Lyfjaver hefur verið starfrækt í yfir 20 ár og var brautryðjandi í tölvustýrðri lyfjaskömmtun hérlendis.

„Fyrirtækið var í upphafi stofnað í kringum vélskömmtun lyfja , aðallega fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili. Þetta var mikil bylting þar sem tölvutækni var nýtt til að skammta lyf í vélum sem áður hafði verið gert í höndunum inni á heimilunum,“ segir Hákon Steinsson framkvæmdastjóri Lyfjavers.

Lágt verð og öflug samkeppni

Lyfjaver hefur frá upphafi lagt áherslu á lágt og verð og veitt öðrum aðilum á markaðnum harða samkeppni hefur því verið tekið fagnandi af íslenskum neytendum.

„Síðar meir var opnað apótek sem naut fljótt mikilla vinsælda vegna lágs lyfjaverðs og í framhaldinu af því varð það landsþekkt sem lágvöruverðsapótek.“

Þá vakti Lyfjaver mikla athygli á sínum tíma þegar það byrjaði að bjóða upp á heimsendingarþjónustu á lyfjum um land allt sem jók enn frekar samkeppnina á landsvísu líkt og Netapótekið gerir í dag.

„Samkeppnin á þessum markaði er stöðugt að aukast, ef þú býrð úti á landi er kannski bara eitt apótek á staðnum eða jafnvel ekkert þannig að með Netapótekinu er þjónustan orðin mun aðgengilegri fyrir alla landsmenn,“ segir Hákon.

Frí heimsending um land allt

„Með því að fá lágvöruverðsapótekið heim til þín í snjallsímann eða tölvuna getur þú nú nálgast lyfin og aðrar vörur á góðu verði hvar sem þú ert á landinu. Við bjóðum upp á fría heimsendingu á pöntunum með tvo eða fleiri lyfseðla eða ef heildarupphæð pöntunar er yfir 9.900 kr.“

Afgreiðslan er hröð og þægileg. „Pantanir eru afhentar samdægurs á höfuðborgarsvæðinu, allt frá Kjalarnesi til Vallarhverfis í Hafnarfirði. Pósturinn sækir pantanir síðdegis Lyfjaver og er alla jafna búinn að afhenda pantanir næsta virka dag.“

Auðveldari verðsamanburður

Netapótekið gerir notendum einnig kleift að finna út hvar sé hagstæðast að kaupa lyf.

„Viðskiptavinir geta nú með einfaldari hætti áttað sig á sínum lyfjakostnaði ásamt því að verðsamanburður á milli apóteka er mun auðveldari sem er góður kostur fyrir neytandann og varpar enn betra ljósi á mismunandi verðlagningu á milli apóteka,“ útskýrir Hákon.

Netapótek Lyfjavers er ákaflega einfalt og notendavænt.

„Með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum geta notendur séð nákvæmt lyfjaverð með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, ásamt afslætti Lyfjavers. Þannig er mun auðveldara að gera verðsamanburð á lyfjum, lausasölulyfjum og öðrum vörum. Hægt er að skoða þau samheitalyf sem í boði eru, verðmun á milli samheitalyfja og þrepastöðu hjá Sjúkratryggingum Íslands.“

Forráðamenn geta að auki nálgast lyfseðla barna sinna 15 ára og yngri í lyfjagáttinni í Netapóteki Lyfjavers.

Allar vörur á einum stað

Hákon segir lyfseðlakerfið svo vera samtvinnað við sístækkandi vefverslun þar sem mikið vöruúrval er í boði.

„Á einum stað er því hægt að leysa út lyfseðla ásamt því að versla öll lausasölulyf og mikinn fjölda af öðrum vörum, allt í einni körfu. Við erum einnig með mjög mikið úrval af vítamínum, bætiefnum, snyrtivörum, húðvörum og hjúkrunarvörum svo dæmi séu nefnd.“

Viðtökurnar við netversluninni hafa verið frábærar.

„Landsmenn hafa tekið vel í vaxandi vöruúrval á frábæru verði í Netapótekinu. Ef þú finnur ekki þá vöru sem þú leitar að í Netapótekinu getur þú sent okkur fyrirspurn um hvort ekki megi bæta henni í vöruúrvalið.“

Biðin heyrir sögunni til

Einnig er mögulegt að nýta Netapótekið til að spara tíma og panta fyrirfram.

„Það kannast allir við að hafa lent í langri bið í apótekinu eftir að lyfseðill sé tilbúinn og afhentur. Ef þú gengur frá pöntun í netapótekinu fyrirfram, áður en þú heimsækir apótekið okkar á Suðurlandsbrautinni, færð þú send SMS skilaboð þegar búið er að afgreiða pöntunina. Yfirleitt er pöntun tilbúin eftir 15-30 mín en það fer eftir álagi. Þú getur svo mætt og sótt pöntunina þegar skilaboð berast frá apótekinu.“

Afsláttarkóði og afsláttarkjör

Lyfjaver leggur mikinn metnað í að bjóða neytendum upp á samkeppnishæft verð.

„Álagningu er stillt verulega í hóf hjá Lyfjaveri og jafnast almennt vöruverð Lyfjavers oft á við afsláttarverð samkeppnisaðilanna. Við viljum hvetja landsmenn til að prófa að versla.

Af því tilefni bjóðum við afsláttarkóða sem gilda út næsta mánudag 29. mars. 15% afsláttur af vörum í verslun – kóði: vörur og 10% afsláttur af lausasölulyfjum – kóði: lausasala. Athugið að hægt er að nota báða kóðana samtímis.“

Hákon greinir þá frá því að Lyfjaver bjóði enn fremur upp á góð afsláttarkjör á fjölda lyfseðilsskyldra lyfja og nefnir þar sérstaklega svefn- og kvíðalyf, sýklalyf, getnaðarvarnarlyf ásamt fjölda annarra lyfja.

„Það er um að gera að kíkja á lyfjaver.is í snjallsímanum eða tölvunni og nýta þetta tækifæri til að gera góð kaup og prófa að panta.“

Sjá nánar á: http://www.lyfjaver.is