„Svanur fór í Landvættina árið 2017 og hann er alltaf rosa duglegur þegar hann byrjar í einhverju, svo hann var alltaf að fara að gera eitthvað skemmtilegt, hlaupa, hjóla eða synda, en ekki ég,“ segir Eybjörg Drífa. „Mig langaði til að geta hlaupið með honum og byrjaði í Hlaupahóp FH 2018 og hef verið þar síðan. Við erum svo búin að fara tvisvar til útlanda saman að keppa, í Sviss í Matterhorn-hlaupið og með FH í UTLO-hlaupið á Ítalíu. Í Sviss fór Svanur 50 km og ég 19 km og á Ítalíu fór hann 100 km en ég fór 17 km.

Dagsdaglega reynum við bara að mæta á okkar æfingar, en Svanur er líka leiðtogi í Náttúruhlaupum, þannig að hann er bæði að þjálfa og æfa þar. Það er svo ekki nóg fyrir okkur að vera í tveimur hlaupahópum, heldur erum við líka í áhugahópi með vinum okkar úr menntaskóla og hlaupum með þeim eins og við getum,“ segir Eybjörg Drífa. „Það eru allavega fjórar æfingar í viku hjá honum og ég reyni að fara þrisvar í viku.“

Félagsskapurinn mikilvægur

„Félagsskapurinn á hlaupunum er besti félagsskapur sem maður fær, það eru allir svo kátir og þetta er svo gaman, enda eru flestir í þessu af gleði,“ segir Eybjörg Drífa. „Ég tek samt þátt í öllum hlaupum sem mig langar, en er ekki að keppa um fyrsta sæti.

Það fer alls ekki mikið fyrir FIT-verkjaplástrinum en áhrifin komu Eybjörgu Drífu á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Þegar ég byrjaði í FH var lagt upp úr því að við hefðum einhvern til að tala við í hópnum. Það er gott að hafa einhvern á sínum hraða en það er líka svo drífandi að fara út með einhverjum,“ segir Eybjörg Drífa. „Það er líklegra að þú farir út með einhverjum en einn, þó að það sé líka voða gott að hlaupa einn. Við hvetjum hvort annað áfram og gerum þetta saman. Þegar Covid stoppaði allt var líka rosa erfitt að geta ekki hitt félagana.

Það er líka æðislegt að geta stundað þessa hreyfingu með makanum og hafa sama áhugamál. Við höfum mikið að tala um og skoðum margt saman,“ segir Eybjörg Drífa. „Þetta er mjög gott fyrir sambandið.“

Æðislegir fyrir endurheimt

„Ég byrjaði fyrst að nota FIT-verkjaplástrana í fyrra og nota þá bæði á æfingu og eftir. Mér finnst það rosalega gott upp á endurheimt í vöðvum,“ segir Eybjörg Drífa. „Svanur var svo líka að byrja að nota plástrana nýlega og er mjög ánægður með árangurinn.

Ég hef líka notað þá á bakið, því maður getur orðið svolítið þreyttur á löngum hlaupum og mér finnst þeir virka mjög vel. Það fer lítið fyrir þeim en þeir eru æðislegir,“ segir Eybjörg Drífa. „Ég nota þá aðallega fyrir endurheimt, en ég er líka frekar slæm í hnjánum og nota stundum hnéhlífar á göngum ef ég þarf, en ég hef getað sleppt þeim með því að nota bara plástrana og ekki fengið neina verki eftir hlaupin.

Hægt er að nota ólíka FIT-verkjaplástra gegn ýmsum ólíkum verkjum víðs vegar um líkamann.

Virknin á FIT-plástrunum kom mér á óvart,“ segir Eybjörg Drífa. „Maður skilur ekki hvað þetta gerir fyrr en eftir á og finnur engan hita frá þessu eins og hitakremi eða neitt slíkt, heldur líður manni bara betur og ég fann strax áhrif við fyrstu notkun.“

Nýsköpun í verkjastillingu

Verkir af hinum ýmsu gerðum hafa fylgt mannskepnunni alla tíð. Verkir hafa verið meðhöndlaðir á ýmsa vegu, með nuddi, nálastungum og lyfjum, svo eitthvað sé nefnt. Hin síðari ár hefur notkun verkjalyfja aukist til muna, oft og tíðum með slæmum áhrifum á önnur líffæri, til dæmis maga.

Þetta er ný tækni og margar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun plástursins. FIT-plástrar koma frá Ítalíu og eru upprunnir frá sjúkraþjálfurum sem leituðu eftir lyfjalausri verkjastillingu. Plástrarnir byggja á innrauðum geislum líkamans, sem eru nýttir aftur inn í líkamann og örva þannig háræðakerfið þannig að blóðið kemst betur til aumu staðanna og úrgangsefni hreinsast hraðar í burtu. Þetta virkar því nokkuð svipað og nudd og hjálpar líkamanum að hjálpa sér sjálfum.

FIT-plástrar koma frá Ítalíu og eru upprunnir frá sjúkraþjálfurum sem leituðu eftir lyfjalausri verkjastillingu.

Plástrarnir eru unnir úr viðurkenndu ofnæmisfríu plastefni og innihalda lífræn steinefni (til dæmis títan) sem endurvarpa innrauðum geislum líkamans aftur inn í líkamann.

Innrauðir geislar hafa margvísleg áhrif á líkama okkar

  • Auka virkni háræðakerfisins sem eykur blóðflæði svo að blóðið hreinsast betur af fitu og úrgangsefnum.
  • Bæta súrefnisþéttni í líkamanum.
  • Bæta vöðvavirkni.
  • Verkjastillandi – minni þörf á verkjalyfjum.
  • Auka endurheimt vöðvanna – gott er að setja þá á aum svæði eftir æfingar.
  • Plástrarnir eru alveg náttúrulegir og hafa engar aukaverkanir, þar sem þeir setja ekkert í líkamann sem er ekki þar nú þegar. Þeir henta því öllum, líka óléttum konum og þeim sem eru með barn á brjósti.

Hvernig virka FIT-plástrarnir?

  • Setjið plástrana á svæðin, eins og leiðbeiningar sýna, og bíðið í tvær mínútur eftir því að hiti frá líkamanum losi vel um límefnið svo að plásturinn nái öruggri festu. Nú breytist plásturinn í það sem verður best lýst sem spegli sem endurkastar orku frá líkamanum allt að 8-9 cm inn undir húðina; þessi orka hefur verkjastillandi áhrif. Hver plástur dugar í allt að fimm daga og má fara í sturtu.
  • Haldið meðferð áfram þar til verkur hættir.

FIT-verkjaplástrar eru fáanlegir í flestum apótekum landsins. Nánar má lesa um þá á síðunniisam.is/fit-therapy.