Ég fór í hjúkrunarfræðinám af því ég ætlaði mér að verða ljósmóðir. Svo þegar náminu lauk lagði góð vinkona mín til að við skráðum okkur saman í lýðheilsufræði og ég ákvað að slá til, sem ég sé síður en svo eftir,“ segir Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, sem í dag starfar sem sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá Reykjanesbæ.

„Það er æðislegt starf og algjör forréttindi að starfa með metnaðarfullum einstaklingum sem leggja allt sitt af mörkum til að gera samfélagið betra og sterkara. Lýðheilsustarfið er svo ótrúlega fjölbreytt, því lýðheilsa skoðar vísindin og líka listina í að koma í veg fyrir sjúkdóma, lengja líf og efla líkamlega heilsu og virkni í gegnum skipulegar samfélagsaðgerðir,“ útskýrir Guðrún sem nýtur sín í botn í lýðheilsufræðunum.

„Þau snúast mikið forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. Að koma í veg fyrir faraldra og dreifingu sjúkdóma, að koma í veg fyrir slys, að vernda fólk gegn áhættuþáttum tengdum umhverfi, og að efla og hvetja til jákvæðrar, heilsutengdrar hegðunar. Enn fremur að bregðast við hamförum og styðja samfélög til bata, að tryggja gæði og aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu. Allt sem þríeykið hefur staðið fyrir eru lýðheilsufræði og við á Íslandi megum vera ótrúlega stolt og þakklát fyrir alla þá sérfræðinga sem hafa lagt sitt af mörkum undanfarna mánuði í þeim flóknu og erfiðu aðstæðum sem við höfum öll fundið fyrir.“

Hagnaður í heilsulæsi

Þrátt fyrir að sinna því nú af alefli að efla lýðheilsu landsmanna hefur Guðrún alls ekki útilokað ljósmóðurdrauminn.

„Ég finn bara að ég á eftir að prófa aðra hluti fyrst. Áhugi minn á geðheilbrigðismálum og heilbrigði barna er ofarlega á þeim lista. Ég hef líka mikinn áhuga á heilsulæsi, sem er hæfni einstaklinga til að afla og vinna úr upplýsingum og aðstæðum þegar kemur að eigin heilsufari og taka ákvarðanir sem stuðla að bættri heilsu,“ upplýsir Guðrún og heldur áfram:

„Það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á heilsulæsi og heilsuhegðun, til dæmis tekjur, menntun og félagsleg staða. Samfélög hagnast á því að hafa hátt heilsulæsi, því takmarkað heilsulæsi hefur neikvæð áhrif á heilsu þegnanna og eykur jafnframt ójöfnuð til heilsu. Gott dæmi um árangur á sviði lýðheilsu eru til dæmis bólusetningar, umferðaröryggi og mæðra- og ungbarnavernd.“

Guðrún starf­ar sem sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá Reykjanesbæ. Hún er heilluð af lýðheilsufræðum og segir störf þríeykisins dæmi um góða lýðheilsufræði.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

Kollagenið bætti meltinguna

Guðrún var öflug í íþróttum á uppvaxtarárunum en hennar helsta heilsubót í dag er jóga, sund og göngutúrar.

„Ég er að klára jógakennaranám sem átti upphaflega að ljúka í maí í vor en hefur aðeins frestast, eins og svo margt undanfarna mánuði. Ég er reyndar frekar þakklát fyrir að námið frestaðist því þá hef ég haft meiri tíma til að grúska í jógafræðunum með samnemendum mínum sem eru öll svo fallegar sálir,“ segir Guðrún sem hugsar vel um heilsu sína, en tekur samt fram að það sé mikilvægt að vera ekki öfgafullur þegar kemur að næringu og hreyfingu.

„Ég byrja alla morgna á sítrónuvatni, tannlækninum mínum til mikillar óánægju. Í beinu framhaldi fæ ég mér Feel Iceland kollagen út í rótsterkt morgunkaffið. Stelpunni minni fannst það fyrst mjög spennandi, en aðallega skrýtið, að fá að hræra í því fyrir mig,“ segir Guðrún kát og viðurkennir að hún hefði ekki trúað því að kollagenið gæti gert henni svona gott.

„Það var hún móðir mín sem kom mér á bragðið þegar hún gaf mér dós af Feel Iceland kollageni. Ég setti hana reyndar rakleiðis upp í eldhússkáp og gleymdi henni þar í góðan tíma. Nokkrum vikum síðar var ég að taka til, rakst þá á dósina og ákvað að prófa að taka inn kollagenið áður en ég henti því í tunnuna eða gæfi það næsta manni. Ég hringdi í mömmu, sem er sjaldnast að flækja hlutina, og spurði hana hvernig hún tæki þetta inn og fékk upplýsingar um að hún blandaði því í vatn og skutlaði því í sig eins og skoti. Ég gerði það líka fyrstu dagana og fann strax mun á meltingunni og liðunum,“ segir Guðrún sem hefur nú annan hátt á inntöku kollagensins frá Feel Iceland.

„Ég átti fyndið samtal um inntökuaðferðir við góða vinkonu sem sagðist blanda kollageninu út í mjög lítið vatn og borða það eins og mauk. Ég ákvað að geyma þá aðferð aðeins, en hver og einn finnur bara sína leið,“ segir Guðrún og hlær.

Guðrún setur tvær skeiðar af kollageni út í rótsterkt kaffi á hverjum morgni.

„Mín uppskrift er reyndar líka mjög einföld og heiðarleg. Ég set tvær skeiðar af Feel Iceland kollageni út í sterkara kaffi en flestum lystir og hræri það saman við með gaffli. En ég byrja alla daga á þessu til að koma meltingunni í gang og þessi aðferð hentar morgunlufsum eins og mér mjög vel. Auðvitað langar mig að segja að ég byrji alla morgna á mjög flóknum þeytingum en ég get samt sagt að þegar ég geri þeyting bæti ég kollageni við til þess að fá kremkenndari áferð.“

Að mæta sér í mildi

Nú þegar haustar ætlar Guðrún að halda áfram að klára jógakennaranámið hjá Yoga Shala.

„Ég ætla að setja fókusinn á að rækta allt það fallega í lífinu, ásamt því að sinna frábæru starfi mínu sem lýðheilsufræðingur með öllum þeim fjölmörgu verkefnum sem því fylgir. Að lokum hvet ég allar kynsystur mínar til að fara í skimun fyrir leghálskrabbameini, mæta sér í mildi og prófa að fá sér kollagen í kaffið,“ segir Guðrún og brosir blítt.

Sjá nánar á feeliceland.com