Slitgigtin er talin algeng meðal þeirra sem eru fjörutíu ára og eldri. Hún myndast smátt og smátt við brjóskeyðingu og hefur helst áhrif á liðamót eins og úlnliði, hendur og fingur, mjaðmir og hné.

Verkir af völdum slitgigtar tengjast því að brjóskið sem á að virka eins og stuðpúði í liðunum, brotnar niður eða þynnist. Í sumum tilvikum eyðist það jafnvel alveg.

Þegar þær breytingar verða á brjóskinu, bólgnar liðpokinn og liðamótin gildna. Oft sést það best á hnúum handa eða hnjáliðum, en það er vegna þess að vökvi í liðnum eykst. Algengast er að slit sé í hnjám og mjaðmaliðum, enda mikið álag á þessum liðum.

Minni verkir í mjóbaki

Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að Glucosamine (glúkósamín) og Chondroitin geta dregið úr stirðleika og verkjum í liðamótum og aukið vellíðan. Glucosamine og Chondroitin frá NOW inniheldur einnig MSM og hefur því líka reynst vel gegn verkjum í mjóbaki.

Þar verður oft eyðing á brjóskinu milli hryggjarliða, en þar sem Glucosamine- og Chondroitin-súlfat eru efnis- og endurnýjunarþættir í eðlilegu liðbrjóski og liðvökva örva þau líkamann til að búa til meira brjósk.

Chondroitin-súlfatið er einnig talið auka stuðdempandi eiginleika kollagens og blokka ensím sem brjóta niður brjóskið. Að auki hjálpar það brjóskinu að geyma vatn og vinnur með glúkósamíninu að því að draga úr brjóskeyðingu.

Sterkara ónæmiskerfi, minni bólgur

Þriðja efnið í bætiefnablöndunni er MSM. Það er mikið notað til að létta á vöðva- og liðverkjum, draga úr bólgum og styrkja ónæmiskerfi líkamans. MSM er skammstöfun fyrir heitið Methylsulfonylmethane.

Þetta bætiefni hefur áhrif á ýmis líkamleg einkenni og verki í líkamanum. Auk þess að létta á vöðva- og liðverkjum, draga úr bólgum og efla ónæmiskerfi líkamans örvar MSM framleiðslu á Glutathione, sem er eitt öflugasta andoxunarefni líkamans.

Við kröftuga líkamsrækt verða yfirleitt vöðvaskemmdir og oxandi streita í líkamanum eykst. MSM stuðlar að góðri endurheimt vöðva, dregur úr bólgum og vinnur á þessari oxandi streitu. Einnig dregur MSM úr verkjum tengdum liðagigt.

MSM er ekki bara gott fyrir íþróttamenn og einstaklinga sem stunda líkamlega erfiðisvinnu, heldur fyrir alla þá sem eru með óútskýrða verki í liðamótum og í mjóbaki.

Aðrar orsakir liðverkja

Ýmsir aðrir þættir en að framan greinir geta valdið liðverkjum, eins og til dæmis belgbólga eða bólga á svæðinu í kringum liðina. Lúpus og þvagsýrugigt leggjast líka oft á liði og valda miklum sársauka.

Ýmsir smitsjúkdómar leggjast einnig á liðina eins og til dæmis flensa. Slys geta leitt til verkja í liðum, svo og sinabólga. Ofurálag á liðina, eins og hjá þeim sem eru keppnismenn í íþróttum, hlauparar eða hjólreiðamenn, getur einnig valdið bólgum og verkjum í liðum.

Vefjagigt veldur oft mjög slæmum liðverkjum og beinþynning getur líka leitt til verkja í liðum og liðamótum. Glucosamine & Chondroitin með MSM vinnur innan frá og styrkir brjóskið og örvar það til að endurnýja sig.

Ekki gleyma þessu þrennu

Samhliða því að taka inn Glucosamine & Chondroitin með MSM er mikilvægt að styðja viðgerðarferli í líkamanum með þessum þremur þáttum:

1 Mataræði sem er basískt frekar en súrt, með grænu grænmeti og kjöti soðnu á beini.

2 Hreyfingu, sem getur verið sund, gönguferð eða léttar æfingar í minnst 30 mínútur á dag. Léttar æfingar með lóðum eru líka góðar fyrir bein og liðamót.

3 Góðum nætursvefni, helst í sjö til níu tíma á nóttu, til að líkaminn hafi tækifæri til að gera við sig sjálfur og til að tryggja að liðir og liðamót okkar haldist sterk og öflug sem lengst.

Glucosamine og Chondroitin með MSM er vara mánaðarins í febrúar hjá hverslun.is og er með 15% afslætti út mánuðinn.

Guðrún Bergmann er (heilsu- og lífsstílsráðgjafi og) leiðbeinandi á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum, sem hafa notið mikilla vinsælda. Þau hafa hjálpað um 1.750 manns að leggja grunn að góðri heilsu. Næsta námskeið hefst 18. febrúar í Reykjavík. Skráning á gudrunbergmann.is/namskeid. Netnám einnig í boði.

Bætiefni frá NOW sem virkar vel.