MariCell eru íslensk húðmeðhöndlunarefni sem eru framleidd á Ísafirði af Kerecis. Vörurnar eru þróaðar til að meðhöndla ýmsa húðkvilla, til dæmis exem, psoriasis og sprungna húð.

Allar tegundirnar eru CE-merktar lækningavörur sem innihalda hvorki stera né parabena og með ávísun læknis greiða Sjúkratryggingar Íslands hluta kostnaðar.

Fann fljótt mikinn mun

Einn þeirra fjölmörgu sem notað hafa Maricell Footguard með góðum árangri er Vestfirðingurinn Guðni Einarsson.

Guðni er fæddur og uppalinn á Vestfjörðum og er framkvæmdastjóri fiskþurrkunarfyrirtækisins Klofnings. Guðni hefur notað MariCell Footguard í fjölda ára. Hann segist finna mikinn mun á fótunum á sér þegar hann notar það.

„Ég var kominn með þurra og sprungna hæla en það hefur ekki verið síðan ég byrjaði að nota Footguard. Núna er þetta ekkert vandamál,“ segir Guðni.

„Ég nota það ekki daglega, bara þegar fer að bera á vandamálinu og það lagast strax. Allur sársauki hverfur strax og svo grær þetta á nokkrum dögum. Ég get eiginlega ekkert sagt nema gott um Footguard.“

Guðni segir að hann hafi notað MariCell í nokkur ár en það var mælt með því við hann og hann ákvað að prófa.

„Ég myndi hiklaust mæla með þessu við aðra. Það er alveg staðreynd að þetta virkar,“ segir Guðni og bætir við:

„Ég nota líka MariCell XMA daglega við fótakláða og smáskeinum. Ég var búinn að prófa allan skrattann áður en ég prófaði það, ýmis feit krem sem mér var ráðlagt að nota en þetta er það eina sem virkaði. XMA virkar vel á exembletti og þurrkubletti, ef ég ber það á daglega þá hverfa blettirnir á tveimur til þremur dögum,“ segir Guðni.

Hvað er MariCell?

Húðsjúkdómalæknirinn Baldur Tumi Baldursson stendur að baki MariCell húðmeðhöndlunarefnunum sem eru seld í apótekum.

Fjórar mismunandi tegundir eru fáanlegar: MariCell Footguard, MariCell Psoria, MariCell XMA og MariCell Smooth. Hver tegund er sérþróuð til að meðhöndla mismunandi húðkvilla, til dæmis exem, psoriasis, þurra sprungna húð og inngróin hár.

Varan inniheldur meðal annars mOmega3, ávaxtasýrur og karbamíð sem vinna saman að því að auka heilbrigði húðarinnar.

nmOmega3 – Fitusýrur sem eru unnar úr sjávarfangi. Hlutverk þeirra er að viðhalda heilbrigði hyrnislags húðarinnar.

  • Ávaxtasýra (10%) – Mýkir efsta lag húðarinnar og flýtir fyrir húðflögnun.
  • Karbamíð (7%) – Gefur raka og eykur vatnsbindigetu húðarinnar.

Sölustaðir: Apótek og www.maricell.is

Ísafjörður er fallegur bær en þar eru MariCell-vörurnar framleiddar.