Allt frá stofnun Lumex hefur aðaláherslan verið lýsingarhönnun og höfum við verið leiðandi í að kynna landsmönnum helstu nýjungar í lýsingartækni og hönnun ljósa,“ segir Ingi Már Helgason, framkvæmdastjóri Lumex.

Á nýárinu verða stór tímamót hjá Lumex þegar liðin verða 35 ár síðan verslunin var opnuð.

„Á afmælisárinu höldum við ótrauð áfram að gera það sem okkur þykir skemmtilegt; að skapa flotta lýsingu fyrir einstaklinga, veitingastaði, hótel, verslanir og allt annað sem hægt er að lýsa upp á heillandi hátt,“ segir Ingi Már. „Starfsfólk okkar hefur mikla reynslu í öllu sem viðkemur lýsingu og hönnun og hefur framúrskarandi heildarsýn yfir hvert og eitt verk.“

Ekkert verk of lítið né stórt

Lumex skiptist í þrjú mismunandi svið.

„Við erum með fjóra hönnuði sem teikna raf- og lýsingarhönnun fyrir stærri og minni verk. Þar eru verkefnin af öllum toga og ekkert verk of lítið eða of stórt,“ segir Ingi Már sem með fagfólki Lumex hefur unnið að fjölmörgum skemmtilegum verkefnum utan landsteinanna, bæði fyrir einkaaðila og fyrirtæki.

„Í verslun Lumex sérhæfum við okkur í vörum frá vönduðum birgjum. Þar má nefna Flos, Tom Dixon, Moooi, Foscarini og fleiri einstaka hönnuði. Við leggjum líka mikla áherslu á að aðstoða viðskiptavini okkar við að finna bestu lausnina hverju sinni. Sérstaða okkar í Lumex er að þekkja vöruna og meta aðstæður þannig að lýsing fái notið sín sem best,“ upplýsir Ingi Már.

Rafport fagnar líka 35 árum

Lumex er hlutaeigandi í raflagnaheildsölunni Rafport sem einnig fagnar 35 ára afmæli á nýárinu 2020.

„Í Rafport er boðið upp á heildarlausnir í öllu sem við kemur raflögnum, ljósastýringum og öðru sem þarf til að stýra lýsingarkerfum,“ upplýsir Ingi Már um Rafport sem er umboðsaðili fyrir ABB sem er leiðandi merki á sviði raflagna og raftækni í heiminum.

Lumex-ljós eru upplifun

Í Lumex ganga viðskiptavinir að því vísu að upplifa nýjustu áherslurnar í lýsingu.

„Við leggjum mikið upp úr upplifun í verslun okkar þar sem viðskiptavinir geta valið úr jafnt klassískri hönnun og nýjum trendum. Við finnum glöggt að viðskiptavinir okkar, sem margir hverjir hafa verið með okkur frá upphafi, velja gæði umfram magn þegar kemur að vali á ljósum, enda eru margir með Lumex-ljós heima hjá sér þar sem áherslan er á fallega lýsingu í bland við góða og vandaða vöru,“ segir Ingi Már.

Lumex er í Skipholti 37. Sími 568 8388. Skoðaðu ljósin í Lumex á lumex.is.

Ingi Már undir frægum gólflampa, Arco frá Flos. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Melt Chrome-ljósin eru hönnuð af Tom Dixon. Þau eru skemmtileg tilraun málmhúðunar þar sem samspil ljóss og skugga fá að njóta sín. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Astep gefur mjúka birtu og glæsilegat útlit á heimilið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Phylon White er stásslegt loftljós sem sendir frá sér munstraða birtu.
Astep gefur mjúka birtu og glæsilegt útlit á heimilið.