Er það gert með því að bjóða fólki að hitta vísindafólkið sjálft og spyrja það spjörunum úr og kynnast starfi þess með beinum hætti, hvort sem er á Vísindavökunni sjálfri eða á hinu sívinsæla Vísindakaffi.

Í ár er ekki boðið upp á hefðbundna Vísindavöku sökum heimsfaraldursins, en þess í stað er lögð áhersla á að kynna mikilvægi vísindamiðlunar með því að bjóða í Vísindakaffi, efla samstarf við skóla og halda á lofti mikilvægi vísindamiðlunar í samfélaginu.

Vísindavaka er haldin á sama tíma um alla Evrópu til að halda á lofti starfi vísindafólks og er verkefnið styrkt af Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Öflug miðlun vísinda til almennings hefur sannað sig rækilega á tímum heimsfaraldurs og náttúruhamfara, þegar mikilvægt er að almenningur fái réttar upplýsingar sem byggðar eru á rannsóknum og vísindalegum aðferðum.

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun verður veitt í beinu streymi í dag, 24. september klukkan 15.00-16.00, þar sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun afhenda viðurkenninguna fyrir hönd Rannís. Einnig mun Annette Klinkert frá Evrópsku vísindamiðlunarsamtökunum halda fyrirlestur um vísindamiðlun.

Hægt er að nálgast beinan hlekk á streymið á vef Rannís – rannis.‌is.

xx
xx