Þórir Gunnarsson framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið bjóði upp á hágæða mottur bæði til leigu og sölu. „Það eru fyrirtæki, stofnanir og húsfélög sem leigja og kaupa mottur hjá okkur. Ef um leigu er að ræða skiptum við óhreinum mottum út fyrir hreinar eftir samkomulagi, annað hvort mánaðarlega eða oftar, eftir þörfum,“ segir hann.

„Við bjóðum meðal annars upp á sérmerktar mottur, þannig að fólk getur sett nafn eða merki fyrirtækisins eða einhverja vísun í þjónustu á motturnar,“ segir Þórir. „Við getum framleitt og sérsniðið mottur eftir óskum viðskiptavinarins.

Núna er tíminn til að panta mottur þar sem slabbið og snjórinn eru að koma. Það er hægt að spara sér þrifin með því að fá mottu í anddyrið. MYND/AÐSEND

Þessar mottur eru sérhannaðar fyrir mikla umgengni en eru engu að síður til mikillar húsprýði. Þær eru sérlega vandaðar og efnismeiri og þykkari en þær sem hafa verið í boði fram til þessa,“ segir Þórir. „Við erum með mjög breitt úrval af mottum og bjóðum upp á fjölmarga liti í átta mismunandi stærðum. Við getum líka sérpantað mottur eftir óskum viðskiptavinarins í stærð og lit sem hann óskar. Það er hægt að skoða úrvalið á heimasíðunni okkar, motta.is.

Þjónustustigið okkar er líka mjög hátt og við komum gjarnan á staðinn til að aðstoða viðskiptavini við að meta hvar þörfin er mest innan rýmisins,“ segir Þórir.

Motta.is býður upp á mjög breitt úrval af mottum. Þar fást meðal annars sérlega vandaðar stöðumottur með gelfyllingu sem minnka álag á fætur og bak þegar fólk stendur lengi við vinnu. MYND/AÐSEND

„Núna er tíminn til að panta mottur þar sem slabbið og snjórinn er að koma. Það er hægt að spara sér þrifin með því að fá mottu í anddyrið,“ segir Þórir. „Við bjóðum viðskiptavinum líka að fá mottu til láns í hálfan mánuð svo þeir geti prófað þær og athugað hvernig þeim líkar. Þetta kostar ekkert og er í boði án skuldbindinga.“


Nánar um þjónustuna á motta.is eða í síma 538-4000 eða motta@motta.is