Sigrún Þóra hefur stundað líkamsrækt hjá Dansrækt JSB í nokkur ár en í vetur ákvað hún að taka sig á með góðum árangri. „Mér finnst svo frábært að fá þessa fræðslu og utanumhald í TT tímum hjá JSB. Þetta er heilsueflandi líkamsrækt sem byggð er á ótrúlega góðri aðferðarfræði. Bára Magnúsdóttir lætur okkur skilja hvernig líkaminn virkar en sú fræðsla sem heilsurækt hennar byggir á er mjög árangursrík,“ segir hún.

Sigrún Þóra mætir í TT líkamsrækt þrisvar í viku en einnig fá konurnar fræðslufundi um mataræði. „Auk þess fáum við uppskriftir og mikla hvatningu. Bára hefur lag á að kenna okkur að ná árangri með því að skilja hvernig líkaminn vinnur. Til dæmis að borða undir 2000 hitaeiningum á dag sjö daga vikunnar. Mig langaði til að komast í kjörþyngd, var orðin alltof þung. Þegar maður kemst á ákveðinn aldur virðist vera erfiðara að losa sig við aukakílóin,“ segir hún. „Þyngdin var farin að há mér mikið. Líðan mín hefur mikið breyst til batnaðar eftir að ég missti þessi aukakíló. Ég er léttari í lund og sef miklu betur en ég gerði. Á TT námskeiðinu er ákveðið hvatningarkerfi sem reynist mér mjög vel. Núna vantar mig tvö kíló til að ná kjörþyngd.“

Sigrún segir að líkamsrækt sé allra meina bót. Hún finni vel fyrir því eftir þennan vetur. „Ég er ekki sú eina sem hef náð góðum árangri í vetur, sumar hafa losað sig við fleiri kíló en ég. Það er góð samstaða í hópnum og þetta er skemmtilegur félagsskapur. Bára hefur auðvitað áratuga reynslu í heilsuræktinni og hennar aðferðafræði er einfaldlega að virka. Mér finnst æðislegt að fá þennan stuðning og fræðslu. Ég er búin að prófa margt í gegnum tíðina en þetta er það eina sem hefur virkað fyrir mig,“ segir Sigrún. „Ég mæli hundrað prósent með TT námskeiðinu fyrir allar konur. Við erum það sem við borðum. Með því að hugsa um mataræðið og hreyfa sig er hægt að ná gríðarlegum árangri. Samt eru engar öfgar í þessu, maður má borða allt en bara passa að það sé undir 2000 hitaeiningum á dag. Ef maður stendur við það alla vikuna sér maður fljótt árangur. Ég borða allan mat en minna af honum. Það hefur ekki verið erfitt.“

Sigrún valdi að fara í ræktina klukkan 6.15 á morgnana. Hún segir að það eigi vel við sig að vakna snemma, fara síðan hress og endurnærð til vinnu. „Ég er í eðli mínu morgunkona og fer snemma að sofa á kvöldin. Við erum hópur kvenna á öllum aldri sem mætum á þessum tíma og höfum allar náð miklum og góðum árangri. Það eru nokkrir hópar í gangi yfir daginn svo konur geta valið hvaða tími hentar þeim best. Ef maður kemst ekki að morgni af einhverjum ástæðum er alltaf hægt að fara í tíma seinni partinn. Ég ætla að halda áfram í sumarnámskeiðinu sem er að fara af stað og svo aftur í haust. Heilsuræktin eykur lífsgæðin. Ofþyngd hefur áhrif á líðan manns og hreyfingu. Ef ég hefði ekki gert neitt í mínum málum gæti það leitt til stoðkerfisvandamála. Ég stefni á að klára sumarnámskeiðin, ná af mér tveimur kílóum í viðbót og fara létt og kát inn í sumarið. Ég hvet konur til að skoða námskeiðin hjá Dansrækt JSB því Bára er mikill snillingur. Það er gott andrúmsloft í stöðinni og sumar konurnar hafa stundað þarna líkamsrækt í áratugi.“

Sigrún Þóra mætir í ræktina kl. 6.15 þrisvar í viku. Hún segir að morguntímar henti sér frábærlega og hún mæti hress í vinnu. FRETTABLADID/STEFÁN

Leggjum grunn að bættum lífsstíl

Bára Magnúsdóttir hefur í áratugi boðið konum upp á fjölbreytta, heilsueflandi líkamsrækt. Hún er hugmyndasmiðurinn á bak við TT námskeiðin. Nýtt sumarnámskeið TT hefst 27. maí.

Bára segir að konur á öllum aldri komi í Dansrækt JSB. Flestar ná mjög góðum árangri og mörg kíló fjúka í hverjum mánuði. Námskeiðin standa yfir í sex vikur en sömu konurnar koma aftur og aftur. TT tímarnir eru þrisvar í viku en frjáls mæting er í opna tíma og tækjasalinn. Vigtun og mælingar eru reglulega í TT auk þess sem konur fá tölvupóst með ýmsum fróðleik og hvatningu. Þá eru matarlistar með fjölbreyttum og vel samsettum uppskriftum fyrir alla fjölskylduna. Bára leggur mikla áherslu á að konurnar breyti lífsstílnum til frambúðar. „Við viljum leggja grunn að bættum lífsgæðum,“ segir hún.

Bára Magnúsdóttir hefur aðstoðað konur vð að létta sig í áratugi á hinum vinsælu TT námskeiðum. FRETTABLADID/STEFÁN

Bára hefur verið með TT námskeið í 26 ár svo það er mikil reynsla á bak við þau. „Það hefur aldrei dottið niður námskeið hjá okkur. Við höfum verið farsæl og þær eru orðnar margar konurnar sem hafa náð gríðarlega góðum árangri hjá okkur. Það koma upp tískusveiflur í alls kyns kúrum, þeir koma og fara. TT námskeiðin eru ekki megrunarkúrar heldur breyting á lífsstíl til bættrar heilsu,“ segir hún. „Ég hef forðast allar öfgar en held mig stíft við hitaeiningarnar. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það hitaeiningarnar sem skipta máli. Öll þurfum við á orku að halda en allt er gott í hófi. Það er sem betur fer ekki lengur í tísku að þamba gosdrykki daginn út og inn. Ég er með frábæran næringarfræðing og í uppskriftunum okkar gefum við alltaf upp magn hitaeininga. Konurnar læra smátt og smátt hvað er hæfilegt magn yfir daginn vilji þær halda aukakílóunum í skefjum,“ útskýrir Bára.

„Það þolir enginn til lengdar að vera 30 kílóum of þungur. Þá fer stoðkerfið að gefa sig, blóðþrýstingurinn hækkar og það eru auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Til að koma í veg fyrir þessa sjúkdóma er ein góð regla og það er að borða ekki of mikið. Ef fólk hreyfir sig líka gengur allt enn betur. Við þurfum 2400-2600 hitaeiningar á dag og ef við förum undir þær náum við fljótt árangri í baráttunni við aukakílóin,“ segir Bára en hún ætlar núna í fyrsta skipti að bjóða upp á sex vikna sumarnámskeið í TT. „Ég tel að fólk geti losað sig við aukakílóin án aðgerðar og hef séð mörg dæmi um það. Það er ótrúlegt að horfa upp á ánægjuna og gleðina þegar konur ná tökum á líkama sínum og grennast. Ein þeirra sem hefur verið hjá mér í tvo vetur hefur misst 37 kíló. Með því að hugsa rétt minnka matarskammtana og nota 7 daga regluna er hægt að ná ótrúlega miklum árangri. Þetta er svona einfalt, þegar þú veist og skilur hvað þú átt að gera.“ segir Bára og hvetur konur til að fara á TT námskeið og takast á við holdafarið og fá í leiðinni hvatningu og styrk.

Allar upplýsingar um TT hjá Dansrækt JSB má finna á heimasíðunni jsb.is, einnig eru góðar upplýsingar á Facebook og Instagram. JSB er í Lágmúla 9 og síminn er 581 3730.