„Markmið okkar er að hjálpa fólki að bæta heilsu sína og auka sjálfstraustið, enda er slagorð stofunnar: „Þinn árangur er okkar markmið“,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, konan á bak við líkamsmeðferðarstofuna The House of Beauty.

Sigrún Lilja er oftast kennd við íslenska hönnunarmerkið Gyðju Collection. Hún er kunn fyrir að hafa hannað fjöldann allan af fylgihlutum og ilmvötnum sem slógu í gegn hér á landi sem erlendis en í dag rekur hún líkamsmeðferðarstofuna The House of Beauty, sem orðin er vinsæll viðkomustaður Íslendinga sem vilja bæta líkamlegt form og heilsu.

„Ætli það megi ekki segja að The House of Beauty sé eins konar mekka líkama og heilsu,“ segir Sigrún, innt eftir því hvernig hún myndi helst lýsa líkamsmeðferðarstofunni, en nýverið fagnaði stofan þriggja og hálfs árs afmæli með glæsilegri stækkun.

Í The House of Beauty er tekið á móti öllum af alúð og umhyggju. MYND/AÐSEND

Án skurðaðgerða og inngripa

The House of Beauty er líkamsmeðferðarstofa sem segja má að sé sú eina sinnar tegundar hér á landi en hún býður upp á sérhæfð meðferðartæki og heildstæðar lausnir fyrir heilsu og líkamlegt útlit, án skurðaðgerða og inngripa.

„Við bjóðum upp á mismunandi líkamsmeðferðir sem við teljum með þeim fremstu í heiminum í dag og sem allar hafa sinn sérstæða fókus. Við bjóðum til dæmis upp á meðferðina Velashape sem þéttir slappa húð og vinnur á staðbundinni lausri fitu, en hún hefur til að mynda nýst vel á svokallaða „svuntu“ sem stundum myndast neðst á kviðinn eftir þyngdartap eða barnsburð,“ upplýsir Sigrún.

Önnur meðferð er laser lipo sem vinnur á staðbundinni, harðri fitu og Led-húðmeðferð sem vinnur á sliti og þéttingu húðar.

„Við bjóðum líka upp á Fitform og nú nýjustu meðferðina okkar Msculpta PRO sem má segja að sé Rollsinn í uppbyggingu og mótun vöðva. Að auki bjóðum við meðferðina Lipomassage Silklight sem er án efa ein öflugasta sogæðameðferð sem völ er á. Fyrir utan að losa um bólgur og stíflur, vökvasöfnun og bjúg, þá gerir hún undur fyrir húðina og framkallar svokallaða sokkabuxnaáferð án appelsínuhúðar,“ greinir Sigrún frá.

„Þrátt fyrir að meðferðirnar vinni gríðarlega vel hver um sig gera þær enn meira þegar þær eru nýttar saman. Þess vegna vinnum við mikið með svokallaða makeover-pakka þar sem meðferðir eru settar saman með ákveðin markmið í huga,“ segir Sigrún.

Sigrún segir árangurssögur ánægðra viðskiptavina hvetjandi enda sé góður árangur helsta markmið The House of Beauty. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Hvetjandi árangurssögur

Sögur af einstökum árangri ánægðra viðskiptavina The House of Beauty skipta hundruðum.

„Við þrýstum aldrei á viðskiptavini okkar að birta myndirnar sínar og margir fara í gegnum meðferðir hjá okkur með glæstum árangri sem aðeins þeir og við vitum af. Það fylgir að sjálfsögðu trúnaður við viðskiptavini og er algjörlega eðlilegt miðað við það sem við sérhæfum okkur í. Svo eru alltaf einstaka dásemdir sem eru til í að leyfa okkur að birta myndir svo fólk geti séð hvað við erum að gera alla daga, og okkur þykir mjög vænt um það,“ segir Sigrún.

Ein af nýlegum árangurssögum er frá Súsönnu Ósk.

„Súsanna var svo yndisleg að leyfa okkur að deila árangri sínum. Hún byrjaði í meðferðum hjá okkur í fyrrahaust, með það að markmiði að bæta heilsuna og lina daglega verki, en hún var sárþjáð. Árangur Súsönnu Óskar er glæsilegur og núna mætir hún í tímana til okkar upprétt og full af orku, með bros á vör. Munurinn frá því að hún gekk fyrst inn um dyrnar haltrandi og gat varla gengið upprétt er í raun ótrúlegur. Að auki hefur hún misst 91 sentimetra í ferlinu, sem er góður bónus,“ segir Sigrún.

Sögur eins og Súsönnu eru hvetjandi, að sögn Sigrúnar.

„Þær eru ástæða þess að við erum alltaf tilbúin að leggja hart að okkur við að aðstoða viðskiptavini af fremsta megni til að ná hámarksárangri. Slagorð okkar er: „Þinn árangur er okkar markmið“ og það má með sanni segja að við viljum að þeir sem koma til okkar nái árangri,“ segir Sigrún

Aðstaðan á The House of Beauty er hlýleg og umvefjandi.

Stækkuð stofuna í Covid-lokun

The House of Beauty er í Fákafeni 9 og er líkamsmeðferðarstofan öll hin glæsilegasta. Kristalsljósakrónur, speglaflísar og glamúrlúkk með klassísku ívafi skapa þægilegt og afslappað andrúmsloft.

„Fljótlega eftir að The House of Beauty var opnað kom í ljós að húsnæðið var of lítið. Eftirspurn eftir meðferðum varð strax mikil, þrátt fyrir rúman opnunartíma. Við erum með opið alla virka daga, frá morgni og oftast til klukkan 22 eða 23 á kvöldin, og einnig um helgar. Þrátt fyrir það var fjögurra vikna bið í meðferðir hjá okkur. Því var ákveðið að stækka stofuna og nýttum við tímann í Covid-lokunum til þess,“ segir Sigrún.

Húsakynni The House of Beauty eru glæsileg.

Makeover-pakkar vinsælastir

Vinsælustu pakkarnir hjá The House of Beauty eru svokallaðir makeover-pakkar þar sem viðkomandi mætir í valdar meðferðir nokkrum sinnum í viku og í nokkrar vikur með ákveðið markmið í huga.

„Við erum til dæmis með pakkana Húð- og styrkingar-makeover, Total Body-makeover og Tummy Tuck-makeover. Eftir Covid-ástandið og allt sem því fylgdi þráir fólk að koma heilsunni og líkamsforminu í lag. Eitt af því vinsælasta hjá okkur eru sérvaldir makeover-pakkar sem samtvinna meðferðir með ákveðin markmið í huga. Þeir eru á betri kjörum en ef allt er verslað sem stakar meðferðir,“ upplýsir Sigrún.

Til að aðstoða fólk við að finna meðferð eða pakka sem hentar því best er boðið upp á fría mælingu og ráðgjöf án allra skuldbindinga.

„Árangur er alltaf persónubundinn og samstarfsverkefni meðferðaraðila og viðskiptavinar. Við erum með tækin, tólin og góðu ráðin en svo er það á ábyrgð hvers og eins að fara eftir leiðbeiningum sem aðstoða við útkomu meðferðanna,“ segir Sigrún.

Gæði meðferða eru í fyrirrúmi hjá The House of Beauty.

Þinn árangur er okkar markmið

Í The House of Beauty er ekki gerð sérstök krafa um hreyfingu eða mataræði.

„Þeir sem koma til okkar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir geta einfaldlega ekki hreyft sig og þurfa þar af leiðandi aðstoð okkar til að byggja líkamann upp, en við gefum góð ráð hvað varðar vatnsdrykkju, gufu, góða næringu og ýmis önnur heilræði sem bæta heilsuna og hjálpa við að hámarka árangur hvers og eins. Svo hvetjum við viðskiptavini til dáða í ferlinu og það hefur alltaf jákvæð áhrif líka,“ segir Sigrún.

En eru meðferðir The House of Beauty fyrir alla?

„Stutta svarið er nei,“ svarar Sigrún. „Þumalputtareglan er „þinn árangur er okkar markmið“. Ef tilskilinn árangur næst ekki fljótlega eftir að meðferð hefst er mikilvægt að láta meðferðaraðila vita svo hægt sé að gera breytingar á prógramminu.“

Sigrún heldur áfram: „Við erum eins misjöfn og við erum mörg og líkami okkar bregst mismunandi við. Fókusinn hjá okkur er ekki að viðskiptavinir missi ákveðinn fjölda kílóa heldur aðstoðum við þá við að vinna á staðbundnum breytingum á fitusöfnun, slappri húð, bjúg, bólgum, sliti og ýmsu öðru. Við einblínum frekar á að árangur sjáist með berum augum og á myndum heldur en að missa ákveðinn fjölda kílóa. Árangur byggist því á samstarfi meðferða, meðferðaraðila og viðskiptavinar.“

Nú um helgina verða í boði spennandi „Happy Hour“-tilboð í The House of Beauty.

„Við bjóðum allar meðferðir og pakka á 25 prósenta afslætti til miðnættis á mánudag og hvetjum áhugasama að sjálfsögðu til að nýta sér það tækifæri. Hægt er að bóka sig í fría mælingu og ráðgjöf, versla á staðnum eða á einfaldan og þægilegan máta á vefnum okkar, og nýta svo meðferðirnar þegar hentar best, því kortin okkar renna ekki út,“ segir Sigrún Lilja og býður alla hjartanlega velkomna.

Nánari upplýsingar um tilboðið og makeover-pakkana, ásamt bókun í fría mælingu og ráðgjöf, er að finna á thehouseofbeauty.is.

Kynntu þér Happy Hour-tilboðin hér.

Veistu ekki hvaða meðferð eða pakkir hentar þér?

Bókaðu þér frían tíma í mælingu og ráðgjöf án alla skuldbindinga hér.

Hér má sjá fyrir og eftir-myndir af Súsönnu Ósk, eftir meðferðir hjá The House of Beauty, frá því í september í fyrra fram í apríl á þessu ári.

Eins og ný manneskja

„Ég mætti í The House of Beauty sárþjáð, gat varla hreyft mig og gekk nánast um með göngugrind. Það eina sem læknar gátu gert var að gefa mér sterasprautur og sjúkraþjálfarar voru búnir að gefast upp á mér,“ segir Súsanna Ósk, sem öðlast hefur betri heilsu og líkamsform í meðferðum hjá The House of Beauty.

„Ég byrjaði í Lipomassage Silklight-meðferð í september í fyrrahaust og meðferðin hefur gert kraftaverk á mér. Ég er farin að geta hreyft mig á ný, ég geng upp tröppur og get beygt mig, sem ég ekki gat áður. Þá hafa fokið af mér fleiri, fleiri sentimetra,“ segir Súsanna, ánægð með árangurinn.

„Ég er búin að missa 91 sentimetra og geðheilsan er orðin miklu betri. Það er líka svo æðislegt að vera hjá The House of Beauty, þar er alltaf tekið á móti manni með bros á vör. Ég er bara eins og ný manneskja frá því ég byrjaði að mæta í The House of Beauty, en ég vissi hreinlega ekki að annað eins væri til. Ég mæli því svo sannarlega heilshugar með The House of Beauty,” Súsanna Ósk.

Súsanna Ósk hefur misst 91 sentimetra, eins og sjá má á mælingablaðinu hennar.