu á vörum frá 300 netverslunum, þar á meðal ELKO, ASOS, Nespresso, NOVA, Símanum, Vodafone, Spilavinum, Altis, Origo, Leanbody, KIMIKO, Húrra Reykjavík og mörgum öðrum. Afhendingarstaðir Dropp eru á þjónustustöðvum N1 bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Ísey Skyr Bar er með skálar, boozt og safa í boði og veitingastaðirnir Local og Subway eru líka á stöðinni. Þar er líka góð aðstaða til að njóta veitinga.

Núna nýlega hóf N1 líka að afhenda vörur frá sænsku netversluninni Boozt og viðskiptavinir geta því nálgast sendingar þaðan á þjónustustöðvum N1 um allt land,“ útskýrir Berta. „Þegar gengið er frá pöntun í netverslun Boozt geta viðskiptavinir einfaldlega valið úr afhendingarstöðum Dropp og fengið sendinguna sína á þá þjónustustöð sem þeim hentar. Það er svo líka hægt að skila vörum frá Boozt á öllum þjónustustöðvum okkar.“ ■

Það ættu allir að geta fundið veitingar við sitt hæfi á N1 Ártúnshöfða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK
Á þessu ári hafa áherslur N1 beinst að því að byggja upp þjónustumiðaða dagvöruverslun svo það er mikið úrval af alls kyns vörum í boði.
N1 Ártúnshöfða hefur aukið framboð á hollari fæðu og skyndibita.
Lúgan á N1 Ártúnshöfða er opin allan sólarhringinn, alla daga vikunnar og þar geta viðskiptavinir bæði keypt vörur og nálgast sendingar frá Dropp.