N1 hefur skuldbundið sig til að vinna með markvissum aðgerðum og stöðugum umbótum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar. Vegna ársins 2018 kolefnisjafnar N1 í gegnum móðurfélagið, Festi hf., með samningi við Kolvið í gegnum Klappir alls 509,7 tonn af koltvísýringi vegna svokallaðs Umfangs 1 í starfsemi sinni og dótturfélaga.

Rekstrarfélög Festar hafa með ýmsum hætti dregið úr umhverfisspori sínu meðal annars með markvissri flokkun úrgangs ásamt ýmsum aðgerðum tengdum kjarnastarfsemi. Leitast er við að bjóða umhverfisvænni vörur og þjónustu, ásamt því að valda umhverfinu sem minnstum skaða með starfsemi félagsins.

N1 undirritaði yfirlýsingu um loftslagsmál ásamt forsvarsmönnum 103 fyrirtækja og stofnana í Höfða þann 16. nóvember 2015 og skuldbatt sig til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka úrgang í starfseminni.

Loftslagsmarkmið N1 eru meðal annars að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að kolefnisjafna Umfang 1 af kjarnastarfsemi og efla þekkingu starfsmanna. Fyrirtækið ætlar að minnka myndun úrgangs og draga úr óflokkuðum úrgangi um 2% á milli ára til ársins 2020 og stefnir á að flokka 90% af öllu sorpi árið 2030.

Árið 2015 byrjaði N1 að skipta út plastpokum fyrir maíspoka fyrir viðskiptavini þjónustustöðva og eru nú eingöngu maísburðarpokar til sölu þar.
Í lok árs 2018 hætti N1 sölu á Marine Diesel Oil sem inniheldur 0,25% brennisteinsmagn og selur þess í stað skipaolíu sem inniheldur aldrei meira en 0,1% brennistein.

Með skipulögðum og viðurkenndum aðgerðum kostar N1 kapps um að lágmarka umhverfisáhættu frá starfsemi sinni. 18 starfsstöðvar N1 hafa hlotið vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 frá Vottun hf. Stefna N1 er að allar þjónustustöðvar hljóti vottunina á næstu misserum. Á öllum starfsstöðvum N1 er lagt upp með að starfsmenn noti margnota drykkjarmál og eru þau útveguð starfsmönnum að kostnaðarlausu. Undanfarin ár hefur N1 unnið markvisst í að því að draga úr notkun pappírs og einnota íláta.

Orkuvöktun hjá N1 er skráð með skipulögðum hætti til að koma megi betur í veg fyrir orkusóun og til að hægt sé að grípa til aðgerða verði vart við frávik. Upptaka orkunotkunar hefur haldist í hendur við vottanir þjónustustöðva en unnið verður að því að koma orkuvöktun í alla starfsemi félagsins um land allt á næstu fjórum árum.

Í skipulögðu orkuvöktuninni er farið á stöðvar tvisvar á ári og kerfin, svo sem snjóbræðsla, aðal-, ofna-, gólfhita- og loftræstikerfi ásamt dyrablásara stillt í samræmi við komandi árstíð. Verið er að skipta úr sér gengnum ljósgjöfum út fyrir LED-ljósgjafa. Slökkt er á loftræstikerfum að næturlagi. Einnig eru flestir kælar á þjónustustöðvum N1 með rúllugardínur, sem eru dregnar niður á nóttunni til að sóa ekki óþarfa orku á lokunartímum.

Viðskiptavinir hafa verið hvattir til að koma í rafræn viðskipti og hætt var útsendingu reikninga í pappírsformi frá N1 til einstaklinga, nema eftir öðru sé sérstaklega óskað. Einnig hefur fyrirtækið markvisst beint viðskiptum um rafrænar reikningsleiðir þar sem því verður komið við. Stefnt er að því að hætta móttöku reikninga í pappírsformi á þessu ári.

N1 kolefnisjafnaði notkun bíla og flugferða starfsmanna vegna rekstaráranna 2016 og 2017 og vegna Umfangs 1 fyrir árið 2018 í gegnum Festi hf.

Árið 2015 byrjaði N1 að skipta út plastpokum fyrir maíspoka fyrir viðskiptavini þjónustustöðva og eru nú eingöngu maísburðarpokar til sölu. N1 hefur einnig hætt innkaupum á plastskrjáfpokum og verður viðskiptavinum boðið upp á umhverfisvænni skrjáfpokalausn í framtíðinni. Gerð var tilraun á stórri þjónustustöð N1 með því að láta viðskiptavini flokka sitt sorp en því miður þurfti frá því að hverfa þar sem of mikil vinna fór í að endurflokka. Það er áskorun að fá viðskiptavini N1 í lið og flokka sorp en fyrirtækið ætlar að reyna að finna lausnir til að gefa þeim færi á því.

Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, á stöðinni í Fossvogi
Stefán Karlsson