„Ég hef hreyft mig mikið í mörg ár. Ég er mest í golfi og skíðamennsku en líka allri útivist. Ég er samt ekki mikil fjallageit. Ég var áður mikið í hestamennsku, en við erum nýhætt í henni, við fjölskyldan,“ segir Eyrún.

„Hestamennskan tók mikinn tíma frá okkur en núna er það golfið. Við hjónin stundum það mikið, bæði á sumrin og á veturna. Við byrjuðum í því fyrir svona sjö árum og alveg elskum það.“

Eyrún segist hafa byrjað að stunda skíði af miklum krafti þegar hún var barn. En hún var hætt að stunda skíði vegna hnémeiðsla.

„Ég var búin að fá alls konar hnémeiðsli og fara í þrjár hnéaðgerðir og var komin með mikla liðverki,“ segir hún.

Það kom svo að því að Eyrún ákvað að byrja að hugsa betur um sjálfa sig og styrkja sig. Hún byrjaði að æfa hjá Gfit í Garðabæ en þar æfir hún núna þrisvar til fjórum sinnum í viku.

„Guðbjörg, þjálfarinn minn í Gfit, mælti með kollageninu frá Feel Iceland og mér finnst það hjálpa mér í allri hreyfingu,“ segir Eyrún.

„Ég finn alveg stóran mun á mér. Ég get aftur farið á skíði og golfið er mikið auðveldara. Ég finn mikinn mun á liðunum, en ég var orðin mjög slæm. Ég var sem sagt búin að láta laga liðþófa þrisvar sinnum og var komin með brjóskeyðingu í hnén.“

Eyrún fær sér kollagen út í kaffibollann sinn á hverjum einasta morgni og henni líður miklu betur í liðunum.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Bjóst ekki við áhrifunum

Guðbjörg þjálfari benti Eyrúnu á að setja Amino Marine kollagenduftið frá Feel Iceland út í kaffibollann sinn en þannig fyndi hún ekkert bragð af duftinu.

Eyrún hefur samviskusamlega drukkið morgunkaffið sitt með kollagenduftinu í þrjú ár og segist ekki vilja hætta því.

„Mér finnst bragðið af kaffinu verða eins og það sé rjómalagað. Mér finnst það alveg geggjað. Ég tek kollagenið á hverjum einasta degi, ég tek það meira að segja með mér til útlanda. Maður hefur stundum verið hræddur um að fara með eitthvert svona hvítt duft til útlanda, en ég hef ekkert verið stoppuð með það,“ segir Eyrún og hlær.

„Meðmæli frá Guðbjörgu eru ástæðan fyrir að ég kynntist þessari vöru en núna eru margir í kringum mig farnir að nota hana því ég tala svo vel um hana. Meira að segja foreldrar mínir sem eru á níræðis- og tíræðisaldri taka þetta, þau nota þetta út í kaffi eða te. Ég sé alltaf um að kaupa duftið fyrir þau og þau hringja reglulega og minna mig á að panta, svo þau eru ánægð.“

Mörgum finnst gott að fá sér kollagenið frá Feel Iceland út í morgunkaffið.

Spurð að því hvort hún finni mun ef hún sleppir að taka inn kollagenið segir Eyrún að hún hafi ekki þorað að sleppa því, hún sé orðin svo góð í liðunum og vilji ekki fara til baka.

„Maður yngist heldur ekki svo ég vil bara halda þessu áfram. Ég átti alls ekki von á að þetta hefði svona jákvæð áhrif á mig. Maður fer alltaf með blendnar tilfinningar út í að taka inn svona fæðubótarefni. Ég hef ekki mikið verið að taka þau inn. En af því Guðbjörg mælti svo vel með þessu þá ákvað ég að láta slag standa og sé alls ekki eftir því,“ segir Eyrún.

„Ég var að koma úr skíðaferð frá Frakklandi um jólin og fann ekki fyrir því. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti gert það aftur. Svo held ég að styrktaræfingarnar hjá Guðbjörgu hafi líka hjálpað mér. Ég held að maður þurfi ekki að hafa neina sérstaka kvilla til að taka þetta inn. Það er alltaf gott að styrkja sig.“

Úr íslensku fiskroði

Feel Iceland framleiðir hágæða kollagenprótein úr íslensku fiskroði. Vörurnar eru í umhverfisvænum umbúðum og lögð var áhersla á samfélagslega ábyrgð við þróun þeirra.

Vinsælasta varan er Amino Marine kollagen. Það er hreint kollagenpróteinduft sem gott er að blanda út í til dæmis drykki, grauta og jógúrt eða kaffi líkt og Eyrún gerir á hverjum morgni. Nú er hægt er að kaupa Amino Marine kollagen í áskrift í vefverslun Feel Iceland. Fyrsta sendingin inniheldur stóra kollagendós en í framhaldi fá áskrifendur senda áfyllingarpoka til að hella í fjölnota áldósina.

Vörur Feel Iceland hafa notið mikilla vinsælda vegna virkni og hreinleika þeirra og þær hafa hlotið erlendar viðurkenningar fyrir sérstöðu sína og gæði, ásamt því að vekja áhuga erlendra fjölmiðla.

Feel Iceland vörurnar fást meðal annars í Lyfju, Heilsuhúsinu, Lyfjum og heilsu, Hagkaupi, Fjarðarkaupum, Apótekaranum, Fríhöfninni og Nettó. Sjá nánar á feeliceland.com