„Ég geri mér oft svona Bounty-bita og reyni að eiga þá til í frysti þegar mig langar í eitthvað sætt með kaffinu eða eftir mat á góðum degi. Ég mæli líka með að þið prófið ykkur áfram með sætuefni en þið getið ýmist notað lífrænt hunang, hlynsíróp eða notað sykurlaust síróp eins og Good Good. Þið getið ýmist skellt þessu í bita, rúllað í kúlur eða sett gúmmelaðið í silíkon kökuform og haft sem kökubotn og brætt svo súkkulaðið yfir.“

Bounty-bitar

2 bollar MUNA kókosmjöl

1 bolli MUNA fljótandi kókosolía

2-5 dropar MUNA vanillustevía, ef vill

1-2 msk MUNA hunang eða sykurlaust síróp

150 g dökkt súkkulaði

Öllu hrært saman í skál nema súkkulaðinu. Blöndunni svo þjappað í silíkonform og sett í frysti í um 30 mínútur. Takið botninn úr frysti, bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir botninn. Súkkulaðinu leyft að storkna aðeins í kæli í nokkrar mínútur. Skerið því næst í hæfilega bita og njótið!

Gott að geyma í kæli eða frysti til að eiga með kaffinu þegar mann langar í eitthvað sætt og gómsætt.

Fylgstu með Ásdísi á Instagram @asdisgrasa og á grasalaeknir.is

Bounty-bitar sem einfalt er að gera.